Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 66
42 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR „Þetta er orðið þannig að maður er vakinn á morgn- ana og tilkynnt hvernig þetta hafi farið. Menn bíða því spenntir eftir þessu,“ segir Úlfar Eysteinsson, martreiðslumaður á Þremur Frökkum. Hann og Tómas Tómasson, oftast kenndur við Hamborgara- búlluna, eru orðnar hálfgerðar stýrivaxtahetjur. Þeir hafa ekki skert skegg sitt í næstum hálft ár og ætla sér ekki að gera það fyrr en stýrivextirnir eru komn- ir niður fyrir tíu prósent. Peningastefnu- nefnd Seðlabankans ákvað á fundi sínum í gærmorgun að lækka stýrivexti niður í ell- efu prósent þannig að enn sér ekki fyrir endann á skeggvexti kokkanna. Þeir verða að minnsta kosti skeggprúðir þegar jólaösin gengur í garð. „Við gefumst ekkert upp,“ segir Úlfar. Úlfar segir að nú sé það bara plan b. Skeggmótmæl- in verði því ögn meira áber- andi en undanfarna mánuði. „Ég á að sjá um að redda hestvagninum og Tómas ætlar að útvega jólasveina- búninga á okkur og svo förum við í jólasveinaleik í fyrstu viku aðventunnar,“ segir Úlfar. Félagarn- ir ætla að fá Seðlabankann til að styrkja sig en þeir ætla að gefa öllum leikskólabörnum á höfuð- borgarsvæðinu litla gjöf. Báðir segjast þeir eiga hauk í horni í Svörtuloftum. Úlfar vonast jafnframt til að aðrir menn taki sig til og fari að safna skeggi til að sýna samstöðu. „En þeir lækkuðu þó vextina aðeins, þeim er ekki alls varnað. Þetta hefði þó mátt vera meira.“ - fgg Þingmennirnir Guðmundur Stein- grímsson og Margrét Tryggva- dóttir skiptust á barnabókum fyrr í vikunni. Bók Guðmundar um Svínið Pétur kemur út fyrir jól en bók Margrétar, Sagan af undur- fögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar, hlaut barna- bókaverðlaun árið 2006. Sagan af undurfögru prinsess- unni og hugrakka prinsinum henn- ar fjallar um prinsessu í fjarlægu konungsríki á meðan bók Guð- mundar fjallar um svínið Pétur sem er ekki gráðugt heldur er sátt við sína stöðu. „Það rann upp fyrir okkur ljós að við vorum bæði barnabóka- höfundar, hún Margrét er reyndar eldri í faginu en ég og við ákváð- um í kjölfarið að skiptast á bókum og gerðum það í gær þegar ljós- myndari átti leið hjá. Margrét fékk bókina Svínið Pétur eftir mig og ég fékk prinsessubókina hennar í staðinn,“ segir Guðmundur, en þetta er fyrsta barnabók hans. „Bókin fjallar um svínið Pétur sem er ekki gráðugt, hin dýrin í Dýrabæ bjóða honum gull og græna skóga ef hann vill gefa þeim eitthvað í skiptum en Pétur lætur ekki ginnast. Þetta er í raun gömul saga í nýjum búningi og var skrif- uð í góðærinu og ber þess kannski merki hvað höfundur var orðinn þreyttur á þeim dansi.“ Guðmund- ur segir bókina hafa fengið góða dóma frá fimm ára dóttur sinni og var boðskapur bókarinnar mikið ræddur. „Bókin fékk góða dóma hjá dóttur minni, sem er líka mjög ánægð með prinsessubókina henn- ar Margrétar,“ segir Guðmundur sem tekur ekki fyrir að annarrar bókar megi vænta frá honum. „Ef mér gefst tími til þess á milli þing- starfa er ekki ólíklegt að ég skrifi fleiri bækur um svínið Pétur.“ - sm Barnabókahöfundar á þingi HÖFUNDAR Á ÞINGI Margrét Tryggvadóttir hlaut barnabókaverðlaun árið 2006 fyrir bók sína. Fyrsta barnabók Guðmundar er komin í bókaverslanir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVERGI AF BAKI DOTTNIR Úlfar og Tómas eru hvergi af baki dottnir, þeir ætla að fara í jólasveinaleik fyrstu vikuna í aðventu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skeggkokkar verða jólasveinar Í bænum Edenbridge í Kent á Englandi er árlega haldin brenna þar sem bæjarbúar brenna á báli þekktan einstakl- ing sem þeim þykir hafa verið einum of þyrstur í athygli fjöl- miðla. Í ár var það glamúrpían Katie Price sem varð að bál- kesti. Risavaxin eftirmynd af Price var gerð úr viði en eftir brennuna mun lítið hafa verið eftir af henni nema askan ein. Á brennunni, sem fer fram 5. nóvember ár hvert, er þess minnst þegar hermenn uppgötv- uðu mann að nafni Guy Fawkes falinn í kjallaranum undir þing- húsinu með um tuttugu tunn- ur af byssupúðri árið 1605. Fawkes þessi hafði ætlað sér að sprengja þingheim í loft upp við setn- ingu þingsins en Jakob I. kon- ungur átti að vera