Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 46

Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 46
22 9. október 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Birgir Rafn Þráinsson skrifar um ljósleiðara Ljósleiðaravæðing Gagnaveitunnar er nú áformuð til u.þ.b. 65 þús- und heimila á þéttbýlis- stöðum tíu sveitarfélaga. Í lok þessa árs verður ljós- leiðarinn kominn inn í hús til um 30 þúsund þessara heimila. Langflest þeirra eru í Reykjavík. Þá er ljósleiðarinn kom- inn til allra heimila á Seltjarnar- nesi, á Hellu, á Hvolsvelli og fljót- lega á Akranesi. Ljósleiðarinn er einnig kominn til fjölda heimila í Hveragerði og flestra heimila í nýj- ustu hverfum Kópavogs og Garða- bæjar. Um ljósleiðara Gagnaveitunn- ar býðst heimilum þjónusta frá Vodafone, Tali og Hringiðunni. Með bandvídd ljósleiðarans bjóð- ast ýmsir tæknilegir möguleik- ar sem nú þegar eru margir hverjir orðnir að raunveruleika í þjónustuframboði þeirra. Heimilum býðst alvöru háhraða internettenging, þ.e. yfir 10 og allt upp í 100 Mbit/sek. bandvídd, með sama hraða til og frá not- anda, stafræn sjónvarpsmóttaka í miklum gæðum sem ekki trufl- ar eða truflast af internetnotkun og margir myndlyklar sem gera heimilinu kleift að taka á móti fjölda sjónvarpsrása eða mynd- strauma á sama tíma, t.d. fyrir heimili sem eiga fleiri en eitt sjón- varpstæki. Þá er ljósleiðarinn lang- besti kostur til móttöku á háskerpu- sjónvarpsefni. Notendur upplifa raunverulegan mun á gæðum og áreiðanleika þjónustu sem veitt er um ljósleiðarann. Í raun er enginn ágreiningur meðal þeirra sem til þekkja um tæknilega yfirburði ljósleiðar- ans hvað háhraða gagnaflutninga varðar. Koparlínur munu aldrei geta uppfyllt þær þarf- ir sem ljósleiðarinn leys- ir, þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Þráðlaus tækni á enn langt í land með að ná afkastagetu kopar- lína, svo ekki sé talað um ljósleiðara. Internettengingar um ADSL eru nú boðnar með allt að 16 Mbit/sek. band- vídd til notanda og innan við 1 Mbit/sek. frá notanda. Gæði koparlína og fjarlægð heim- ilis frá símstöð hafa mikil áhrif á afköst ADSL-þjónustunnar og því geta söluaðilar ekki tryggt afhend- ingu á þeirri bandvídd sem við- skiptavinum er seld. Oftar en ekki er hámarkbandvídd í ADSL innan við 8 Mbit/sek. Heimili sem tengjast ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur fá enda- búnað sem afkastar nú 100 Mbit/ sek. bandvídd, bæði til og frá not- anda. Þegar þörf verður á að auka bandvíddina enn frekar þarf ein- ungis að skipta um endabúnað, ekkert þarf að eiga við sjálfan ljós- leiðarann. Engin „allt að“ bandvídd heldur raunveruleg bandvídd. Þrátt fyrir yfirburði ljósleiðarans hvað afköst og gæði varðar er þjón- usta um hann mjög samkeppnisfær í verði. Rekstur Gagnaveitu Reykjavík- ur gengur vel og viðskiptavinum fjölgar mikið. Tekjur af ljósleið- aranetinu hafa verið umtalsverðar og vaxandi undanfarin ár. Á síðasta ári voru þær 669 milljónir króna og jukust um rúm 20% milli ára. Stærstur hluti tekna er vegna notk- unar fyrirtækja og stofnana á ljós- leiðaranetinu, þar sem Gagnaveit- an býr við traust viðskiptasambönd til margra ára. Vænta má að tekjur aukist hratt næstu árin í ljósi mik- illar fjölgunar heimila sem tekið hafa og taka munu ljósleiðarann í notkun. Á síðasta ári var rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir (EBITDA) 