Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 62
SIGURÐUR NORDAL:
VAKA
5B
færri koma fíkjurnar í hvern hlut. Þegar hann hefur
skift upp gráfíkjunum, á hann ekkert sjálfur.
Síðan les hann sögubókina á kvöldvökunni. Og nú
gerast furðulegir hlutir.
Þar sem hver maður fékk ekki nema sinn afskammt-
aða hlut af gráfíkjunum, fær hver áheyrandi í sinn hlut
söguna alla og óskifta. Og það lig'gur við, að skemmtun-
in verði meiri fyrir hvern einstakling, ef margt fólk
er í heimili og ánægja hvers hefur áhrif á annan (smbr.
það sem að framan er sagt um næmleik tilfinninga).
Aíaðurinn, sem keypti sögubókina og las hana, á hana
eftir sem áður. Og þó er enn undarlegast að hugsa um,
að þessi sama bók getur dreifzt út um heiin í þúsund-
um eða milljónum eintaka, verið heil á hverjum stað
cg jafnvel því betri í hverjum stað, sem hún skiftist
meir, af þvi að menn lesa bók með meiri athygli og
eftirvæntingu, ef hún er víða fræg..
Tilverunni gæti vel verið svo háttað, að ekki væri
nema eitt eintak til í veröldinni af hverri bók, eins og
ekki er til nema ein Hekla, einn Dettifoss, einn
Kohinoor (stærsti leiltursteinn veraldar), ein Mona
Lisa, ein Rómaborg. Vel mætti líka hugsa sér, að ekki
gæti nema einn maður komizt að þvi að lesa hverja bók
í einu. Mann sundlar við að hugsa um þær upphæðir,
sem þá yrði greiddar fyrir að fá að lesa Nýja testa-
mentið, Varnarræðu Sókratesar, Hamlet, Faust, o. s.
frv., hvað þá fyrir eignarhald á slíkum gripum. Mér er
jafnvel nær að halda, að hér á íslandi yrði eintakið af
Njálu metið á við meðaltogara og borgað fyrir leyfi
til að lesa hana eins mikið og heils dags stangarveiði
í Elliðaánum. Nú telja menn eftir að greiða andvirði
pappirs og prentunar til þess að eignast bók. Hitt er
ekki talið nema sjálfsagt, að sjálf bókin, þ. e. a. s.
andinn, sé ókeypis eða því sem næst. Örlætið í and-
ans heimi er svo gegndarlaust, að menn gleyma, hví-
líkt kraftaverk það er og meta það að engu. Menn geta