Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 4
4 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða manni 55,5 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda, sem stöðvaðar voru þegar ágreiningur kom upp um þær við íbúa í nágrenn- inu. Með dómi Hæstaréttar hækkuðu bætur til handa manninum um 35 milljónir, því Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt borgina til að greiða honum 20 milljónir. Maðurinn hófst handa árið 1997 við að reisa 190 fermetra söluskála á lóð við Ánanaust í Reykjavík á grundvelli byggingarleyfis sem hann hafði fengið hjá Reykjavíkurborg. Borgin óskaði síðan eftir að framkvæmdir yrðu stöðvaðar vegna ágrein- ingsins við íbúana. Samkomulag varð um að svo yrði gert og myndi borgin útvega aðra sambæri- lega lóð undir byggingu söluskála. Hins vegar náð- ist ekki samkomulag um aðra lóð. Maðurinn aflaði sér matsgerða, þar sem metið var ætlað tjón hans. Samkvæmt niðurstöðu matsgerðar var hæfilegt markaðsvirði lóðarinnar án gatnagerðargjalda talið vera 42 milljónir. Þá taldi Hæstiréttur að borginni bæri að endurgreiða manninum gatnagerðargjald og beinan útlagðan kostnað við framkvæmdirnar að upphæð 13,4 milljónir. - jss Hæstiréttur dæmdi Reykjavíkurborg til að greiða manni 55,5 milljónir: Hækkaði bætur um 35 milljónir REYKJAVÍKURBORG Dæmd til að greiða manninum 55,5 milljónir. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 9° 10° 9° 12° 12° 9° 9° 9° 24° 12° 20° 10° 24° 3° 12° 17° 8° Á MORGUN 5-10 m/s Hvassast SA-til. SUNNUDAGUR Þykknar upp sunnanlands er líður á daginn. 6 5 4 4 3 5 5 9 5 8 2 10 13 12 9 6 7 6 8 10 10 9 6 4 4 5 7 7 3 2 4 6 HELGIN Í dag er lægð yfi r landinu og nokkuð hvasst víðast hvar, síst NA- til. Helgarhorfurnar eru þó ágætar. Það lægir á laugardag- inn og verður hæg- viðri framan af degi á sunnudaginn. Lítilsháttar úrkomu má vænta í fl estum landshlutum en SV-lands verður víða bjart. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður DÓMSMÁL Sex skuldamál gamla Landsbankans á hendur eignar- haldsfélaginu Imon ehf. verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn kemur. Eitt málanna er langstærst, en þar krefur bank- inn Imon um fimm milljarða króna vegna láns til Imons fyrir kaup- um félagsins í bankanum sjálfum, nokkrum dögum fyrir hrun í fyrra- haust. Imon ehf. er eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Ármann þar sem hann situr einn í stjórn. Félagið keypti um fjögurra prósenta hlut í Landsbankanum fyrir um fimm milljarða 30. september í fyrra og voru kaupin alfarið fjármögnuð með láni frá Landsbankanum. Að veði voru stofnfjárbréf í Byr, en Imon var stærsti hluthafi Byrs. Kaupin eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun, það er að kaupin hafi haft þann tilgang einn að hífa upp virði hlutabréfa í bank- anum. Nú ætlar gamli Landsbankinn í hart við Imon til að reyna að innheimta þessa fimm milljarða króna skuld, auk fimm annarra smærri skulda, en Lands- bankinn var viðskipta- banki Imons. Stofnfjár- bréf í Byr voru að veði fyrir öllum lánunum. Hvorki fengust nánari upplýsingar um smærri lánin fimm frá lögmanni Imons né skilanefnd Landsbankans. Landsbankinn hefur þegar gert veðkall í félag- inu og leyst til sín stofn- fjárbréfin í Byr. Að sögn Geirs Gestsson- ar, lögmanns Imons, er ágreiningur um fjár- hæð krafnanna, á hvaða verði Lands- bankinn hafi átt að leysa til sín bréfin í Byr og að hve miklu leyti skuli taka tillit til þess við útreikn- ing á kröfufjárhæð- inni. „Við sjáum ekki að það hafi verið tekið tillit til þess við útreikning fjárhæðarinnar,“ segir Geir. Kröf- urnar séu um það bil jafnháar upp- haflegu lánsfjárhæðunum, auk vaxta, sem bendi til þess að annað- hvort hafi innleyst veð ekki verið reiknuð inn í kröfurnar, eða þá að stofnbréfin sem lágu að veði hafi verið metin mjög verðlítil. Ekki fengust skýringar á kröfu- lýsingunum frá skilanefnd Lands- bankans. Páll Benediktsson, upp- lýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir lögfræðinga hennar engar upplýsingar vilja gefa um málið að svo stöddu. stigur@frettabladid.is Gamli Landsbankinn vill milljarða frá Imon Gamli Landsbankinn hefur höfðað sex mál á hendur Imon ehf., meðal annars til að reyna að innheimta fimm milljarða skuld vegna láns til kaupa í bankanum sjálfum. Þau