Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 8
8 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Kaupmáttur launa dregst saman um tæp 16 prósent á næsta ári, samkvæmt endur- skoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands. Samdrátturinn á þessu ári er 19,2 prósent. Þórarinn G. Pétursson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka Íslands, segir samdrátt ráðstöfunartekn- anna hafa farið hægar af stað en ráð hafi verið fyrir gert í fyrri spám bankans, því verði niður- sveiflan skarpari í prósentum talið þótt endanleg rýrnun verði í takt við fyrri spár. Seðlabank- inn kynnti í gær efnahagsspá sína fram til ársins 2012. Eftir samdrátt næsta árs gerir Seðlabankinn ráð fyrir að kaup- máttur standi í stað árið 2011 og aukist svo um 2,6 prósent árið 2012. Í Peningamál- um, efnahags- riti Seðlabank- ans, kemur um leið fram að mikil óvissa sé um framvindu efnahagsmála, meðal annars vegna þess að umfang fjármála- kreppunnar eigi sér vart for- dæmi. Þá ríki töluverð óvissa um fjármögnun álvers í Helguvík og tengdra orkuframkvæmda og því hafi áhrifum af þeim verið frestað í spám bankans. Seðlabankinn sér þó ýmis jákvæð merki, svo sem að skráð atvinnuleysi sé heldur minna en spáð hafi verið. Það var 7,2 prósent í september og hafði þá minnkað stöðugt frá 9,2 prósenta hámarki í apríl. Þetta, með aðeins betri efna- hagshorfum, svo sem stöðugra gengi og að alþjóðlegir fjármála- markaði hafi verið í hægu bata- ferli, leiði til þess að bati einka- neyslu verði hraðari, þótt vissulega verði hann hægur. Einkaneyslu er spáð lágmarki í byrjun næsta árs og hafi þá minnkað um þriðjung frá lokafjórðungi 2006. Íbúðafjárfesting og íbúðaverð er hins vegar sagt í langvarandi lægð og verður velta á fasteigna- markaði undir sögulegu meðaltali 2011 og 2012 þrátt fyrir nokkurn vöxt. Núna er gert ráð fyrir að sam- dráttur á næsta ári verði eitt pró- sent, í stað tveggja í fyrri spá og að tæplega fjögurra prósenta hagvöxtur verði á þarnæsta ári, en ekki tveggja prósenta eins og áður var spáð. Þá segir í riti bankans að ljóst sé að núverandi tilhögun peninga- mála henti ekki til lengri tíma litið. „Þegar aðstæður verða eðli- legar á ný virðist nærtækast að hverfa til fljótandi gengis, með formlegt verðbólgumarkmið sem kjölfestu. Litið lengra fram á veg- inn gæti aðild að myntbandalagi Evrópu einnig orðið valkostur.“ olikr@frettabladid.is ÞÓRARINN G. PÉTURSSON Í SEÐLABANKANUM Arnór Sighvatsson, Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson. Í efnahagsspá bankans kemur fram að langan tíma taki oft að vinna sig út úr kerfis- lægum fjármálakreppum. Jákvæð teikn séu þó á lofti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kaupmáttur launa dregst áfram saman Efnahagshorfur hafa heldur batnað að mati Seðlabankans. Krónan verður veik áfram, nálægt 180 krónum á móti evru. Spáð er 16 prósenta samdrætti kaup- máttar á næsta ári. Núverandi tilhögun peningamála gengur ekki til lengdar. EFNAHAGSMÁL Stýrivextir lækk- uðu um eitt prósentustig í gær, fóru úr 12 prósentum í 11 pró- sent, samkvæmt ávörðun Pen- ingastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Með þessari og öðrum vaxtaákvörðunum segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri felast nær óbreytt aðhald pen- ingastefnunnar, eða lítils háttar slökun, en það fari eftir fjárhæð og vöxtum innstæðubréfa sem boðin verði út. Verðbólga hefur hjaðnað hægar en Seðlabankinn vænti, en þá þróun segir Már að mestu skýr- ast af því að gengi krónunnar hafi verið veikara en spáð var. „Enn er þó gert ráð fyrir að verð- bólga minnki hratt á næsta ári og að undirliggjandi verðbólga verði við verðbólgumarkmið á seinni hluta þess árs.