Vaka - 01.01.1927, Side 32
'26
ÓLAFUK LÁRUSSON:
[ vaka]
i'rumvöri) gerð að bókinni. Var jafnan við því búist, að
verkinu yrði von bráðara lokið, en meðan á því stóð, var
tekin upp sú nýbreytni, að lögleiða hér á landi heila kafla
úr erlendum lögum, aðallega hinni norsku iögbók Ivrist-
jáns 5. Mun það í fyrstu hafa átt að vera að eins bráða-
birgðaráðstöfun, en sum eru þau lög enn í gildi. Oft yar
þessari lagasetningu hagað svo, að mikil óvissa var á
því, hvað lögleitt hefði verið. 2. maí 1732 voru þannig
Norskulög lögleidd liér á landi „saavidt Formaliteten
og Processernes Maade angaar“. Nánara var þar eigi
komizt að orði. Tilætlunin með þessu var sú, að lög-
leiða réttarfarsreglur Norskulaga hér á landi. En sá
var hængurinn á þessari lögleiðslu, að í Norskulög-
um eru ýms ákvæði, er deila má um hvort séu
réttarfarsreglur eða eigi. Óvissan, sem af þessu leiddi, er
cnn ekki horfin með öllu. í þessa stefnu var haldið á-
fram út 18. öldina og framan af 19. öldinni og ldykkt
lit með tilskp. 24. jan. 1838, er lögleiddi hér á landi refsi-
lög Dana og lög þeirra um meðferð sakamála, þau er þá
giltu, án frekari greinagjörðar á því, hver þau væru. En
refsilög Dana voru þá á miklum tvistringi, og jægar al-
mennu hegningarlögin voru sett hér 18fi9, voru numdir
úr gildi ekki færri en 11 kapítular heilir í Dönskulög-
um Kristjáns 5., nálægt 200 greinar aðrar í sömu lögbólc
og yfir 50 sérstök refsilagaboð yngri. Auk þessarar lög-
leiðslu á heilum þáttum úr rétti annara þjóða, voru
send hingað fjöldi af einstökum lögum dönskum eða
norskum. MikiII hluti þessara laga var aðeins til á
dönsku, ef lög voru til á íslenzku, þá var það aðeins
í þýðingu, en danski textinn frumtexti þeirra, er réði,
ef á skildi. Fór því svo, að mestur hluti af lögum lands-
ins var á máli, sem allur þorri landsmanna skildi eigi.
Af þessari löggjafaraðferð og af Hafnarnámi íslenzkra
l igamanna leiddi það, að mikil óvissa varð á því, hver
lög giltu, og dómarar beittu stundum, dómgreindarlít-
ið, erlenduin löguni, sem aldrei höfðu verið lögleidd