Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 85
L'vaka]
GENGI.
7»
fær oss. Svo hugsa jafnan þeir, sem einblína á af-
leiðingarnar og gera sér ekki grein fyrir orsökunuin.
Gengið hefir, eins og áður hefir verið bent á, sínar or-
sakir, sem tökum má ná á. Stefna seðlabankanna í
útlánum þeirra ræður mestu um kaupmátt og verðlag,
og verðlagið er mælikvarðinn fyrir réttu gengi, þó því
sé ekki ætíð að fagna, að skráning gengisins sé hagað
eftir því, hvað verðlagið segir, eða miðuð við það, hvaða
gengi hefir bezt skilyrði til að geta staðið óhaggað.
Ráðin eru til, ef þing og stjórn vilja beita þeim, til að
ná því takmarki, er þingviljinn, sem birtist i atkvæða-
greiðslum Alþingis, setur. f gengismálinu næst tak-
inarkið ekki af sjálfu sér, heldur einungis með sjálf-
ráðum athöfnum. En takmarkið á Alþingi að setja
skýrum stöfum.
Óljós von um hækkun. — Fyrri leiðin, sem um
er að ræða, er hækkun gengisins upp í hið gamla gull-
gildi og siðan krónan fest þar. Ósjálfrátt hallast allur
almenningur fyrst að þeirri stefnu. Það er tilfinningin fyr-
ir því, að gjaldeyririnn eigi að hafa fastan kaupmátt,
sem ræður því. Að óhugsuðu máli bendir sú tilfinn-
ing fyrst til hins gainla gullgildis. Menn ala á óskýrri
von um, að gamla gullgildið lcomi svo að segja af sjálfu
sér og þá tai allir órétt sinn bættan. Lærðir og leikir
litu björtum augum á hækkunarmöguleikana fyrir
nokkrum árum. Gengishrunið var sett í samband við ó-
hagstæðan greiðslujöfnuð í erlendum viðskiftum, og
sterkar vonir um viðreisn byggðar á innflutningshöft-
um og öðrum slíkum ráðstöfunum, sem litt hefðu háð
þjóðinni. Sambandið milli gengis og verðlags, sein mestu
ræður, var fæstum, ef nokkrum, ljóst. A. m. k. var
ekki á það bent, að innflutningsbönn eiga frekar þátt í
að hækka verðlag á þeim vörubirgðum, sem til eru í land-
inu, og skapa því fremiur skilyrði fyrir gengislækkun-
en hækkun, ef nokkuð er. Greiðslujöfnuðurinn við út-
lönd þarf ekki að hafa áhrif á gengið, hvort sem hann er