“ Í rökstuðningi Peningastefnu- nefndar er bent á að gengi krón- unnar hafi verið nokkurn veginn stöðugt frá því síðla sumars, þótt það hafi verið lægra en æskilegt geti talist. Peningastefnunefndin ákvað að lækka vexti á viðskiptareikn- ingum innlánsstofnana um 0,5 prósentustig í níu prósent. Þá verður hámarksfjárhæð í viku- legum útboðum innstæðubréfa til 28 daga aukin úr 25 milljörð- um króna í 30 milljarða, með 9,5 prósenta lágmarksvöxtum og 10,25 prósenta hámarksvöxtum. Í því felst 0,25 prósenta hækkun hámarksvaxta. Daglánavextir lækka úr 14,5 prósentum í 13 pró- sent. - óká SVONA HÁIR VEXTIR! Már Guðmundsson seðlabankastjóri bendir á vaxtaferil ólíkra vaxta sem brugðið var upp á skjá á kynn- ingarfundi bankans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stýrivextir lækkaðir um eitt prósentustig og fleiri vöxtum hnikað til: Lítils háttar slökun á aðhaldi peningamála ÞRÓUN VERÐBÓLGUNNAR Tími 12 mánaða verðbólga Október ´08 15,9% Nóvember ´08 17,1% Desember ´08 18,1% Janúar ´09 18,6% Febrúar ´09 17,6% Mars ´09 15,2% Apríl ´09 11,9% Maí ´09 11,6% Júní ´09 12,2% Júlí ´09 11,3% Ágúst ´09 10,9% September ´09 10,8% Október ´09 9,7% HEIMILD: PENINGAMÁL 2009/4 ALÞINGI Fjölþrepa skattkerfi með lágu þrepi fyrir láglaunafólk er ein þeirra leiða sem ríkisstjórnin hefur til athugunar við endurskoð- un skattkerfisins. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Höskuldi Þór- hallssyni, þingmanni Framsóknar- flokksins, á Alþingi í gær. Höskuld- ur spurði hvort láglaunafólk mætti eiga von á því að persónuafsláttur- inn yrði hækkaður um næstu ára- mót í takt við verðlagsbreytingar, eins og umsamið var árið 2006. Í svari Jóhönnu kom fram að sú hækkun persónuafsláttar, sem samið hefur verið um að taki gildi næstu áramót muni kosta ríkissjóð níu milljarða króna. Flöt 2.000 króna hækkun kosti alls 4,5 millj- arða og hækkun vegna verðlags- breytinga 4,5 milljarða til viðbót- ar. Jóhanna sagði að vinna við endur- skoðun skattkerfisins væri ekki komin á leiðarenda. Lagt yrði kapp á að að finna leiðir til þess að skila þeim sem lægst hefðu launin hækk- uðum persónuafslætti. - pg Kosta myndi níu milljarða að hækka persónuafslátt um áramót: Fjölþrepa skattkerfi með láglaunaþrepi FORSÆTISRÁÐHERRA Að óbreyttu á að hækka persónuafslátt um næstu áramót. Breytingin myndi kosta ríkissjóð níu milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ekki fengið svar við bréfum sem hún skrifaði Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, og Jan Peter Balkenende, forsætisráð- herra Hollands, vegna Icesave- deilunnar 28. ágúst síðastliðinn. Jóhanna greindi Alþingi frá þessu í gær í svari við fyrir- spurn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, formanns Fram- sóknarflokksins. Jóhanna sagði að það héldi ekki vöku fyrir sér að hafa ekki fengið svör. Hún hefði lýst sig tilbúna til viðræðna við bresku og hollensku forsætisráðherrana „ef þörf krefði“ en fyrst og fremst hefði hún verið að skýra sjónarmið Íslendinga í