Fréttablaðið - 09.10.2009, Síða 38

Fréttablaðið - 09.10.2009, Síða 38
 9. OKTÓBER 2009 FÖSTUDAGUR12 ● geðhjálp Teflt verður í tilefni Alþjóðlega geðheil- brigðisdagsins. Eins og svo margt annað í vest- rænni menningu koma orðin panik og fóbía úr grísku. Í gegnum sög- una hafa iðulega komið upp sagn- ir um að venjulegar manneskj- ur verði skyndilega gripnar af geðveikislegum og óraunhæfum ótta. Orðið panik eða ofsakvíði kemur frá gríska guðinum Pan, en hann á að hafa hrellt fólk með brjálæð- islegum öskrum sem ollu fólki yfirþyrmandi ótta sem á stundum leiddi það til dauða. Orðið fóbía eða ótti kemur einnig úr grísku. Sagt var frá guðinum Phobos, syni stríðs- guðsins Ares og ástargyðjunnar Afródítu, og var hann tákngerv- ingur óttans. Phobos fylgdi föður sínum inn á vígvellina ásamt syst- kinum sínum Deimos og Enyo en þau voru tákngervingar hryllings og styrjaldar. - kdk Grísk goðafræði og geðraskanir Áhugavert er að skoða tákngervinga geðsjúkdóma í grískum goðsögum. Skákmót verður haldið í göngu- götunni í Mjódd á morgun í til- efni alþjóðlega geðheilbrigðis- dagsins. Skráning hefst klukkan 15 en mótið byrjar klukkan 15.30. Skákfélag Vinjar, Hrókurinn og Taflfélagið Hellir sameinast um mótshald að þessu sinni og stefnt er á metþátttöku en 39 skráðu sig til leiks í fyrra er mótið var í Perlunni. Er þetta í fimmta sinn sem mót þetta er haldið og mun For- lagið gefa glæsilega vinninga á mótið sem fyrr. Glæsilegir bóka- vinningar eru fyrir þrjú fyrstu sætin, 12 ára og yngri, 13 til 18 ára, 60 og eldri og bestan ár- angur kvenna. Þar að auki eru happdrættisvinningar. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Skákstjórar eru Hrannar Jóns- son og Vigfús Ó. Vigfússon en yfirdómari er Róbert Lagerman. Allt skákáhugafólk er velkomið og það kostar ekki krónu að vera með. - kdk Geðheilbrigði og skák í Mjódd Sigurður H. Ingimarsson, tónlistar- maður að norðan, sem vakti mikla athygli fyrir góðan söng í þáttunum X-factor á sínum tíma, hefur sungið lag og samið texta sem hann tileink- ar Geðhjálp. Segir Sigursteinn Másson text- ann minna hlustendur á þá sem lát- ist hafa vegna geðraskana og að geð- sjúkdómar séu dauðans alvara. Þar með sé þó ekki öll sagan sögð því textinn lýsi líka von og trú á betri tíð. Hvort tveggja sé mjög mik- ilvægt að hafa í huga um þessar mundir. Lagið verður titillag á geisla- disknum Geðveikt 4 sem von er á fljótlega og Geðhjálp gefur út. Hægt verður að nálgast diskinn á síðunni gedhjalp.is en auk þess verður lagið í spilun á Bylgjunni. - kdk Minnist sorgarinnar og vonarinnar í senn Sigurður H. Ingimarsson samdi texta og syngur lag sem tileinkað er Geðhjálp. Sílfell ehf Arnarhrauni 19 240 Grindavík Sími : 8927959

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.