Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 67
[VAKA ]
SAMLAGNING.
61
menntaðan íslenzkan sveitamann. Ofan í krakkann hef-
ur allt verið mælt og hann er taminn við að skila því aft-
ur í mælikvarðann. 1 honum er lítið, sem verður ekki
mælt. Heimilið hefur varpað áhyggju sinni upp á skól-
ann, skólinn miðað við að gera úr honum góða próf-
vöru. Sveitamaðurinn hefur tekið við því, sem lífið og
tækifærin réttu honum. Honum hefur farið eins og mál-_
tækið segir: misjafnir eru blinds manns bitar. Hann veit
ekki sumt af því, sem sjálfsagðast er talið í skólum, sum
írumatriði sögu, landafræði og náttúrufræði. En svo
veit hann líka ýmislegt langt fram jdir það sjálfsagða,
cg það er sennilegt, að það komi honum miklu meira
við en t. d. eyjanöfn í Austurlöndum. Og í hugsun hans
hýr skilningsþrá og þekkingarþörf margra kynslóða,
sem hafa baslað við að ráða rúnir tilverunnar i einveru,
frammi fyrir tígulegri og ægilegri náttúru, og átt kost
á miklu ininni fræðslu en þær þyrsti í. Fæst af þessu verð-
ur mælt. En hér er oft horft við lífinu með þeim hætti,
að skólagengni maðurinn mætti óska sér að geta lært það,
ef slíkt yrði yfirleitt numið. Og ekki veit eg annan sorg-
legra vott grunnfærrar hugsanar en þegar íslendingar,
sem lítt hafa verið að heiman búnir og því fengið glýju
í augun af erlendri skólagöngu, setjast á dæinistól yfir
íslenzkri þjóðmenningu með erlendan mælikvarða í
höndum.
Einmitt ineðan eg er að ganga frá þessari grein berst
mér í hendur svo átakanlegt dæmi þessa hugsunarhátt-
ar, að mér þykir rétt að tilfæra það hér. Það er úr ferða-
pistli eftir Steingrím kennara Arason, rituðum í Los
Angelos 27. júlí 1926, en prentuðum í Morgunhlaðinu
1. sept. Þar segir svo m. a.:
„Skrifleg próf og mælingar hafa stórum vaxi'ö og tekið fram-
förum. Hér gæti ekki átt sér stað, eins og heima á kennaraþinginu
í fyrra, að rökrætt yrði um, hvort gott væri að hafa slíkar mæling-
ar. Það er orðið inargsannað og viðurkennt að það margborgar sig.
Eg var inni í skrifstofum, þar sem mér voru sýndir mælikvarð-
arnir. Hér í borginni, sem hefur rúma milljón ibúa, eru öll hörn