Vaka - 01.01.1927, Side 83
[ VAKA
GENGI.
77
öllu, því hvergi eru meiri sveiflur í framboði og eftir-
spurn en hér á landi, og fer það allt eftir árstíðum og
árferði. Ef framboð og eftirspurn væri eini leiðarsteinn-
inn um gengisskráningu, þá væri örvænt um nokkura
festu i gengi hjer á landi, þar til gullinnlausn væri aft-
ur tekin í lög seint og síðarmeir. En svo er fyrir að
þakka, að til þessa höfum vér íslendingar einir skráð
opinberlega gengi íslenzkrar krónu, og ættum vér að
færa oss það í nyt, — og eins hitt, hvað gjaldeyrisverzlunin
er hér á fáum hönduin, — þannig, að þjóðhagslegar á-
stæður verði látnar ráða mestu um skráninguna. Verð-
breytingar gjaldeyrisins hafa hin skaðlegustu áhrif, og
valda sennilega meiri truflun hér á landi en víðast hvar
annarsstaðar, vegna hins langa umsetningartíma aðal-
atvinnuvega vorra, landbúnaðar og sjávarútvegs. Verð-
hreytingar gjaldeyris þurfa að vísu ekki að hafa mikil á-
hrif fyrir þá, sem eiga handbæra peninga og geta á hverri
stundu ráðstafað þeim eins og hagkvæmast er, en fyrir
atvinnuvegi landsins, sem að miklu leyti eru reknir með
lánsfé, er binda þarf til allt að eins árs, og miklum fasta-
skuldum á framleiðslutækjunum, er standa til lang-
frama, eru allar verðbreytingar hinar örlagaríkustu.
Ekki verður sagt, að Alþingi hafi enn tekið ákvörðun
um gengismálið, þvi þó nú standi í lögum nr. 9, 27. mai
J925, að stefna beri að því „að festa gengi islenzks
gjaldeyris og stuðla að varlegri hækkun krónunnar“, þá
verður ekki sagt, að þar sé um fasta eða skíra stefnu að
ræða: Annaðhvort eða, og engin ákvörðun um það,
hvora leiðina skuli taka! Meðan vilji þings og þjóðar
er svo óljós, virðist réttarvernd þegnanna fyrir kröfur
sínar og skuldbindingar harla bágborin. Slík réttarvernd
mundi ekki þykja góð A öðrum sviðum.
Lausgengið-. — Lausgengið er upphaf óreiðu og spill-
ingar. Allir samningar, áætlanir og ráðstafanir eru gerð-
ar á hverfanda hveli. Ivrónan er þar mælikvarðinn, og
ef hann brevtist, fer allt öðruvísi en ætlað var. Fyrir-