Vaka - 01.01.1927, Page 68
SIGURÐUR NORDAL:
lvaka]
62
prót'uíS tvisvar á ári í aöalnámsgreinum og vitpróf fá öll börn.
25.000 dollurum er varið fyrir efnið, þ. e. mælikvarðana sjálfa.
58 sálarfræðingar vinna að prófunum og fá að jafnaði 2000 £ á
ári hver. Með þessu móti er hægt að fá glöggva hugmynd um hæfi-
leika og hneigðir barnsins frá upphafi“ o. s. frv.
Hér vantar ekki hikleysi þess manns, er reisir full-
yrðingar sinar á bjargi tölvísinnar. Mönnum er ægt með
háum tölum. Eitthvað ætti að mega gera þar sem tala
sálarfræðinganna einmitt er hin heilaga tala 38 (smbr.
hið fornkveðna: það er líka þarft í búi: þr játíu og átta
bnappeldur) og rúmum 100000 dollurum er varið í efni
og vinnulaun. Enda er líka „með þessu móti“(!) hægt
að þekkja börnin út i æsar. Það er ekki furða þó að það
frá þessum sjónarhól sjáist skýrt, hvílík ósvinna það er,
að íslenzkir barnakennarar sltuli á þingi sínu hafa leyft
sér að rökræða, hvort gott væri að hafa slikar mæling-
ar. Slíkt gæti ekki „átt sér stað“ í Ameríku. Það er þó a.
m. k. huggun, að ein þjóð skuli vera komin svo langt, að
hún metur röksemdir dollaranna meira en rök hugsun-
arinnar. En hvernig getur Steingrímur Arason leyft sér
að segja, að það sé margsannað, að mælingarnar marg-
horgi sig? Hvar eru þær sannanir? Þessar mælingar eru
tiltölulega nýjar. Þær eru enn á tilraunastigi. Börnin,
sem þeim hefur verið beitt við, eru fæst fullþroska, sízt
fullreynd í lífinu. Er ekki litið hér á hlutina með aug-
um barnakennarans, sem fylgir börnunum að prófborð-
inu og ekki lengra? Eg skal trúa því, að amerísk börn
skari fram úr öðrum við próf, þó að eg viti það ekki.
En skara Ameríkumenn fram úr öðrum þjóðum að
menntun og menningu? Eru þeir ekki í þeim efnum að
mörgu leyti énn frumbýlingar, þó að þeir viti það ekki
né vilji \ita sjálfir, og hylji það með tækni sinni, auði og
auglýsingum ? Það er á fullum þroskaaldri, milli þrítugs
og sextugs, sem manninn skal reyna, en ekki um og
fyrir fermingu. Honum kemur lítt í hald að hafa geng-
ið í góðan skóla, ef honum hefur verið tyllt þar í óeðli-
lega hæð með allskonar fræðslubrögðum, svo að honum