Vaka - 01.01.1927, Side 118
112
KITFHEGNIH.
[vaka]
draga á bátinn. l>að er býsna mikill og merkilegur fróðleikur, sein
samankominn er í eitt i þessari bók, og sá fróðleikur á erindi til
margra íslendinga, ]ivi hér á í hlut annar aðalatvinnuvegur ís-
lendinga, er veitir þúsuiidum manna lifsviðurværi. Margjr hafa
unnið að ]>vi að safna þessum fróðleik, bæði fiskimenn vorir og
innlendir og erlendir visindamenn, er fengizt liafa við fiskirann-
sóknir liér á landi. Drjúgvirkastur hefir þó höfundur bókarinnar
verið. Hefir liann i fullan mannsaldur unnið kappsamlega að
fiskirannsóknum hér á landi og stóruin aukið þekkingu vora í
þessari grein.
Iíostur er það á bókinni, að höf. dregur eigi fjöður yfir það,
sem skortir á þekkingu vora um fiskana. Hvarvetna bendir hann
á eyður i þekkingu vorri á Jiessu sviði, sem eftir er að fylla. Eink-
um eru það lífshættir margra fiskanna, sem litt eru kunnir. Það
vantar t. d. mikið á, að vér þekkjum svo vel til „duttlunga" sild-
arinnar svo sein þörf væri á til þess að geta rekið síldarveiði
hér við land með örugguin árangri árlega. Ætti það að vera hvatn-
ing til að hlynna svo sem auðið er að slikum rannsóknum. Og eigi
Jiurfa ungir vísindamenn í þessari grein að sýta yfir því, — eins
og Alexandir mikli forðum, — að eigi verði nægilega mörg óleyst
verkefni handa þeim i þessari grein í nánustu framtið.
Bók þessi er tíinamótarit í íslenzkri fiskifræði. Eggert varalög-
maður Ólafsson og Bjarni Pálsson landlæknir rituðu fyrstir manna
itarlega, og af réttum skilningi, um islenzka fiska i ferðabók sinni,
er út kom 1772. Var það að sjálfsögðu allt ritað á dönsku. Nú
eru liðin 200 ár frá fæðingu Eggerts. Ætti það að vera oss gleði-
efni, að eiga nú visindamann, sem svo rösklega hefir haldið fram
því starfi, er þeir félagar liófu í þessari fræðigrein, að liann á
tvöhundruðasta afmælisári Eggerts skuli geta aukið svo dýrmætri
og merkri bók við bókmenntasjóð vorn setn þessi er. Og eigi verður
það talið liégómi, að vísindarit sem þetta skuli nú vera ritað á
ísienzku, og gefið út liér á landi.
Helzt hefði ég kosið, að „Hið islenzka náttúrufræðisfélag" liefði
nú, á 200 ára afmæli Eggerts Ólafssonar, verið orðið svo öflugt,
að það liefði getað gefið liók þessa út og smám saman aukið við
fleiri ritum í líku sniði um aðra islenzka dýraflokka.
Að málinu á bókinni mætti ef til vill ýmislegt finna á stöku
stöðuin, en út i það skal ekki farið liér. Lakast tel ég, að heiti
ýmissa fiskanna eru iniður vel valin og samþýðast illa íslenzku
máli. AtlantsmnrbendiII, græni marhnútur, punkta laxsíld, Sclimidts
stinglax, Slóans gélgja, slétti langliali og fleiri slik heiti eru ó-
fögur og ó]>ýð i munni, enda munu þau tæpast fá festu í mæltu máli.
Gufím. G. liárðarson.