Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 100
94
ÁIiNI PÁLSSON:
VAIvA
þinginönnum að vera alveg hreinir mn hendurnar til
lengdar, þótt þeir styngi ekki einuni einasta rangt'engn-
um eyri í sinn eigin vasa.— Ekki stendur mönnum þó síð-
ur stuggur af þeirri pólitísku bardagaaðferð, sem nú
tíðkast i flestum þingræðislöndum. Stjórninálamenn-
irnir láta sér allt að vopni verða. Við kjósendur sína
beita þeir ógeðsleguin fagurgala, andstæðinga sína of-
sækja þeir og hundbeita á allar lundir, en lvgar og mút-
ur ráða oft úrslitum mála, liæði innan þings og utan.
Þessi pólitíska spilling eitrar svo andrúmsloftið í þjóð-
félögum álfunnar, að þeim er voði búinn. Þá telja
og flestir vitrir inenn hinn mesta ófagnað að hinni hóf-
lausu lagasmið þinganna. Þau rembast flest eða öll eins
og rjúpa við staur að unga út nýjum lögum, sem færri
eru þörf en óþörl' og hafa vitanlega margvíslegan til-
kostnað og vafstur í för með sér, bæði beinlínis og ó-
beinlínis. Vinnuaðferðir þinganna eru og oft mjög í-
skyggilegar, inálunum hroðað af eí'tir því sem bezt viJI
verkast og málalok oft undir tilviljun komin. — Þingin
virðasl og allsstaðar hafa ríka tilhneigingu til þess að
seilast út fyrir verksvið sitt. Þau sletta sér fram í um-
boðsstjórnina, skifta sér af embættaveitingum o. s. frv.,.
og trufla á þann hátt allt heilbrigt stjórnarfar. — Það
þykir og víðast við brenna, að þingsætin séu ekki skip-
uð úrvalsmönnum. Lítils háttar menn, sem að öllu öðrir
leyti eru ineðalverð allra meðalverða, búa oft yfir taum-
lausri metorðagirnd og hirða aldrei, hvað þeir vinna til
að svala henni. Þeir komast þvi oft langt áleiðis á
stjórnmálasviðinu. Hins vegar hafa mikilhæfir menn,
sem virðast sjálfkjörnir til þess að vera leiðtogar þjóð-
ar sinnar, oft slika óbeit á hinu pólitíska fargani, að
þeir vilja hvergi nærri því koma og láta hina leika Jaus-
um hala. — Þá er enn ótalin ein hin allra háskalegasta
meinsemd þingræðisins á vorum timum, en það er
í'lokkatvístringin á þingunum. Það mátti heita grund-
völlur hins enska þingrieðis, meðan jiað var og hét, að