viðskipti rannsakar sérstakur saksóknari sem markaðsmisnotkun. Auk rannsóknar sérstaks saksóknara á viðskiptum Imons við Lands- bankann þarf Magnús nú að þola rannsókn skattrannsóknarstjóri á greiðslukortanotkun hans. Stöð 2 hefur sagt frá því að hann sé einn þeirra sem sæta rannsókn vegna notkunar á erlendum greiðslukortum hér á landi, og að hann hafi notað kortið manna mest, eða fyrir allt upp undir fjörutíu milljónir á einu ári. Helsti viðskiptafélagi Magnúsar, Sigurður Bollason, sætir einnig rannsókn í því máli. Sigurður situr einn í varastjórn Imons. KORTANOTKUN MAGNÚSAR Í RANNSÓKN LANDSBANKINN Magnús átti um fjögur prósent í bankanum eftir kaup sín 30. september. Nokkrum dögum síðar hrundi íslenska bankakerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR RÚSSLAND, AP Rússneska lögreglan hefur handtekið mann og konu sem grunuð eru um aðild að skot- árás í Moskvu í janúar, þegar mannréttinda- lögmaðurinn Stanislav Merk- elov og blaða- konan Anast- asia Baburova voru myrt. Yfirmaður leyniþjónustu Rússlands skýrði Dmitrí Med- vedev forseta frá handtökunum í gær. Að sögn hans eru maðurinn og konan á þrítugsaldri og tengd samtökum öfgaþjóðernissinna sem talin eru hafa staðið að nokkr- um morðum undanfarið sem öll virðast tengjast þjóðernishatri. Sakborningarnir tveir voru leiddir fyrir dómara í Moskvu í gær. - gb Par handtekið í Moskvu: Grunað um tvö morð í janúar DMITRÍ MEDVEDEV KÖNNUN Íslendingar myndu kolfella tillögu um inngöngu að Evrópusambandinu yrði kosið um það nú. Innan við þriðjungur þjóðarinnar er hlynntur aðild. Þetta sýnir ný könnun Rannsóknar miðstöðvar Háskól- ans á Bifröst sem unnin var fyrir fréttstofu Stöðvar 2. Könnunin sýnir að ríflega helmingur er hlynntur aðildar- viðræðum við Evrópusambandið. Þegar spurt er um afstöðu til inn- göngu í ESB segjast 29 prósent vera hlynnt henni en 54 prósent andvíg. Sautján prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð dagana 26. október til 3. nóvember. Þátt tóku 859. Svarhlutfall var tæp 65 pró- sent. - sb Skoðanakönnun um ESB: Meirihlutinn andvígur aðild VIÐSKIPTI Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákváðu báðir að halda stýrivöxtum óbreyttum í gær. Á sama tíma héldu þeir áfram að dæla fjármagni inn í hagkerfið með ýmsu móti, svo sem til að liðka fyrir útlána- vexti. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í einu prósenti. Vextir Englandsbanka eru hálft pró- sent. Þetta er í samræmi við vænt- ingar en bandaríski seðlabank- inn hélt óbreyttu vaxtastigi í fyrradag. Stýrivextir í Banda- ríkjunum eru á bilinu núll til 0,25 prósent. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði vexti verða lága áfram um óákveðinn tíma þrátt fyrir fremur jákvæð teikn í efnahagslífinu, að sögn Bloomberg. - jab Stýrivöxtunum ekki breytt: Enn dælt fé í efnahagslífið BEN BERNANKE SPÁNN, AP Fulltrúar 192 ríkja, sem undanfarna daga hafa reynt að koma saman samkomu- lagsdrögum til að leggja fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember, hafa dregið verulega úr metnaði sínum. Kröfur um að sammkomulag- ið verði lagalega bindandi fyrir ríkin hafa strandað, en í staðinn virðist ætla að nást sátt um að samkomulagið verði aðeins pólit- ísk yfirlýsing sem ríkin stefni að því að standa við. Rætt er um að á ráðstefnunni verði settur rammi, sem fyllt verði nánar út í næstu mánuði og misseri. - gb Loftslagsviðræður á Spáni: Dregið töluvert úr metnaðinum Norðmenn gegn ESB Norðmenn hafa gengið til liðs við Kanadamenn í baráttu gegn banni Evrópusambandsins á viðskipti með selaafurðir, sem lagt var á fyrr á þessu ári. Norðmenn ætla, eins og Kanadamenn, að leita ásjár hjá Heimsviðskiptastofnunni WTO út af þessari deilu. NOREGUR Fellibylur veldur tjóni Fellibylurinn Ida gerði mikinn usla á Atlantshafsströnd Níkaragva í gær. Fjöldi húsa eyðilagðist og nokkrir skólar skemmdust verulega. Einnig reif bylurinn niður nokkrar brýr, en missti síðan kraftinn og varð að venjulegri hitabeltislægð. NÍKARAGVA GENGIÐ 05.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 224,4774 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,27 124,87 205,03 206,03 184,35 185,39 24,771 24,915 21,783 21,911 17,587 17,691 1,3765 1,3845 197,89 199,07 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.