Fréttablaðið - 09.10.2009, Síða 58

Fréttablaðið - 09.10.2009, Síða 58
34 9. október 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Tveir eftirsóttustu leik- menn landsins, Gunnleifur Gunn- leifsson og Gunnar Már Guð- mundsson, enduðu báðir í FH og það fyrir lægri upphæð en margur gæti haldið samkvæmt áreiðanleg- um heimildum Fréttablaðsins. Kreppan hefur vafalítið áhrif á lækkandi verð leikmanna en kaup FH á Gunnari Má Guðmundssyni hljóta að teljast einhver bestu kaup síðari ára á íslenska leikmanna- markaðnum. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Fréttablaðsins kostaði Gunn- ar aðeins um 1,5 milljónir króna, sem hlýtur að teljast gjafverð fyrir mann í slíkum gæðaflokki. Gunn- ar, sem er að verða 27 ára gam- all, hefur verið orðaður við félög erlendis. Hann er reyndur leik- maður og klárlega á lista með betri leikmönnum deildarinnar þó svo að hann hafi átt erfitt uppdráttar með Fjölni síðasta sumar. Gunnleifur fór aftur á móti fyrir um tvær milljónir króna til FH samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum. HK vildi í upphafi fá fimm milljónir fyrir Gunnleif en það tók FH aldrei í mál. Samningaviðræð- ur FH og HK tóku talsvert lang- an tíma enda voru HK-menn harð- ákveðnir í að fá góðan pening fyrir sinn mann. Tvær milljónir fyrir besta markvörð landsins verða samt að teljast mjög fín kaup hjá meisturunum. Bæði Gunnleifur og Gunnar Már voru samningsbundnir sínum félögum. Pétur Stephensen, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar FH, vildi ekki staðfesta þessar upphæðir en sagðist vera sáttur. Hann viður- kenndi þó að árangur væri aldrei ókeypis og bætti við að FH-ingar ætluðu sér enn stærri hluti næsta sumar. Liður í að ná þeim árangri væri að styrkja liðið. Pétur staðfesti enn fremur að það væri kristaltært að Tryggvi Guðmundsson yrði áfram í her- búðum félagsins næsta sumar en þrálátur orðrómur hefur verið um að hann sé á förum. Tryggvi hefur fundað með þjálf- ara liðsins, Heimi Guðjónssyni, og eru engin vandræði á milli þeirra tveggja. Öllum fyrirspurnum í leikmanninn verður því vísað á bug að sögn Péturs. „Tryggvi er með samning við FH og hann verður hér áfram. Hann er mikilvægur leikmaður í meistaraliði sem ætlar sér að vera áfram á toppnum. Það kemur því ekki til greina að sleppa honum,“ sagði Pétur. henry@frettabladid.is Gæðaleikmenn á gjafverði Nýjustu liðsmenn FH-inga, þeir Gunnleifur Gunnleifsson og Gunnar Már Guð- mundsson, kostuðu félagið aðeins um 3,5 milljónir króna. Ljóst er að Tryggvi Guðmundsson mun klára samning sinn við félagið og spila áfram með FH. GÓÐUR LIÐSAUKI FH hefur fengið þá Gunnleif Gunnleifsson og Gunnar Má Guðmundsson í sínar raðir og það fyrir frekar lítinn pening. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM OG VALLI > Enginn áhugi á leikmanni ársins Atli Guðnason var stjarna Pepsi-deildarinnar í ár og kjörinn leikmaður ársins á lokahófi KSÍ sem og af helstu fjölmiðlum landsins. Einhver gæti haldið að slík frammi- staða myndi vekja áhuga erlendra liða á leikmanninum en svo er nú aldeilis ekki. Pétur Stephensen, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, staðfesti við Fréttablaðið í gær að engin fyrirspurn hefði borist í leikmanninn frá erlendu félagi. Pétur sagðist persónulega vera undrandi á því enda hefði Atli verið frábær í liði FH í sumar. Mikið hefur verið rætt og skrifað um hvar meistaraflokkar Hauka í karla- og kvennaflokki í fótbolta muni spila heimaleiki sína næsta sumar en bæði liðin unnu sér í sumar sem kunnugt er þátt- tökurétt til þess að spila í efstu deild. Haukar kölluðu í gær til blaðamannafundar út af málinu og tilkynntu þá að félagið hefði náð samkomulagi við Val um að karla- og kvenna- lið félagsins spiluðu „stærstu“ heimaleiki sína á Vodafonevellinum næsta sumar. Samningurinn er reyndar til þriggja ára en verður tekinn til endurskoðunar í lok hvers