Vaka - 01.01.1927, Síða 28
22
ÓLAI’UR LÁRUSSON:
[vaka]
ég, að vér getum ekki stært oss aí' réttaröryggi voru, eða
að vér a. m. k. hvorki getum þakkað það góðum lögum
né ötulli valdstjórn. Satt er það, að sum brot eru fátíð-
ari hér að tiltölu en víðast hvar annarsstaðar, svo sem
ofbeldisverk. En hæði mun það stafa af skapgerð þjóð-
arinnar, og ekki síður af því, hve lítil áfengisnautn er
liér á landi, en slík l)rot eru oftast framin undir áhrif-
um áfengis. En í ýmsum greinum öðrum erum vér sízt
hetri en aðrar þjóðir. Allir, sem nokkuð þekkja til við-
skiítalífsins, vita, að i þeim efnum hefir viðgengist ým-
iskonar óreiða, sem ætti að sæta refsingu og hefði sætt
refsingu fyrir nokkrum áratugum, en nú er látin af-
skiftalaus. Það afskiftaleysi er engan veginn hollt,
hvorki fyrir viðskiftalífið né þjóðlífið i heild sinni.
Þess verður og að gæta, að mikill meiri hluti fulltíða
manna í landinu er alinn upp við fábreytt sveitalíf og
býr að því enn. Eftir nokkur ár verður því ekki lengur
að fagna. Nú er orðin sú stórkostlega hreyting á þjóð-
lifi voru, að helmingur landsmanna er orðinn kaupstað-
arlniar. Þar vex upp ný kynslóð og ennþá er óséð hvern-
ig hún gel'st, en víst er það, að svo stórfeld og skyndi-
leg breyting er ekki hættulaus. Og svo langt erum vér
þegar komnir í horgarlífinu, að í höfuðstaðnum a. m.
k. höfum vér eignast stétl manna, að vísu ekki fjöl-
menna, sem lifir á lögbrotum, áfengissölu o. þ. h.
Þetta atriði, hve milcið kveður að refsiverðum lög-
J rotum, er ekki nema ein hlið þessa máls, og ekki sú,
sem mestu skiftir, enda eru lögbrotin að eins ein af-
leiðingin af þeirri veilu í þjóðlífinu, sem flest mein
þess eru frá runnin, veikri þjóðfélagshneigð. Menn
líta, og hafa litið, tvennum augum á afstöðu einstak-
lingsins til þjóðfélagsins. Önnur skoðunin er sú, að
hver maður sé heimur út af fyrir sig og lifi lífi sínu
fyrir sig og sjálfs sín vegna. Persónuleikur hans njóti
sin hezt og þroskist bezt ef hann sé sem óbundnastur af
samlífinu við aðra menn, af þjóðfélaginu. Aðrir benda