Vaka - 01.01.1927, Page 87
VAKA ,
GENGI.
81
engin sainkeppni um leigjendur. Iðnaðarinenn inynda
með þegjandi samkomulagi eða samtökum smáhringi.
Kaupmenn gera hvorttveggja, að keppa og vinna
saman að því að halda vöruverði uppi. Inn-
Jenda verðlagið spyrnir þannig móti lækkunartil-
raunum, þar til peningaleysi almennings þrýstir því
niður með harmkvælum. Verkföll og gjaldþrot verða
daglegir viðburðir, neina haldið sé áfram meiri seðla-
útgáfu en sem svarar genginu til framleiðslu á vörum,
sem seljast með tapi. En þá helzt verðlagið of hátt og
skuldir safnast innanlands og utan, þar til allt spring-
ur og gengið leitar aftur i sinn rétta farveg.
Skuldabyrðin. — En taldst nú að koma verðlag-
inu niður til jafns við hið hæl<kaða gengi, þá er þó ekki
þar með búið. Skuldabyrði atvinnuveganna, sem mynd-
ast liefir við lágt gengi, verður og að laga sig eftir hæklt-
uninni. Annars ber reksturinn ekki afborganir og vaxta-
greiðslur. En það er þrautin þyngri, að borga af skuld-
um, sem haldizt hafa óbreyttar að nafnverði, en aukast
að gullgildi, á tímum fallandi verðlags. Arði til skulda-
greiðslna er vart að búast við, fyr en jafnvægi er kom-
ið á verðlagið, og lengist þá enn sá tími, sem þarf til
að atvinnulífið komist aftur i heilbrigt hort'. Skuldir í
erlendum gjaldeyri þyngjast að vísu ekki, því nafnverð
þeirra í ísl. kr. fer eftir genginu. En þær léttast ekki heldur,
því sama erfiðið fer eftir sem áður til að framleiða vör-
urnar, sem þær eru greiddar með. Allar milliríkja-
greiðslur fara í rauninni fram í vörum eða vinnu, og þeg-
ar þeim krónum fækkar, sem greiða þarf til útlanda, þá
fækkar og að sama skapi þeim krónum, sem fást fyrir út-
flutninginn. Hækkunarmönnum haéttir til að færa aðeins
tekjudálkinn, en veruleikinn gleymir ekki gjaldadálkn-
uin í höfuðbók sinni. Það er enginn raunverulegur hagn-
aður að lækkuninni á nafnverði erlendu skuldanna.
Ör eða hægfara hækkun. — Þégar svo þessum þraut-
um er lokið, má ekki búast við löngum hvildartima, þó
6