Vaka - 01.01.1927, Síða 15
[vaka] SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS. 9
það í raun og sannleika og þannig, að fullveldi vort og
sjálfstæði geti álitizt fulltryggt. Til þessa þarf fyrst og
fremst að verða einhver meiri festa í landstjórninni en
nú er; þá verðum vér og að geta varið land vort bæði
inn á við og út á við, og loks verðum vér að tryggja
svo fjárhagslegt sjálfstæði vort, að vér séum ekki svo
injög upp á aðra komnir, þótt eitthvað kunni á að bjáta.
Lítum fyrst á stjórnarfarið. Jóni Sigurðssyni var það
þegar frá upphafi ljóst, að íslandi yrði aldrei stjórnað
sæmilega frá Kaupmannahöfn, neina skjóta ætti loku
fyrir allar framfarir í landinu. Enda hefir sú orðið
raunin á, að oss fór í'yrst að fara fram, eftir að vér
fórum að eiga með oss sjálfir. Og sá Jón Sigurðsson
þetta í hendi sér. Hann vildi hafa „landstjórnarráð“ á
íslandi, er stæði fyrir stjórn allra inála vorra. En um
sjálfa stjórnartilhögunina fer hann svofelldum orðum:
„Til að standa fyrir slíkum málum hér þarf íslenzk-
an mann, sem hafi skrifstofu undir sér, og gegnum
hann ætti öll íslenzk mál að ganga til konungs eða ann-
ara. Ef menn vildi haga þessu svo, að i stjórnarráðinu
væri ávallt fjórir: einn landstjóri eða jarl og þrír með-
stjórnendur, en einn al' þessum þremur væri til skiftis í
Kaupmannahöfn, sem forstöðumaður hinnar íslenzku
skrifstofu, sýnist sem það mætti allvel fara. Stjórn-
arráðherrarnir og jarlinn ætti þá að bera fram fyrir al-
þingi erindi af konungs liendi og taka við þjóðlegum er-
indum þingsins aftur á móti. Þeir ætti og að geta gefið all-
ar þær skýrslur, sem þingið hefði rétt til að krefja af
stjórnarinnar hendi, og yfir höfuð að tala hafa ábyrgð
stjórnarinnar á hendi fyrir þjóðinni".
Hér er eins og menn sjá stungið upp á íslenzkum
jarli eða landstjóra, tveim ráðherrum búsettum á ís-
landi og einum ráðherra, er dveldist öðru hvoru í Kaup-
inannahöfn. Nú vita menn á hinn hóginn, að ráðherra-
stjórn vor liefir enga festu og því síður ákveðna stefnu-
skrá til lengri tíma. Vér getum haft einn ráðherra í dag