355 milljónir króna og standa tekjur vel undir öllum útlögðum rekstrar- gjöldum. Lán vegna framkvæmda eru í erlendri mynt og skýrist bók- haldslegt tap ársins alfarið af hruni íslensku krónunnar. Það tap mun ganga til baka eftir því sem gengi krónunnar vonandi styrkist. Ýmsir telja framtíðarmöguleika Íslendinga, ekki síst í kjölfar þess efnahagshruns sem við eigum við að glíma, felast í atvinnusköpun sem byggir á tæknivæddum innvið- um. Undanfarin ár hafa rör verið lögð í jörðu samhliða nýlögnum og endurnýjunum. Með þessu móti er kostnaði og raski vegna jarðvinnu haldið í lágmarki. Á svæðum þar sem endurnýjanir standa ekki til er farið í sérstakar jarðvinnu- framkvæmdir. Framkvæmdir hafa verið boðnar út í opnum útboðum og hefur fjöldi verktaka og þjón- ustuaðila byggt upp þekkingu, verkvit og reynslu þessi fyrstu ár verkefnisins. Í því efnahags- og atvinnuástandi sem þjóðin býr við í dag er áfram- haldandi uppbygging slíkra inn- viða bæði mikilvæg og heppileg. Í henni felst fjöldi starfa fyrir iðn- aðarmenn, verkamenn og hönnuði sem nú þegar kunna til verka og hafa yfir nauðsynlegum vinnuvél- um og tækjum að ráða. Uppbygging ljósleiðaranets Heildarkostnaður við ljósleiðara- væðingu heimila ræðst af umfangi hennar, þ.e. til hversu margra heimila verkefnið nær. Vænta má að heildarfjárfestingin verði í kringum 12 milljarða á núverandi verðlagi. Þessi stofnkostnaður við ljósleiðaravæðinguna er vissu- lega mikill en sú fjárfesting mun nýtast íbúum í áratugi. Uppbygg- ing nýrra innviða samfélagsins á borð við ljósleiðaranetið krefst áræðni þar sem framtíðarsýn og þolinmæði fjármagns skipt- ir sköpum. Uppbyggingin er vel á veg komin og mun skila tilætlaðri arðsemi þegar upp er staðið, það hafa veitukerfi og grunnnet alltaf gert. Gert er ráð fyrir áframhaldi framkvæmdum til ársins 2014 með tilheyrandi fjárfestingum sem Gagnaveitan hefur alla burði til að standa undir. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Ljósleiðarinn – seinni hluti BIRGIR RAFN ÞRÁINSSON UMRÆÐAN Guðlaug Kristjáns- dóttir skrifar um há- skólamenntaða launa- menn Háskólamenntaðir launamenn standa nú frammi fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu í tengsl- um við niðurskurð í opinberum rekstri. Við undirritun stöðugleikasátt- mála síðastliðið sumar lögðu fulltrú- ar launamanna ríka áherslu á að sá gjörningur gæfi innsýn í komandi tíð. Framlag launamanna til stöð- ugleikasáttmála var að bíða með kjaraleiðréttingar á meðan óvissu- ástand ríkti í fjármálum landsins. Slík viljayfirlýsing var háð því af hálfu Bandalags háskólamanna (BHM) að stöðugleiki í öðrum kjör- um félagsmanna væri sýnilegur og yrði að veruleika. Hvorki ríki né sveitarfélög treystu sér til að fast- binda mikið annað en fyrirheit sem nú er farið að fjara undan á mörgum sviðum. Sveitarfélög hækka gjald- skrár, stytta opnunartíma stofn- ana og opinberar stofnanir boða nú launaskerðingar. Neyðaraðgerðir eða launastefna? Boðaðar sparnaðaraðgerðir í launa- kostnaði snúast um að hlífa lægst launuðu hópunum á meðan hærra launaðir axli þyngri byrðar. BHM tók undir þessi sjónarmið hins opinbera við gerð stöðugleikasátt- mála með vísan til þeirra stærða sem þá voru til skoðunar, nefni- lega að laun upp að 210-220 þús- undum yrðu hækkuð ef svigrúm leyfði. Strax þarna mátti segja að þeir launahærri létu af hendi rakna, enda þeim ætlað að glíma