Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 60
36 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Bókmenntir ★★★★ Fuglalíf á Framnesvegi Ólafur Haukur Símonarson Út er komið áframhald á lífsferli Ólafs Hauks Símonarsonar skálds eins og hann kýs að tilreiða það fyrir okkur lesendur hans og aðdáendur. Nú er píslin hans Óla flutt frá Jófríðarstöðum við Kapla skjólsveg í hús sem afi hans hefur keypt fyrir fjölskylduna á Framnes vegi. Ókunnugum kann að þykja þetta lítið efnis atriði, að fara norður fyrir Hringbraut, en þar skildi í milli: norðanmegin var gamli vesturbærinn, sunnanvið var hin marglita byggð nýbygg- inga mela og haga, skjólin, kamparnir og Grímsstaðaholtið. Hafandi átt minningaskjól á þessum slóðum lungann úr ævinni gleðst maður yfir að einhver ráfi í minningum á pappír um þessar slóðir. Ólafur les sig áfram eftir grein, þýtur gegnum skóg minninganna eins og Tarsan á ferð og flugi: situr raunar lengi framanaf í skjóli móður sinnar og afa meðan faðirinn gengur inn og út eins og vermanna er háttur. Skemmti- gildi verksins er falið í samskipt- um hins státna stráks, það er svo- lítill gorgeir í drengnum en hann er fæddur í heim þar sem menn verða að bjarga sér, bæði í stráka- gerinu á götunni, í skólanum og svo í vinnunni: þetta er á þeim tíma í sögu lýðveldisins þegar frelsi barna fólst meðal annars í því að vinna og fara frjálst um byggðina og óbyggðir í kring: hvorugt veitist þeim nú, það frelsi er frá þeim tekið. Fuglalífið er nokkuð sjálf- hverf frásögn. Hann er ekki mik- ill í eftirtekt sögumaðurinn, fer ekki í huganum hús úr húsi til að tína til þau merkilegu smáminni sem gleymast svo oft í geymsl- unni en bíða á hillunni. Nokk- ur þeirra rífur hann út en gefur þeim sjaldnast rými: hvað varð um Dalla rauða? Hver var hans heimur utanvið völlinn? Var rygti hans meira, hvar var hans púsl í hinni stóru mynd, bara þetta brot í hinni stóru myndgátu? Það er semsagt lítill egóisti sem er að segja sína sögu þótt inn í frá- sögnina þvælist aukapersónur, En þetta er skemmtileg frásögn, með nokkrum sterkum og smekk- lega dregnum dráttum, smágerðu drama, miklum örlögum eins og lýsingu á afanum í Eyjum, kurteis- legri kvensemi og bjartri náttúru drengsins yfir stömpunum í þvottahúsinu. Ólafur er leiftrandi höfundur þegar hann er bestur. Hann temur sér snarpt en nokkuð stuttaralegt frásagnarsnið, málar ekki mikið og forðast útleggingar. Það er heiður himinn yfir frásögn- inni allri, væntumþykja og ekkert væl. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Falleg og frískleg endur- minningabók sem hefði mátt vera ítarlegri og meiri að vöxtum. Hjólin hans Óla duga vel ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON RITHÖFUNDUR Þau Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson verða í aðalhlutverkum í Ástardrykknum á sýning- unni næstkomandi sunnudag, 8. nóvember. Syngja þau þá hlutverk Adinu og Nemorinos, eins og ráð- gert hefur verið frá upphafi. Á sýningunni á morg- un, 7. nóvember, syngja hins vegar Dísella Lárus- dóttir og Garðar Thór Cortes aðalhlutverkin, og föstudaginn 13. nóvember verður enn ný útfærsla í hlutverkaskipaninni, því þá syngur Þóra aftur hlut- verk Adinu en Garðar Thór syngur hlutverk Nemor- inos. Í öðrum hlutverkum í öllum sýningum eru þau Bjarni Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Hall- veig Rúnarsdóttir. Mikil eftirspurn hefur verið eftir miðum á Ástar- drykkinn og er það mikið ánægjuefni – enda er hér um glæsilega og stórskemmtilega sýningu að ræða. Uppselt er á allar þær átta sýningar sem upphaf- lega voru ráðgerðar á Ástardrykknum, auk einnar aukasýningar sem seldist upp á innan við viku. Eru því tvær nýjar aukasýningar komnar í sölu og verða þær föstudagskvöldið 27. nóvember og sunnudags- kvöldið 29. nóvember kl. 20. Hlutverk Adinu og Nemorino á sýningunum syngja þau Dísella Lárus- dóttir og Garðar Thór Cortes. - pbb Nýir söngvarar í Drykknum LEIKLIST Þóra og Gissur komin í gervin sín í Ástardrykknum sem þau syngja á sunnudag. