Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 27
[vaka]
LÖG OG LANDSLÝÐUR.
21
samgróin eru lögin þjóðlífi voru? Hversu vel eiga laga-
reglur vorar að efni til við lífskjör þjóðarinnar, hversu
vel samsvara þær réttlætishugsjónum hennar, hversu
vel hlúa þær að menningarviðleitni hennar? Hvernig
er lögum fylgt í landinu, bæði af þeiin, sem lagastjórn-
in er á hendur falin og öllum almenningi, hvernig er
varið þekkingu manna á lögum og rétti, skilningi
manna á hlutverki þeirra og virðingu manna fyrir
þeim? Þetta allt og fleira kemur þar til greina.
Ég get búist við, að sumir segi, að þetta alll sé að
minnsta kosti í viðunanlegu horfi hjá oss, sízl verra en
hjá öðrum þjóðum. Þeir menn kunna að vitna til rétt-
aröryggisins í lándinu og hagskýrslnanna sínu máli til
styrktar. Réttaröryggið er eitt af því, sem vér erurn
vanir að stæra oss af við útlendinga. En hræddnr
er ég um, að vér segjum þar ekki nema liálfan sannleik-
an, og því miður munu þeir vera fleiri en skyldi, við-
skiftaménn vorir í öðrum löndum, sem hafa noltkuð
aðra sögu að segja af íslenzltu réttaröryggi. Hagskýrsl-
urnar sýna að síðustu áratugi fækkar sakamálum all-
staðar nema í Reykjavik. En þeim er vart að treysta.
Þær segja tölu málanna en ekki tölu hrotanna, og sér-
stakar ástæður eru til þess, að þær eru ekki sambæri-
legar við eldri skýrslnr. Það er hin mikla breyting, sein
orðið hefir á meðferð ákæruvaldsins á síðari timum.
Það þarf ekki lengi að hlaða í dómasafni landsyfir-
dómsins til að sjá það, að mörg sakamálin fram að
aldamótum og enda lengur, eru útaf smábrotum, sem
ákæruvaldið nú myndi loka augunum fyrir. Þessi lin-
kind er að sumu leyti framför. Ákæruvaldinu var stund-
um áður beitt óþarflega harðneskjulega. En að öðru
Jeyti er það áreiðanlega al'turför. Það er sú miskunn, sem
Hallgrímur Pétursson nefndi skálkaskjól, sem þar er
að verki. Er þetta einn þátturinn í þeirri veiklun stjórn-
valdsins, sein svo mjög hefir borið á hér á landi á síð-
ari árum. El' vér eigum að vera hreinskilnir, Jiá liygg