aðstoðarlaust við minnkandi kaup- mátt. Ríkið og flest sveitarfélög hafa lagt fram áherslur í skerðingu kjara þeirra hærra launuðu sem beita skal ef nauðsyn krefur. Ríkið setti 400 þús- und króna heildarlaun sem viðmið og hafa sambæri- leg mörk verið ívið lægri hjá sveitarfélögum. Báðir aðilar leggja til grundvall- ar að hærri laun skerðist meira en þau lægri. Í öllum tilfellum getur skerðing aðeins náð til ráðningar- tengdra kjara sem ekki er samið um í kjarasamningi eða stofnana- samningum. Í síðustu kjarasamn- ingum ríkisins við ASÍ og BSRB teygðu launahækkanir sig upp að 310 þúsundum. Þar með var bilið milli skilgreindra lágra og hárra tekna þrengt allverulega, enda ann- ars vegar um að ræða 310 þúsund króna grunnlaun og hins vegar 400 þúsund króna heildarlaun. Samkvæmt viðmiðum hins opin- bera í aðhaldsaðgerðum teljast flest- ir háskólamenntaðir launamenn þola skerðingar, eða í það minnsta frystingu launa. Þetta viðhorf leið- ir til þess að menntun, þekking og fagmennska er gengisfelld. BHM varar við þessari þróun og krefst þess að stjórnvöld gæti þess að ekki fjari undan fagmennsku og mannauði við niðurskurð. Ummæli Ögmundar Jónassonar, þá heilbrigð- isráðherra, í Fréttablaðinu hinn 23. september síðastliðinn, um að hann hygðist við niðurskurð sérstaklega vernda störf og kjör þeirra sem lægri laun hefðu, vöktu undirritaða til umhugsunar um sýn ráðamanna á þjónustu hins opinbera, ef fag- menntun gæti á einhverjum tíma- punkti orðið of dýr í þeirra huga til að standa um hana vörð. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra kallar stighækk- andi álögur og skerðingar upp eftir tekjustiganum réttláta og sann- gjarna stefnu sem fylgi norrænni fyrirmynd. Í slíkum skilgreiningum saknar BHM umfjöllunar um verðmæti þekkingar sem vissulega er aðalsmerki norræns velferð- arkerfis og ekki síður metnaðar fyrir hönd fagmennsku í opinberri þjónustu. Samfélagsþjónusta? Meðal leiða sem opinberir aðilar sjá færar til að draga úr launakostnaði er að minnka greiðslur fyrir yfir- vinnu. Það er afstaða BHM að þegar yfirvinnugreiðslur skulu skertar, þurfi samsvarandi skerðing vinnu- framlags að koma fram. Það sé með öðrum orðum ekki hægt að krefja starfsmann um vinnuframlag sem ekki stendur til að greiða fyrir. Í umræðu um niðurskurð og aukna tekjuöflun hins opinbera virðast tveir aðilar áberandi aflögufærir, lífeyrissjóðir og millitekjufólk. Hafa ber í huga að skuldsetning fólks helst oft í hendur við tekjur. Heimili sem áður höfðu svigrúm í fjármálum sínum og jafnvægi milli tekna og greiðslubyrði eru nú mörg komin á ystu nöf. Ef sífellt verður þrengt að heim- ilum með meðaltekjur, þannig að ráðstöfunartekjur fólks með framhaldsmenntun verði umtals- vert lægri en í þeim löndum sem næst okkur liggja, er yfirvofandi atgervisflótti. Fólki í framhalds- námi erlendis verður gert ókleift að flytjast heim og þanþol háskóla- menntaðra launamanna er ekki takmarkalaust. Allt frá hruninu síðastliðið haust hafa ráðamenn hampað því að Ísland búi yfir auðlindum sem fleyta muni þjóðinni gegnum erf- iðleikaskeið, þar á meðal mennt- un og mannauði. Varla getur tal- ist ásættanlegt að slíkar auðlindir verði á næstu árum í auknum mæli nýttar og ávaxtaðar fjarri Íslands ströndum. Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. Óvarinn hópur í niðurskurði GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.