Vaka - 01.01.1927, Page 102
!)(> ÁRNI PÁLSSON: Lvaka]
málasaga hans á þá leið, að nokkrir vinir hans skora á
hann að gefa kost á sér til þingmennsku. Hann lætur til
leiðast og að þvi búnu kemur formaður þess kosninga-
félags, sem ætlar að styðja hann, til sögunnar. Fram-
bjóðandinn vill helzt ekkert eiga saman að sælda við
neitt kosningáfélag, en formaðurinn leiðir honum fyrir
sjónir, að þá sé honuin eins gott að sitja heiina og
hreyfa sig hvergi. Því næst er lögð fyrir hann stefnu-
skrá, sem honum finnst bæði óákveðin og tvíræð, en
hann er þá fræddur um, að á þann hátt eigi að beita fyr-
ir kjósendur. Frambjóðandinn sér, að hann verður að
láta svo lítið að þiggja stuðning kosningafélagsins, en
í staðinn verður hann að lofa að berjast fyrir nýrri járn-
braut og mörgum öðrum „famfaramálum", sem formað-
ur kosningafélagsins segist að vísu ekki trúa á, en hin-
ir flokkarnir muni hafa þau á stefnuskrám sínum.
Frambjóðandi nær kosningu, en er á þing kemur er
hann lengi í óvissu líín, að hverjum hinna mörgu siná-
flokka hann eigi að hailast, því að honum virðisl lítið
skilja skoðanir og stefnumið flestra þeirra. En um eitl
áttu þeir allir sammferkt, að þeir vildu hafa einn eða
fleiri sinna manna í ráðuneytinu. Hann segir sig loks i
einn flokkinn og tekur nú til þingstarfa. En þá l'ara
háttvirtir kjósendur hans að gera vart við sig. Þeir sitja
um hann við hvert fótmál og heiinta, að hann útvegi sér
alls konar styrkveitingar, heiðursmerki og önnur slík
fríðindi, og verður hann að verja miklum hluta hvers
dags til þess að verða við bænum þeirra. Annars fer
honum þingstarfið vel lir hendi, hann er málsnjall
maður og vel verki farinn, enda býðst honum ráðherra-
embætti við næstu stjórnarskifti. Fyrst á að gera hann
að flotamálaráðherra, þó að hann hafi aldrei stígið fæti
á skipsfjöl. Hann þverneitar að taka við þeirri stöðu,
og er þá falið annað ráðherraembætti, sem hann treystir
sér betur til að gegna. Þá er hann keinur i fyrsta sinn
í skrifstofu sina í ráðunevtinu sitja fyrir honum tutt-