Vaka - 01.01.1927, Síða 34
ÓLAFUR LÁRUSSON:
2ÍÍ
VAKA
jnargt t'leira mætti tel ja. Af þessu öllu leiðir það, að lög-
gjöi'in er óljós og óaðgengileg. Þess verður og að geta,
að rikisvaldið hefir vanrækt þá skyldu sina, að sjá um
að lög landsins væru til i útgáfu handhægri fyrir al-
menning. Lögin öll, sem sett hafa verið eftir 1910, eru
að eins til í Stjórnartíðindunum, en þau eru liæði óað-
gengileg og á fárra manna hönduni. Lagasafn handa al-
þýðu, sem nær til 1910, er bæði ófullkomið og svo úr
sér gengið, fyrir breytingar þær, sem síðar hafa orðið,
að það kemur ekki að notum.
III.
Af þvf, sem hér hefir verið sagt, geta menn séð, hvernig
löggjöf vorri er háttað nú á tímum. Fáeinar greinar úr
Jónsbók eru enn í gildi, en annars er Iöggjöfin öll dreifð
i fjöldamörgum einstökum lagaboðum, eldri og vngri,
samhengislausum og á tvistringi. Oftar en einu sinni
liefir verið á það rninnzt, að .úr þessu þyrfti að bæta með
einhverjum hætti. Hér skal að eins nefnd grein, er Lárus
H. Bjarnason ritaði um þetta efni í Andvara 1915. rJ'iI-
l.ögur manna hafa flestar hnigið að því, að safnað væri
saman í bálka þeim lögum, er saman eiga, en nú eru
á víð og dreif. Helir nokkuð verið að því gjört og er
það til bóta. En ég vil ganga þar feti framar en þeir,
sem hingað til hafa á málið minnzt, og leggja til, að
samin verði og sett lögbók handa íslendingum.
Ég get búist við, að sú tillaga sæti ýmsum andmælúm
og skal ég þá fyrst geta þess, að skoðanir manna eru
nokkiið skiftar um nauðsyn og gagnsemi settra laga.
Lög eru tvennskonar. Annars vegar eru sett lög, þ. e.
réttarreglur þær, sem þeir valdhafar i þjóðfélaginu hafa
sett, er lil þess eru bærir. Hjá oss ber nú mest á þeim
settu lögum, er hið almenna löggjafarvald, alþingi og
konungur í sameiningu, hafa sett. Hins vegar eru rétt-
arreglur þær, sein ekki eru settar með þessum hætti,
og eru þær nefndar lögvenja. Það eru réttarreglur þær,