Fréttablaðið - 09.10.2009, Síða 33

Fréttablaðið - 09.10.2009, Síða 33
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 7geðhjálp ● Sigríður Jónsdóttir, umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar, segir starfið hafa gefið góða raun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Félagsmiðstöð Geðhjálpar hefur aðsetur á horni Túngötu og Garðastrætis. Sigríður Jónsdóttir, umsjónarmaður miðstöðvarinnar, segir helsta markmið hennar vera að gefa fólki færi á að rjúfa sig frá félagslegri einangrun. „Það er engin spurning að starf- semin hér hefur gefið mjög góða raun. Fólk kemur aftur og aftur til að sækja í þennan góða anda sem hér ríkir,“ segir Sigríður Jónsdóttir umsjónarmaður fé- lagsmiðstöðvar Geðhjálpar sem hefur aðsetur að Túngötu 7 í Reykjavík. Að sögn Sigríðar er helsta markmiðið með félagsmiðstöð- inni að gefa fólki, sem glímir við geðraskanir af ýmsu tagi, tækifæri til að rjúfa sig frá fé- lagslegri einangrun. „Það skipt- ir afar miklu máli fyrir marga að hafa eitthvað fyrir stafni. Það er ekki ofmælt að líkja starfseminni við lífsakkeri margra sem hingað sækja,“ segir Sigríður. Félagsmiðstöðin á horni Tún- götu og Garðastrætis er opin alla virka daga frá klukkan 10 til 14, nema miðvikudaga, en þá er opið frá klukkan 10 til 15.30. Starfs- menn miðstöðvarinnar, sem eru fimm í fastri vinnu auk þriggja sem eru á eins konar endurhæf- ingarsamningum, leitast eftir að bjóða upp á ýmsa afþreyingu og námskeið. Nokkuð fastmótuð vikuleg dag- skrá hefur verið skipulögð fyrir veturinn, en auk þess geta gest- ir nýtt sér aðstöðuna sem inni- heldur meðal annars tölvuver, billjarðborð og listasmiðju. Einn- ig hefur verið staðið fyrir konu- kvöldum, gönguferðum og ljós- mynda-, myndlistar- og tölvunám- skeiðum, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir hádegi á þriðjudögum fer fram samsöngur undir stjórn píanóleikarans Smára Eiríkssonar. Eftir hádegi er efnt til upplestrarstundar, þar sem gestir skiptast á að lesa upp úr bókum sem þeir velja í samein- ingu og ræða svo saman um efni bókanna. Eins og áður sagði eru svo- kallaðir langir miðvikudagar í miðstöðinni, Þeim geta gest- ir eytt í lista- smiðjunni og snætt hádegis- verð sem Ingi- björg Gunnlaugs- dóttir eldar. Eftir matinn er svo boðið upp á kynningar á tólfspora-meðferðinni, þar sem að- ilar á vegum hinna ýmsa samtaka sem berjast gegn fíkn og óreiðu af ýmsu tagi kynna starfsemi sína. Síðari part miðvikudaga býðst gestum að fá sér kaffi og kökur og ræða málin. Á föstudögum eru haldnir húsfundir, þar sem dag- skrá næstu viku er kynnt. Á morgun, á Alþjóðaheilbrigð- isdeginum, heldur Sigursteinn Másson, nýr formaður Geðhjálp- ar, fyrirlestur á Túngötunni. Fyrirlesturinn ber heitið Andleg sjálfsvörn. Sigríður hvet- ur alla sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvar Geðhjálpar að hafa samband við sig. - kg Fólkið sækir í góða andann hér Sýnishorn af verkum Jónu Svönu Jónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jóna Svana Jónsdóttir leggur grunninn að listaverki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eyjólfur Kolbeins pakkar hér inn geisladiskum í hundraðatali. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.