bréfun- um. Aðrir ráðherrar hefðu verið í stöðugum viðræðum við Breta og Hollendinga vegna málsins. - pg Forsætisráðherra á Alþingi: Fékk ekki svör frá Bretum og Hollendingum FÆREYJAR Þingmenn úr þremur af stærstu flokkum Færeyja leggja til að hömlur verði settar á lausa- göngu sauðfjár í landinu. Einnig á að afmarka rétt sauð- fjáreigenda til að halda fé sitt í byggð, þar sem það éti úr görðum og ógni trjágróðri. Máli sínu til stuðnings benda þingmennirnir á að eigendur sauðfjár þurfi ekki að greiða bætur fyrir þann skaða sem dýr þeirra valdi, ólíkt til dæmis hundaeigendum. Sauðfé valdi fleiri slysum og óhöppum í umferðinni en drukkn- ir ökumenn á ári hverju. Rekja má þriðja hvert tjón í umferðinni í Færeyjum til lausagöngu sauð- fjár, eða 36 atvik í fyrra. - kóþ Frumvarp um fé í Færeyjum: Hömlur settar á lausagöngu KINDARLEG Í Færeyjum verða fleiri umferðarslys vegna lausagöngu fjár en ölvunaraksturs. GEORGÍA, AP Utanríkisráðherra Georgíu hefur afsalað sér rúss- neskum ríkisborgararétti og skor- ið á fyrri tengsl við Moskvu. Grigol Vashadze, sem er 51 árs gamall, starfaði í utanríkis- þjónustu Sovétríkjanna fyrir hrun þeirra. Litið var á skipun Vash adzes sem utanríkisráðherra Georgíu í fyrra sem tilraun til að rétta Rússum sáttahönd eftir stríðið í ágúst það ár. Samskipti þjóðanna eru samt enn stirð. Eigin- kona Vashadzes, Nino Ananias- hvili, sem er fræg ballettdansmær og fyrrverandi stjarna Bolshoi- dansflokksins, hefur ekki farið að fordæmi eiginmannsins. - óká Utanríkisráðherra Georgíu: Kastar rússnesk- um borgararétti LANDBÚNAÐUR Mjólkurframleiðsla hefur hvergi aukist jafnmikið að jafnaði og í dönskum kúabúum, hefur Landssamband kúabænda (LK)eftir nýútkominni skýrslu International Farm Comparison Network. Í Danmörku jókst framleiðslan að jafnaði um 88.000 lítra á hvert bú, en S-Afríka er í öðru sæti, með 85.000 lítra. „Í skýrslunni er greind staða og þróun mjólkur- framleiðslunnar í 79 löndum heimsins, sem til samans eru með 95 prósent af heimsfram- leiðslunni,“ segir á vef LK. Fram kemur að þau tíu lönd þar sem bústærð er mest, fram- leiði 21 prósent af heildarmagn- inu, þrátt fyrir að samanlagður fjöldi búa sé einungis 0,1 prósent af heildarfjöldanum. Stærst eru búin á Nýja-Sjálandi en þar er meðalbúið 351 kýr. - óká Mjólkurframleiðsla heimsins: Mest aukning í dönskum búum Í FJÓSINU Þrjú af hverjum fjórum mjólkur- búum heims eru á Indlandi, í Pakistan eða Eþíópíu, en eru mjög lítil. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 Við bústað hvers á Þing- völlum hefur umfangsmikill úrgangur legið á viðkvæmum gróðri í tvö ár? 2 Hver leikstýrir myndinni Desember sem frumsýnd verður í dag? 3 Við hvaða danska sjón- varpsþátt vann Áslaug Dröfn Sigurðardóttir við förðun? FJÁRMÁL Tíu lífeyrissjóðir sem áttu kröfur á fasteignafélagið Nýsi hafa keypt Iðnskólann í Hafnarfirði af Nýsi. Eins og kunnugt er hefur Nýsir glímt við mikla fjárhags- erfiðleika í kjölfar bankahruns- ins í fyrrahaust. Þessi breyting á eignarhaldi á Iðnskólanum var kynnt bæjar- ráði Hafnarfjarðar, sem kveðst ekki gera athugasemdir við málið. Skólinn er því nú í eigu félagsins Tapers ehf., sem er dótturfélag Rusors ehf. sem er eignarhaldsfélag lífeyrissjóð- anna tíu. - gar Fjárhagserfiðleikar Nýsis: Lífeyrissjóðir hirða iðnskóla VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.