Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 33
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 7geðhjálp ● Sigríður Jónsdóttir, umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar, segir starfið hafa gefið góða raun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Félagsmiðstöð Geðhjálpar hefur aðsetur á horni Túngötu og Garðastrætis. Sigríður Jónsdóttir, umsjónarmaður miðstöðvarinnar, segir helsta markmið hennar vera að gefa fólki færi á að rjúfa sig frá félagslegri einangrun. „Það er engin spurning að starf- semin hér hefur gefið mjög góða raun. Fólk kemur aftur og aftur til að sækja í þennan góða anda sem hér ríkir,“ segir Sigríður Jónsdóttir umsjónarmaður fé- lagsmiðstöðvar Geðhjálpar sem hefur aðsetur að Túngötu 7 í Reykjavík. Að sögn Sigríðar er helsta markmiðið með félagsmiðstöð- inni að gefa fólki, sem glímir við geðraskanir af ýmsu tagi, tækifæri til að rjúfa sig frá fé- lagslegri einangrun. „Það skipt- ir afar miklu máli fyrir marga að hafa eitthvað fyrir stafni. Það er ekki ofmælt að líkja starfseminni við lífsakkeri margra sem hingað sækja,“ segir Sigríður. Félagsmiðstöðin á horni Tún- götu og Garðastrætis er opin alla virka daga frá klukkan 10 til 14, nema miðvikudaga, en þá er opið frá klukkan 10 til 15.30. Starfs- menn miðstöðvarinnar, sem eru fimm í fastri vinnu auk þriggja sem eru á eins konar endurhæf- ingarsamningum, leitast eftir að bjóða upp á ýmsa afþreyingu og námskeið. Nokkuð fastmótuð vikuleg dag- skrá hefur verið skipulögð fyrir veturinn, en auk þess geta gest- ir nýtt sér aðstöðuna sem inni- heldur meðal annars tölvuver, billjarðborð og listasmiðju. Einn- ig hefur verið staðið fyrir konu- kvöldum, gönguferðum og ljós- mynda-, myndlistar- og tölvunám- skeiðum, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir hádegi á þriðjudögum fer fram samsöngur undir stjórn píanóleikarans Smára Eiríkssonar. Eftir hádegi er efnt til upplestrarstundar, þar sem gestir skiptast á að lesa upp úr bókum sem þeir velja í samein- ingu og ræða svo saman um efni bókanna. Eins og áður sagði eru svo- kallaðir langir miðvikudagar í miðstöðinni, Þeim geta gest- ir eytt í lista- smiðjunni og snætt hádegis- verð sem Ingi- björg Gunnlaugs- dóttir eldar. Eftir matinn er svo boðið upp á kynningar á tólfspora-meðferðinni, þar sem að- ilar á vegum hinna ýmsa samtaka sem berjast gegn fíkn og óreiðu af ýmsu tagi kynna starfsemi sína. Síðari part miðvikudaga býðst gestum að fá sér kaffi og kökur og ræða málin. Á föstudögum eru haldnir húsfundir, þar sem dag- skrá næstu viku er kynnt. Á morgun, á Alþjóðaheilbrigð- isdeginum, heldur Sigursteinn Másson, nýr formaður Geðhjálp- ar, fyrirlestur á Túngötunni. Fyrirlesturinn ber heitið Andleg sjálfsvörn. Sigríður hvet- ur alla sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvar Geðhjálpar að hafa samband við sig. - kg Fólkið sækir í góða andann hér Sýnishorn af verkum Jónu Svönu Jónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jóna Svana Jónsdóttir leggur grunninn að listaverki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eyjólfur Kolbeins pakkar hér inn geisladiskum í hundraðatali. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.