Vaka - 01.01.1927, Side 103
[vaka ÞINGKÆBIÐ Á GLAPSTIGUM. 97
ugu ungir menn, sem allir vilja verða deildarstjórar hjá
honum. Allir hafa þeir meðferðis öflug meðmælabréf
frá mikilsmegandi kunningjum hans eða kjósöndum.
Hann getur ekki gert tuttugu mága að einni dóttur, en
þorir hins vegar ekki að skjóta skollaeyrum við meðmæl-
unum. Það verður því fangaráð hans, að einn umsækj-
andann gerir hann að deildarstjóra, annan að undir-
deildarstjóra, þriðja að skrifstofustjóra, fjórða að und-
ir-skrifstofustjóra, fimmta að auka-skrifstofustjóra, en
hinir fimmtán verða allir aðstoðarmenn. Síðan er gert
hvert áhlaupið á hann á fætur öðru. Þingmenn leggja
fyrir hann skrá yfir menn, sem eiga að koma til greina
við embættaveitingar, og aðra yfir þá, sem ekki mega
koma til greina. Hann gerir tilraun til að leggja niður
nokkur óþörf embætti, en þá er honum sýnt í tvo heim-
ana. Þingmenn úr báðum deildum, héraðastjórnir og
bæjastjórnir, borgastjórar, — allir, sem vettlingi geta
valdið, rísa á fætur til þess að mótinæla slikum endem-
um, eins og heill og heiður föðurlandsins væri i veði.
Örðugasta verkefni ríkisráðsfundanna er að ráða fram
úr, hvernig synda skuli milli skers og báru i þingsaln-
um, hvernig fyrirspurnum skuli svarað eða þeim af-
stýrt, hvernig auka skuli við eða stýfa frumvörpin, svo
að meiri hlutinn fáist til að fylgja þeim. Málefni rik-
isins eru aldrei þyngsta áhyggjuefni ráðuneytisins, held-
ur veðrabrigðin í þinginu. — Loks er ráðuneytinu
steypt af stóli, og er þá þungum steini velt af brjósti
ráðherrans, sem hafði aldrei getað samið sig fyllilega að
hinum drottnandi pólitísku siðvenjum. Við lok kjörtima-
bilsins er hann ófáanlegur til þess að gefa kost á sér
aftur til þingmennsku og heitstrengir að koma aldrei
aftur í þá veiðistöð.
Póincaré hafði setið á þingi yfir 20 ár, þá er hann
ritaði þetta, og verið fjórum sinnum ráðherra, svo að
hann dæmdi ekki blindur um Iit. Enda mun öllum óvil-
höllum og kunnugum mönnum koma saman um, að
7