Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 72
48 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR N1-deild karla: Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þór- ólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2). Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton). Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%. Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaug- ur, Hreinn). Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir. Fram-HK 33-24 (17-13) Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 7 (9), Magnús Stefánsson 6 (12), Andri Berg Haraldsson 6 (14), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Hákon Stefánsson 4 (5), Arnar Birkir Hálfdánsson 3/1 (4/1), Haraldur Þorvarðarson 1 (2), Matthías Daðason 0 (1), Halldór Jóhann Sigfússon 0 (4/1) Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21/2 (22/2, 49%), Zoltan Majeri 0 (1/1, 0%), Sigurður Örn Arnarson 0 (1/1, 0%). Hraðaupphlaup: 11 (Stefán Baldvin 6, Arnar Birkir 2, Haraldur, Magnús, Einar Rafn) Fiskuð víti: 5 (Haraldur 2, Hákon 2, Magnús) Utan vallar: 12 mínútur Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 7/4 (14/6), Sverrir Hermannsson 6 (13), Ólafur Víðir Ólafsson 4 (4), Atli Ævarsson 3 (5), Ragnar Hjaltested 2 (7), Hákon Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Jón Björgvin Pétursson 0 (1) Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (23/2, 30%), Lárus Helgi Ólafsson 3/1 (10/1, 23%) Hraðaupphlaup: 2 (Ragnar, Atli) Fiskuð víti: 6 (Ólafur Víðir 3, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 4 mínútur Stjarnan-Valur 25-37 STAÐAN Valur 4 3 0 1 107-97 6 FH 3 2 1 0 91-81 5 Haukar 3 2 1 0 75-72 5 HK 4 2 1 1 102-104 5 Akureyri 4 1 1 2 92-98 3 Fram 4 1 0 3 109-108 2 Grótta 4 1 0 3 98-99 2 Stjarnan 4 1 0 2 90-102 2 Evrópudeildin: Anderlecht-FC Timisoara 3-1 Slavia Prag-Valencia 2-2 Janda, Grajcar - Joaquin (víti), Hernandez HSV-Celtic 0-0 Heerenveen-Hertha Berlin 2-3 AS Roma-Fulham 2-1 Riise, Chuka - Kamara (víti) Basel-CSKA Sofia 3-1 Villarreal-Lazio 4-1 Everton-Benfica 0-2 FC Copenhagen-PSV Eindhoven 1-1 ÚRSLIT VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 515 7170 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... HANDBOLTI Hann var ekki í háum gæðaflokki handboltinn sem Gróttu og Akureyri buðu upp á Nesinu í gær. Í staðinn fengu áhorf- endur mikinn baráttuleik sem var spennandi allt til enda. Þegar upp var staðið reyndust norðanmenn sterkari og unnu eins marks sigur, 21-22. Þungu fargi var augljóslega létt af Akureyringum enda var þetta fyrsti sigur þeirra í deildinni og þeir fögnuðu nánast eins og þeir hefðu orðið deildarmeistarar. Fátt benti til þess framan af að Akureyringar myndu fá nokkuð út úr leiknum. Gróttumenn voru ávallt skrefinu á undan. Spiluðu skynsaman handbolta og Gísli öflugur í markinu. Sóknarleikur Akureyringa var algjörlega glóru- laus í fyrri hálfleik og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Heimis Arnar hefðu Gróttumenn leitt með nokkru mun í hálfleik. Þeir urðu að sætta sig við tvö mörk, 11-9. Sóknarleikur beggja liða var annars lengstum afar slakur. Athygli vakti einnig hversu illa leikmönnum gekk að nýta vítaköst en aðeins var skorað úr einu af þeim fimm vítaköstum sem voru dæmd í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik byrjaði Hörð- ur Flóki að verja í marki Akureyr- ar og það gerði gæfumuninn fyrir gestina. Þeir komust yfir, 16-17, í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0-1. Eftir það voru Akureyringar skrefi á undan en Gróttumenn neituðu að gefast upp. Lokakaflinn var æsispennandi. Í stöðunni 20-22 misstu Akureyr- ingar Heimi af velli í tvær mínút- ur. Arnar Freyr minnkaði muninn og háspenna var í húsinu. Gróttu- strákarnir unnu svo boltann þegar um tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. Þeir voru síðan ævin- týralegir klaufar að kasta frá sér boltanum áður en þeir komust upp völlinn. Klukkan rann svo út og gestirnir fögnuðu. „Það er þungu fargi af okkur létt. Því er ekki að neita. Við þurftum á sigri að halda, meira en þeir,“ sagði Jónatan Magnússon, leik maður Akureyrar. „Þetta var vissulega ekki fallegt en hafðist. Við erum svakalega glaðir með þessi tvö stig. Við vorum í vand- ræðum í sókninni lengstum en Heimir hélt okkur sem betur fer í leiknum.“ Vandræðagangur hefur verið á Akureyrarliðinu en Jónatan von- ast eftir betri tíð í framhaldinu. „Þetta var leikurinn sem við ætl- uðum að vinna og svo er Stjarnan næst. Þetta fer vonandi að koma.“ Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu, var eðlilega svekktur enda hefði Grótta hæglega getað fengið eitthvað úr leiknum. „Við vorum ekki nógu einbeittir í lokin og gerum of mörg klaufamis- tök. Það er ekki ásættanlegt og við vinnum ekki jafna leiki með svona mistökum. Allir leikir okkar hafa verið jafnir og því miður ekki lent allir okkar megin. Við verðum að halda áfram því þetta hlýtur að koma,“ sagði Halldór. Við þennan leik verður svo ekki skilið án þess að minnast á líkam- legt atgervi nokkurra leikmanna Gróttu. Þeir eru sumir hverjir allt of feitir og ótrúlegt að menn sem spila í efstu deild í handbolta skuli ekki leggja það á sig að mæta í boðlegu standi til leiks í Íslands- mótið. Það er lágmarkskrafa. - hbg Fallegur handbolti vék fyrir mikilli baráttu er Akureyri sótti lið Gróttu heim: Loksins sigur hjá Akureyringum STERKUR Heimir Örn Árnason hristi af sér slyðruorðið og spilaði loksins eins og maður fyrir lið Akureyrar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Fram náði sér loks á strik í N1-deild karla þegar HK kom í heimsókn í Framhúsið í Safamýri en lokatölur urðu 33-24 heimamönnum í vil. „Þetta var bara allt annað hjá okkur og við virðumst nú vera búnir að finna vörn sem við getum spilað. Um leið og það gerðist náðum við að keyra á hraðaupp- hlaupin og það gaf liðinu mikið sjálfstraust og skytturnar okkar komust í gang. Við erum búnir að æfa vel síðustu vikur og núna loks- ins fannst mér vera kominn ein- hver stöðugleiki í þetta hjá okkur. Við héldum loks út í sextíu mínút- ur og það var ánægjulegt,“ sagði markvörðurinn Magnús Gunn- ar Erlendsson, sem varði 22 skot fyrir Fram í leiknum. Heimamenn í Fram voru allt- af skrefinu á undan í fyrri hálf- leiknum. Magnús Gunnar varði ágætlega um miðbik hálfleiks- ins og Framarar fengu í kjölfarið nokkur auðveld mörk úr hraðaupp- hlaupum. Stefán Baldvin fór ham- förum en hann skoraði úr öllum sjö skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 17-13 Fram í vil og gestirnir í HK áttu í erfið- leikum. HK virtist vera að komast inn í leikinn snemma í síðari hálfleikn- um en það reyndist skammgóð- ur vermir því Fram tók öll völd á vellinum þegar líða tók á síðari hálfleikinn. Leikmenn Fram léku af miklu meiri festu og ákveðni en þeir hafa gert til þessa í vetur og höfðu virkilega trú á því sem þeir voru að gera inni á vellinum. HK fékk reyndar kjörið tækifæri til þess að vinna sig inn í leik- inn þegar um tíu mínútur lifðu leiks þegar tveir Framarar fengu tveggja mínútna brottvísanir með stuttu millibili en Kópavogsbúar fóru þá illa að ráði sínu og gáfust raunar upp fljótlega í framhaldinu. Fram bætti hins vegar í og vann að lokum öruggan níu marka sigur, 33-24. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var afar óánægður með sína menn í leikslok. „Þetta var bara skelfilegt. Lykilmenn okkar náðu sér engan veginn á strik og breidd- in hjá okkur er bara ekki meiri en það að við megum hreinlega við því. Það er sama hvernig litið er á þetta, Fram var bara betra á öllum sviðum. Við fórum oft illa að ráði okkar í sóknarleiknum og gáfum þeim auðveld mörk úr hraðaupp- hlaupum. Vörn og markvarsla var heldur einfaldlega ekki nægi- lega góð og því fór sem fór,“ sagði Gunnar. omar@frettabladid.is Spyrntu sér af botninum Fram vann níu marka sigur, 33-24, á HK í N1-deild karla í gær. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni og fyrsta tap HK. Sigur Framara var sanngjarn. Í LOFTINU Magnús Stefánsson Framari stekkur hér upp fyrir utan vörn HK. Hann skoraði sex mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Jóhann Gunnar Ein- arsson og Daníel Berg Grétars- son sem hafa verið að leika með Kassel í Þýskalandi eru á leið til Sádi-Arabíu að spila handbolta. „Það var bara hringt í gær og spurt hvort við Daníel gætum komið út. Hélt fyrst að þetta væri grín en svo er ekki. Við förum væntanlega á morgun [í dag],“ sagði Jóhann Gunnar spenntur við Fréttablaðið en hann beið þá eftir flugmiðunum. „Þetta verður bara í þrjár vikur. Við fáum fínan pening, búum á flottu hóteli og ég veit ekki hvað. Það er ekki hægt að sleppa þessu tækifæri. Það býðst bara einu sinni,“ sagði Jóhann en þeir fara svo aftur til Kassel. - hbg Jóhann Gunnar og Daníel: Á leið til Sádi- Arabíu ÚR AÐ OFAN Jóhann Gunnar verður í sólinni næstu vikurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.