Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur Í dag er föstudagurinn 9. októb- er 2009, 282. dagur ársins. 8.00 13.15 18.28 7.48 13.00 18.09 Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Hvar er þín auglýsing? 35% 72% Flestir muna víst hvar þeir voru þegar Geir Haarde flutti Guðs- blessunarávarpið í fyrra. Ég sat í hægindastól fyrir framan sjón- varpið heima hjá mér, komin fjöru- tíu vikur á leið, og fór eðlilega að háskæla yfir því hvers konar Ísland það væri sem myndi taka á móti barninu mínu. AÐALÁHYGGJUEFNIÐ var auð- vitað framtíð dætra minna, bæði fæddrar og ófæddrar. Yrði ein- hver heilsugæsla? Menntun? Yrði hægt að kaupa á þær almenni- lega kuldaskó og gefa þeim hollan mat að borða? Þetta og fjölmargt annað leitaði á hugann. En mestar áhyggjur hafði ég samt af því að ekki yrðu til bananar. EINS og þeir vita sem eiga ung börn eru bananar algjör undir- stöðufæðutegund. Þegar þetta gerðist borðaði tveggja ára dótt- ir mín minnst tvo banana á dag og ég vissi sem er að frá sex mán- aða aldri eru bananar afar góð og æskileg fæða. Þeir eru hins vegar innfluttir um langan veg og þar sem ég sat í stólnum með kúluna út í loftið og tárin lekandi niður kinn- arnar sá ég fyrir mér að viðskipta- þvinganir, einangrun og fátækt myndu koma í veg fyrir allan inn- flutning á þessari ofurfæðu allra barna. Á SVO til sama tíma sat maður á skrifstofunni sinni og starði niður í gólfið. Í fjórar klukkustund- ir gerði hann ekkert annað en að halda aftur af tárunum eftir að hafa verið sakleysislega önnum kafinn í mörg ár við að skipuleggja og fara í laxveiðiferðir, halda rán- dýrar risaveislur fyrir frægt og ríkt fólk og syngja sæll en illa um Dalílu í kátum hópi milljarða- mæringa heimsins um borð í risa- snekkju á Miðjarðarhafinu. VIÐ sátum bæði og grétum, ég og bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London, þegar fjár- málakerfið okkar hrundi. Ég grét framtíð barnanna minna eftir að við fjölskyldan vorum svipt æru og auði af Samson án þess að hafa nokkurn tíma einu sinni hummað lagið um Dalílu. Hann grét snilli sína, auð og vald. Hann syrgði fallið heimsveldi, ég ávöxt. ÁRI síðar er enn hægt að fá banana á Íslandi. Ég er á fullu í uppeldinu og bankastjórinn er búinn að skrifa bók. Bananar og tár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.