Vaka - 01.01.1927, Side 64
SIGURÐUR NORDAL:
[vaka]
.58
En enginn kann að mæla frumleik í hugsun, göfgi til-
finninga né siðferðisþrek. Þar verða menn eftir sem
áður að baslast áfram með hinn talnalausa mælikvarða,
sein hverjum manni er í brjósti fólginn. Þetta þykir
tilrauna-sálarfræðingum óvísindalegt og vilja helzt
þurka þessa ómælanlegu eiginleika út úr sálarfræðinni
— eða jal’nvel sálinni. Svipað mætti henda á í ýmsum
vísindagreinum. í bókmenntafræði reikna mælinga-
inenn út hlutfall milli nafnorðatölu og sagnorðatölu í
ritum höfunda, i málfræðinni beita þeir vélum sínum
við yzta borð orðanna: hljóðin. f þessi vísindi vantar
ekkert, nema sálina. Takmarkið virðist vera að gera
inennina vélar eða vélaþjóna, og láta ineð því móti alla
standa jafnt að vígi, heimskingja og vitmenn. Ef mæl-
ingarnar næði takmarki sínu, myndi menn á endan-
um verða jafnblindir á sálarlíl' sitl og annara og úr og al-
manök hafa gert þá hlinda á stjörnugang og sólarfar.
Þeir myndi þá ganga ineð manngildiskvarða í vasan-
um og leggja hann á hvern nýjan kunningja. Og ætti
þeir um tvær konur að velja, myndi þeir Ieggja þær inn
á hagstofu, láta reikna þær út og íneta til hundraða, og
híða hlutlausir úrslitanna.
En líklega tekur heilbrigður mannskapur í taumana,
aður en svona Jangt er komið. Þó er ekki þar með sagt,
að inannkynið verði ekki áður farið að bíða tjón á sálu
sinni af mælingafaraldrinum. Skal eg nú víkja að einu
atriði, sein tími er til kominn að gefa gaum hér á landi.
Oss íslendinga vantar sæmileg orð til þess að greina
á milli þeirra þroskastiga, er kölluð eru civilisation og
kultur á Norðurálfutungum. Vér tölum þó um siðaðar
þjóðir og menningarþjóðir, og mætti því í bráðina kalla
þetta siðun og menning.
Siðunin nær til ytra borðsins og er í raun og veru
helzt fólgin í valdi manna yfir náttúrunni, efninu. Slíku
valdi ná menn helzt þar sem margir eru saman komn-
ir á litlum hletti. Þess vegna er civilisation (civis, borg-