Vaka - 01.01.1927, Síða 90
«4
ÁSGEIK ÁSGEIKSSON:
VAKA.]
irinn yrði gullgildur á þessari stundu, þá eru skaða-
bæturnar sjaldnast teknar I'rá þeim, sein höfðu hagnað af
tapi innstæðueigendanna á sínum tíma. Það er ókleyft
að komast fyrir um það, hvar sá gróði hefir lent, enda
mun hann mestur nú vera horfinn. Honum hefir meðal
annars verið kastað í sjóinn í mynd óseljanlegrar síldar
og önnur forlög hans eru eftir því. Skaðabæturnar til
þessara fáu kröfuhafa mundu lenda á þeim atvinnu-
rekstri, sem nú er við iíði í landinu, og á fullörðugt
fyrir. Er þesskonar réttlæti kallað að hengja bakara
fyrir smið. Með illu skal illt út drífa, segja menn, en
ekki mun það almenn réttlætistilfinning, að einum skuli
bæta með því að annar verði fvrir ranglæti. Það, sem
einn hefir grætt og annar tapað við verðlags- og gengis-
breytingar undanfarinna ára, verður aldrei að eilífu
jafnað með nýjum breytingum. Hjóli tímans verður
ekki snúið aftur á hak.
Yngra sparifé. En nú er þess að gæta, að lang-
samlega mestur hluti þess sparifjár, bankainnstæðna og
skuldakrafna, sem nú eru í gildi, er til orðið á verðhækk-
unar og Iággengistíinum. Sparifé og bankainnstæður
jukust frá 1914 til 1920 úr 11,7 milljónum króna upp í
42,8 milljónir. Fjársöfnun þessi stafar lrá því seðlaflóði,
sem olli gengishruninu. Meðan tap var á atvinnuveg-
unum, safnaðist sparifé fyrir. Allt slikt fé er „geymd
kaupgeta“, og nú munu eigendurnir ekki fá minni gæði
fyrir peninga sína en þegar þeir lögðu það i handrað-
ann, og flestir þó meira. Þeir eiga enga kröfu til, að
kaupmáttur þess fjár sé aukinn umfram það, sem hann
var, þegar það var dregið saman. Til þess hafa þeir
ekkert unnið. Það væri óverðskuldaður vinningur. Þessi
rangláti gróði mundi með gengishækkuninni flytjast
yfir á reikning atvinnuveganna gjaldamegin. Þeim væri
fært það til skuldar. Og hafa þeir þó ekki annað til
unnið en að taka lággengisseðla að Iáni til ávöxtunar.
* Vextir munu þó það háir hér á landi, að ekki sé ráð-