Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 38
 9. OKTÓBER 2009 FÖSTUDAGUR12 ● geðhjálp Teflt verður í tilefni Alþjóðlega geðheil- brigðisdagsins. Eins og svo margt annað í vest- rænni menningu koma orðin panik og fóbía úr grísku. Í gegnum sög- una hafa iðulega komið upp sagn- ir um að venjulegar manneskj- ur verði skyndilega gripnar af geðveikislegum og óraunhæfum ótta. Orðið panik eða ofsakvíði kemur frá gríska guðinum Pan, en hann á að hafa hrellt fólk með brjálæð- islegum öskrum sem ollu fólki yfirþyrmandi ótta sem á stundum leiddi það til dauða. Orðið fóbía eða ótti kemur einnig úr grísku. Sagt var frá guðinum Phobos, syni stríðs- guðsins Ares og ástargyðjunnar Afródítu, og var hann tákngerv- ingur óttans. Phobos fylgdi föður sínum inn á vígvellina ásamt syst- kinum sínum Deimos og Enyo en þau voru tákngervingar hryllings og styrjaldar. - kdk Grísk goðafræði og geðraskanir Áhugavert er að skoða tákngervinga geðsjúkdóma í grískum goðsögum. Skákmót verður haldið í göngu- götunni í Mjódd á morgun í til- efni alþjóðlega geðheilbrigðis- dagsins. Skráning hefst klukkan 15 en mótið byrjar klukkan 15.30. Skákfélag Vinjar, Hrókurinn og Taflfélagið Hellir sameinast um mótshald að þessu sinni og stefnt er á metþátttöku en 39 skráðu sig til leiks í fyrra er mótið var í Perlunni. Er þetta í fimmta sinn sem mót þetta er haldið og mun For- lagið gefa glæsilega vinninga á mótið sem fyrr. Glæsilegir bóka- vinningar eru fyrir þrjú fyrstu sætin, 12 ára og yngri, 13 til 18 ára, 60 og eldri og bestan ár- angur kvenna. Þar að auki eru happdrættisvinningar. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Skákstjórar eru Hrannar Jóns- son og Vigfús Ó. Vigfússon en yfirdómari er Róbert Lagerman. Allt skákáhugafólk er velkomið og það kostar ekki krónu að vera með. - kdk Geðheilbrigði og skák í Mjódd Sigurður H. Ingimarsson, tónlistar- maður að norðan, sem vakti mikla athygli fyrir góðan söng í þáttunum X-factor á sínum tíma, hefur sungið lag og samið texta sem hann tileink- ar Geðhjálp. Segir Sigursteinn Másson text- ann minna hlustendur á þá sem lát- ist hafa vegna geðraskana og að geð- sjúkdómar séu dauðans alvara. Þar með sé þó ekki öll sagan sögð því textinn lýsi líka von og trú á betri tíð. Hvort tveggja sé mjög mik- ilvægt að hafa í huga um þessar mundir. Lagið verður titillag á geisla- disknum Geðveikt 4 sem von er á fljótlega og Geðhjálp gefur út. Hægt verður að nálgast diskinn á síðunni gedhjalp.is en auk þess verður lagið í spilun á Bylgjunni. - kdk Minnist sorgarinnar og vonarinnar í senn Sigurður H. Ingimarsson samdi texta og syngur lag sem tileinkað er Geðhjálp. Sílfell ehf Arnarhrauni 19 240 Grindavík Sími : 8927959
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.