við- staddur athöfn- ina. Eftirmynd Katie brennd BRENND Á BÁLI Eftir- mynd Katie Price stóð í ljósum logum þegar brennan í Edenbridge fór fram. Damien Rice er búinn að dvelja á landinu frá því á þriðjudag. Hann heimsækir leikskólann Laufásborg í dag og tekur þátt í náttúru- vakningu í Ráðhúsinu. Íslenskir áhorfendur sungu með í einu laganna í opnum upptökum í Sundlauginni. „Við buðum honum í mat. Við erum með eðalkokk, þannig að hann fær rosalega gott að borða − mar- okkóskan baunarétt og grænmetis- bollur,“ segir Matthildur Laufey Hermannsdóttir, skólastjóri Litla kjarna á leikskólanum Laufás- borg. Matthildur og krakkarnir á Laufásborg taka á móti írska tón- listarmanninum Damien Rice í hádeginu í dag. Hann er búinn að dvelja á Íslandi frá því á þriðjudag og var með opnar upptökur á nýju efni í Sundlauginni í Mosfellsbæ á miðvikudag og í gær. „Börnin syngja örugglega fyrir hann, en þá verður það eitthvað íslenskt,“ segir Matthildur spurð hvort börnin hafi lært lög eftir írska fagurgalann. Hann tekur gítar inn með og fær því væntan- lega að leika undir í klassískum íslenskum leikskólalögum. Næst fer Rice með börnunum í Hljóm- skálagarðinn þar sem þau gróður- setja tuttugu plöntur í svokallaðan Laufásborgarreit. Hann endar svo í Ráðhúsinu klukkan 16 þar sem hann tekur þátt i náttúruvakningu. Damien Rice lék á als oddi í fjórum opnum upptökutörnum í Sundlauginni, hljóðverinu sem var áður í eigu Sigur Rósar. Biggi, sem ræður þar ríkjum í dag, snéri tökkunum og nálægð áhorfenda var svo mikil að fremsta röðin var aðeins nokkrum sentimetrum frá Rice. Í einu af nýju lögunum fékk hann áhorfendur til að syngja með í viðlaginu og tók hann sér góðan tíma í að kenna þeim rétta stefið. Rice var hinn alþýðlegasti og í eitt skipti leyfði hann áhorfendum að heyra upptökurnar. Ef þær koma vel út eru góðar líkur á að íslensk- ir áhorfendur verði í aukahlutverki á næstu plötu Rice. Engar myndatökur voru leyfðar í upptökunum, sem voru þó teknar upp á myndband. Áhorfendum var bannað að vera með síma á tónleik- unum og skildu þá eftir á gömlu orgeli frammi á gangi. Sjálfur hafði Rice lítinn tíma til að vera í fríi á Íslandi, en brá sér þó í kvöldverð á Fiskfélaginu á miðvikudag. Það er spurning hvort baunarétturinn á Laufásborg slær veitingastaðnum við. atlifannar@frettabladid.is Damien borðar baunarétt og bollur með börnunum LEIKUR Á ALS ODDI Damien Rice tók upp íslenska áhorfendur sem gætu endað á næstu plötu hans. Leikararnir Kristen Stewart og Robert Pattinson munu kynna nýjustu myndina í Twilight-serí- unni hvort í sínu lagi. Stewart og meðleikari hennar, Taylor Lautn- er, munu verða viðstödd frum- sýningu myndarinnar í Brasilíu á meðan Pattinson og leikstjóri myndarinnar, Chris Weitz, verða við frumsýningu New Moon í Japan. „Þau eru mjög góðir vinir, en það er allt og sumt. Það er stans- laust verið að taka myndir af þeim og alltaf fer sami orðrómur- inn af stað. Þau báðu um að fá að gera þetta hvort í sínu lagi til þess að umtalið yrði eilítið minna,“ var haft eftir innanbúðarmanni. „Þetta fjölmiðlafár í kringum þau gerir þeim erfitt um vik. Kannski hefðu þau getað endað sem par, en með þessa pressu og þetta umtal held ég að búið sé að drepa mögu- lega rómantík á milli þeirra.“ Vilja ekki sjást saman SJÁST EKKI SAMAN Kristen Stewart og Robert Pattinson vilja ekki kynna New Moon saman. Söngkonan Rihanna hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um skiln- að sinn við fyrrverandi kærasta sinn, söngvarann Chris Brown, sem réðst grimmilega á hana fyrr á árinu. Hún skammast sín fyrir að hafa í upphafi snúið aftur til Brown þrátt fyrir ofbeldið. „Ég skammast mín fyrir að ég skuli hafa orðið svona óendanlega ást- fangin af svona persónuleika,“ sagði hún í viðtali við ABC-frétta- stofuna. Rihanna áttaði sig á því að með því að yfirgefa ekki Brown myndi hún senda röng skilaboð til annarra kvenna í sömu sporum. Þess vegna ákvað hún að taka af skarið og sér ekki eftir því í dag. Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árás- ina og til samfélagsþjónustu. Skammaðist sín RIHANNA Söngkonan hefur í fyrsta sinn tjáð sig um skilnað sinn við Chris Brown.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.