Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 11
[VAKA i
SJÁLFSTÆÐI íslands.
5
Þótt nú Jón Sigurðsson gefi í skyn, að vér höfuni ver-
ið ginntir, og sagan hermi*)» að oss hafi jafnvel verið
ægt með vopnum til þess að afsala oss landsréttindun-
um i hendur einvaldskonungi, þá dettur honum ekki í
hug að efa, að einveldi konungs hafi verið eins fullkom-
lega viðurkennt á íslandi eins og annarsstaðar í ríkinu.
„En eins vist er hitt“, segir hann, „að íslendingar liafa
ekki hyllt Dani eða Þjóðverja, né neina aðra þjóð, til
einveldis yfir sig, þó þeir hafi jafnframt Dönum og
Norðmönnum hyllt einvalda konung. Þar af leiðir aft-
ur, að þegar konungur afsalar sér einveldi, þá höfum
vér ástæðu til þess að vænta þess, að hann styrki oss
til að halda að minnsta kosti þeim réttindum, sem helguð
eru ineð hinum forna sáttmála, þegar land vort samein-
aðist Noregi“. Þetta segir hann líka, að Kristján kon-
ungur hinn áttundi hafi gjört, „sem bezt og mest af
öllum konungum hefir leitazt við að bæta réttindi vor“.
En nú var einmitt Kristján VIII. nýlátinn og Friðrik
VII. sonur hans tekinn við ríkjum. Og hvað gerði hann?
Hann afsalaði sér einveldinu. Því byrjar Jón Sigurðs-
son ritgjörð sína með því að segja, að Friðrik konung-
ur hinn sjöundi hafi þá á fám stundum leyst þann hnút,
sem lengi liefir þótt býsna fast riðinn og sumir hafa
viljað telja trú um að væri gjörður handa eilifðinni,
svo að hvorki konungur né nokkur annar ætti með að
leysa hann, — að hann hefði sleppt einveldinu úr hendi
sér og gjörzt þingbundinn lconungur. Þetta gjörðist hina
svonefndu marzdaga, dagana 20.—24. marz 1848, sam-
kvæmt konungsboðskap, er gefinn hafði verið út við
konungaskiftin 28. jan. s. á. Birtir hann síðan brot úr
boðskap þessuin, en það, sem hann leggur sérstaka á-
herzlu á, er fyrirheit konungs um, að haldast megi
frelsi hvers landshluta sér í lagi, og að sérstök
*) Sbr. skýrslu síra Björns á Snæfuglsstöðum um Kópavogs-
fundinn, Rikisréttindi íslands, bls. 120, 136—7, 144 og 155.