Vaka - 01.01.1927, Page 14
8
ÁGÚST BJARNASON:
vaka]
lögunum, sem bæði ríkisþing og alþingi höi'ðu sam-
þykkt og konungur vor, Kristján hinn X., staðfesti, end-
anlega viðurkenningu fyrir því, að ísland væri frjálst og
fullvalda ríki. Þetta varð 1. desbr. 1918, réttum 70 ár-
um eftir að Jón Sigurðsson hafði hafið stjórnmálabar-
áttu sína.
Sumir halda því fram, að vér hefðum fengið þetta
allt að einu, þótt enginn Gl. sáttmáli hefði verið lil og
engin stjórnmálabarátta háð. En þetta er hinn mesti
misskilningur. Það var húið að hamra því inn í Dani,
að vér hefðum bæði lagalegt og þjóðlegt tilkall til að
vera talin sérstök þjóð og sjálfstætt ríki, og í heims-
styrjöldinni miklu kom það skýrt í Ijós, að vér gátum
séð oss sjálfum og meira að segja Færeyingum líka far-
borða. Því var það, að Danir með skírskotun til „hins
æðra réttlætis“ og til þess að þeir yrðu sjálfir réttlætis-
ins aðnjótandi, — fengju Slésvík el'tir slríðið, — létu
Island laust.
En því ber oss íslendingmn ekki að gleyma, að öll
framkoma Dana og konunga þeirra og vorra í vorn
garð siðustu 70—80 árin hefir yfirleitt verið góð. Því
er það, að vér getum ekki annað en borið hlýjan hug ti!
sambandsþjóðar vorrar, þrátt fyrir allt og allt, sem vér
kynnum að geta munað Dönum, og þá einkum dönsk-
um kaupmönnum og dönskum valdhöfum frá undan-
förnum öldum. Það er nú allt gleymt fyrir hina fögru
og göfugu framkomu þeirra þann 1. desbr. 1918, er
hinn danski varðskipsforingi lýsti því yfir fyrir hönd
Danastjói-nar, að ísland væri nú orðið frjálst og fullvalda
ríki í sainbandi við Danmörku, en danskir sjóliðar vott-
uðu hinum unga ríkisfána voruin virðingu sína, um
leið og hann l'laug að hún. Danir misstu ísland, en þeir
unnu Slésvík. Réttlætið hafði sigrað.
ísland var orðið frjálst og fullvalda ríki á pappírn-
um; en það á enn nokkuð langt í land með að verða