Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 93
V A K A
GENGI.
87
ánn til hækkunar, en það var að nota veltiárið 1924
ineira en gert var. Þó er ekki ástæða til að sýta það,
því engin nauðsyn bar til þess að verja öllum arðinum
uf ]ní veltiári og meiru til í gengishækkun. Nú er ekki
hægt að hyggja hækkunarstefnu á velgengni atvinnu-
veganna. Miklu fremur er nú ástæða til að byggja von-
ina um góða afkomu atvinnuveganna á föstu gengi.
Hækkunin mundi setja þjóðfélagið aftur um áratugi.
Margar hinar brýnustu þarfir þjóðfélagsins hafa fengið
að bíða heilan áratug. Kröfurnar um auknar fram-
kvæmdir, vegi, brýr, skóla, sjúkrahús, ræktunar- og
liúsagerðarlán og jafnvel járnbraut eru orðnar hávær-
ár. í þeirn lýsir sér enginn hækkunarvilji. Ranglæti
gengishækkana eykst með hverju árinu, sem líður, unz
engum er gert rétt, heldur öllum rangt. Að því stefnir
hin „hægfara" hækkun.
Festing. Vér eigum því varl annars úrkostar en
að velja liina leiðina, að festa verðgildi islenzkrar krónu
sem næst núverandi sannvirði hennar. Það ranglæti,
sem menn hafa orðið fyrir vegna gengisbreytinga, er
í flestum tilfellum óbætanlegt öðruvísi en drýgt sé um
leið ennþá meira ranglæti. Atvinnuvegirnir þola illa
hækkun, enda er það ekkert aðalatriði, hvar gengi er fest,
heldur hitt, að það haldist óhaggað. Haldist það óhagg-
að til langlrama, fara áætlanir að standast og atvinnu-
rekstur að bera sig. Framtakssemi vex og afrakstur
borgar tilkostnað. Sá, sem semur um kaup, fær þann
kaupmátt, sem til hefir verið ætlazt. Sá, sem safnar fé,
veit hvað hann eignast. Sá, sem ræðst í framkvæmdir til
margra ára, veit hvers hann má vænta. Verðbreytingar
verða hinar sömu og á heimsinarkaðinum. Hjá þvi
verður vitanlega aldrei koinizt. Lággengi er ekki lengur
lággengi, þegar búið er að festa það. Þá verður það
jafn eðlilegt og hið háa gullverð gjaldeyrisins var áður.
Þó l'est verði verðgildi peninganna með þessum hætti,
þá verður þar fyrir engin röskun á núverandi kröfum