tímabils. Haukar stefna svo í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að því að byggja stúku fyrir 500 áhorfendur við gervigrasvöll félagsins fyrir komandi sumar og fá undanþágu frá KSÍ til þess að leika þar þá heimaleiki sem ekki verða fara fram á Vodafonevellinum. Flestir bjuggust við því að Haukar myndu leita á náðir FH um að deila Kaplakrikavelli og Ágúst Sindri Karlsson, formaður Hauka, sagði að vissulega hefði verið rætt við FH og Hafnarfjarðarbæ en þar hefði verið lítið um samstarfsvilja. „Við höfðum samband við forráðamenn FH um möguleik- ann á að spila heimaleiki okkar í Krikanum næsta sumar en þeir komu til baka með þá skýringu að nú þegar væri of mikið álag á vellinum og hann mætti ekki við því að spilaðir yrðu tuttugu leikir þar í viðbót. Við buðum þeim þá að æfa að Ásvöllum til þess að létta álagið en þeir höfnuðu því. Þeir komu þá með tillögur um að farið yrði í framkvæmdir í Krikanum sem myndu örugglega kosta hundruð milljóna eða einhvern pening sem ekki er til. Við skynjuðum bara að það væri enginn vilji fyrir hendi hjá FH og Hafnarfjarðarbæ og leituðum því á önnur mið, meðal annars á Hlíðarenda, og Valsmenn tóku okkur bara opnum örmum,“ segir Ágúst Sindri. Haukar staðfestu einnig í gær að Guðmundur Viðar Mete væri búinn að samþykkja tveggja ára samning við félagið auk þess sem þjálfarinn Andri Marteinsson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Hauka. BLAÐAMANNAFUNDUR HJÁ HAUKUM: TILKYNNT UM SAMSTARF VIÐ VAL OG SAMNINGA VIÐ ÞJÁLFARA OG LEIKMENN Valsmenn tóku okkur bara opnum örmum Algjör steik Nýtt á Ruby Tuesday! Girnilegur steikarseðill sem eykur matarlystina – prófaðu alvöru steik. HANDBOLTI Vilhelm Gauti Berg- sveinsson átti góða endurkomu á handboltavöllinn í gær þegar hann tryggði HK flott stig gegn FH. Lokatölur urðu 28-28 þar sem Vilhelm jafnaði er tvær mín- útur lifðu leiks með hörkumarki. Leikurinn var annars æsispenn- andi og lengstum jafn. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða. „Ég er virkilega ánægður með að byrja tímabilið með því að ná stigi gegn sterku liði FH,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK sem teflir fram mikið breyttu liði frá síðustu leiktíð. „Við vorum lengi í gang en við komum til baka og mér hefði fundist það ansi skítt ef við hefðum ekki fengið stig úr þessum leik.“ FH-ingar voru niðurlútir eftir leik og jarðarfararstemning í klefanum. „Við stefnum hátt og menn eru eðlilega svekktir með að missa stig sem við vorum nán- ast komnir með,“ sagði Ólafur Guðmundsson FH-ingur. - hbg Jafntefli í Digranesi: Vilhelm tryggði HK-ingum stig HANDBOLTI Hlynur Morthens þreytti frumraun sína með Val í N1-deild karla í gær og átti sann- kallaðan stjörnuleik í markinu. Alls varði hann 26 skot í leiknum þegar Valur vann sigur á Akur- eyri á heimavelli, 23-19. Hlut- fallsmarkvarsla Hlyns var 58 prósent. Leikurinn var í járnum lengi vel enda aldrei meira en tveggja marka munur á liðunum þar til Valur skoraði þrjú mörk á síðustu þremur mínútunum. Hlynur lok- aði nánast markinu á lokakafla leiksins en gestirnir skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. „Hann Bubbi [Hlynur] dró ein- faldlega úr okkur tennurnar með sinni markvörslu. Skotin okkar urðu lélegri eftir því sem leið á leikinn enda varði hann nán- ast allt sem kom á markið. Hann bara vann okkur einn og óstudd- ur,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Ernir Hrafn Arnarsson skoraði sjö mörk fyrir Val og Arnór Þór Gunnarsson sex. Árni Þór Sigtryggs son var markahæstur í liði Akureyrar með átta mörk. - esá Valur vann Akureyri: Hlynur fór á kostum hjá Val BARÁTTA FH-ingurinn Jón Heiðar Gunn- arsson í baráttu við varnarmenn HK í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁTTA MÖRK Árni Þór Sigtryggsson skor- aði átta mörk úr samtals 20 skotum fyrir Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.