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 6. nóvember 2009 ➜ Tónleikar 16.00 Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri spila á tónleikum í Eymunds- son við Hafnarstræti á Akueryri. 21.30 Ljótu hálfvitarnir og Hvanndals- bræður verða með tónleika á Nasa við Austurvöll. 21.30 Hundur í óskilum verður með tónleika á Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 20.30. 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands „Heyrðu mig nú!“ sem eru sérstaklega ætlaðir ungu fólki og öllum aldri, fara fram í Háskólabíói við Haga- torg. Flutt verður verkið Eldfuglinn eftir Stravinskíj. DJ Þorbjörn spilar að loknum tónleikum. ➜ Opnanir 14.00 Gussi (Gunnar G. Gunnarsson) opnar myndlistasýningu á vinnustofu sinni á 3ju hæð í Menningarmiðstöð- inni Hólmaröst við Hafnargötu 9 á Stokkseyri. Opið næstu þrjár helgar kl. 14-18. 17.00 Brynhildur Þórðardóttir opnar sýninguna „Áferðir 1“ hjá Café Loka við Lokastíg 28. ➜ Leikrit 21.00 Möguleikhúsið sýnir einleikinn Aðventu, sem byggir á samnefndri sögu Gunnars Gunnarssonar í Félagsheimil- inu Végarði í Fljótsdal. ➜ Brúðuleikhús Helga Arnalds flytur Sólarsögu, brúðuleiksýningu fyrir fyrir börn á aldrinum 2-6 ára í bókasöfnum Kópavogs í dag. Sýningin tekur um 40 mín. Enginn aðgangseyrir. 13.00 Sýning í Lindarsafni við Núpalind 7. 15.00 Sýning í Aðalsafni við Hamraborg 6a. ➜ Sýningar Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 (6. hæð) hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum André Kertész. Opið alla virka daga kl. 12-19 og um helgar kl. 13-17. Sólveig Edda Vilhjálmsdóttir hefur opnað sýninguna „Hrafnaþytur“ í sýn- ingarsalnum Hurðir við Laugaveg 170 (3. hæð). Opið alla daga kl. 9-17. ➜ Listahátíð Unglist, listahátíð ungs fólks 11.-14. nóvember. Nánari upplýsingar á www. hitthusid.is. 13.00 Myndlistarmaraþoni hleypt af stokkunum. Afhent verða gögn og reglur um þátttöku í upplýsingamiðstöð Hins hússins. 15.00 Birta Rán Björgvinsdóttir opnar ljósmyndasýningu hjá Hinu húsinu. 20.00 Tónleikar í kjallara Hins húss- ins. Fram koma Nóra, Ljósvaki, Bróðir Svartúlfs og Ramses. ➜ Dansleikir Klaufar verða á Players við Bæjarlind í Kópavogi. Geir Ólafsson og Furstarnir verða á Kringlukránni, Kringlunni. Einnig koma fram Ólafur Gaukur, Svanhildur Jakobsdóttir, André Bachmann, Egill Ólafsson og Páll Rósinkrans. Boogienights verða á skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Málþing 10.00 Málþing undir yfirskriftinni „Þjóðkirkja verður til - 100 ár frá almennri prestastefnu“ verður haldið í kapellu Háskóla Íslands, aðalbyggingu við Sæmundargötu. Allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 15.15 Jón Ólafsson prófessor við Háskólann á Bifröst, flytur erindið „Siðfræði og samfélag: Afleiðingar umburðalyndis“. Fyrirlesturinn fer fram í Þjóðarbókhlöðunni við Arngrímsgötu. ➜ Fræðslufundir 14.00 Haraldur Briem sóttvarna- læknir flytur erindi og svarar fyrirspurnum um svínaflensuna og bólusetningu gegn henni í húsnæði Félags eldri borg- ara í Reykjavík við Stangarhyl 4. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðill. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 72% 35% Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.