Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 42
SIGURÐUR NOHOAL:
[vaka]
;k>
magnið svo þœgilegt, að jafnvel í Reykjavik vill eng-
inn missa það.
Eitl aí' því, sem vakti athygli mína og aðdáun á ferð
minni um Skaftafellssýslur í sumar, voru rafstöðvarn-
ar. Þær eru þar á allmörgum bæjum og orkan nægilega
mikil til þess að rafmagnið geti sýnt alla kosti sína.
Þar eru ekki einungis Ijós í hverju horni i bænum,
heldur i útihúsum og úti á hlaði. Fyrir utan vinnu-
sparnað fyl'ir kvenfólkið, sem losnar við alla stein-
olíulampa, gerir þetta alla útivinnu á vetrarkvöldum
auðveldari og drýgri. Allur matur er soðinn við raf-
magn, og er erfitt að gera sér grein fyrir þægindum
þeim og hreinJæti, sem það hefur í för með sér, að
þurla aldrei að kveileja upp eld, hafa ætið nóg heitt
vatn o. s. frv. Og Joks er nóg orlca til hitunar, og hina
léttu rafmagnsofna má flytja lierbergi úr herbergi, eft-
ir því sem á þeim þarf að halda. Allt þetta er Jíleast
æfintýri, þegar það er borið saman við gamla lagið.
Ifændaöldungurinn Ari Hálfdanarson á Fagurhóls-
mýri komst heppilega að orði við mig, er hann lvvaðst
nú hafa lifað tvö tilliugalíf, annað í elli sinni með raf-
magninu.
Aulc rafalsins geta vatnsvélarnar rekið ýmis önnur
tæki. VatnsvéJin á FagurlióJsinýri snýr kvörn, hverfi-
sleini og rennismiðju og blæs að kolum i smiðjuaflinum.
Vatnsvélin í Hólmi snýr sög. En ekki er minnst um
það vert, að þar sem rafstöðvarnar eru, má hafa allt
sauðatað til áburðar. Mikil vinna sparast, sem áður
liefur farið í að gera taðið að eldiviði, og túnin má
auka og rækta betur. Á Kirkjubæjarklaustri er byrjað
að græða út stórt tún í kringum beitarhús uppi í lieið-
inni, en lil þess var ekki að hugsa meðan allt taðið
þurfti að flytja heim til eldsneytis.
Suinir munu halda, að Skaftfellingar hafi orðið á
undan öðrum í þessu efni af þvi, að staðhættir sé þar
sérstaklega auðveldir. Nú er að vísu nóg vatn í Skafta-