Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 38
 6. NÓVEMBER 2009 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð ● ÞAÐ VERÐUR JACKSON UM JÓLIN Jólahlaðborðið á Broad- way er allsérstakt í ár. Meðan gestir gæða sér á hangikjöti og uppstúfi flytja þekktir tónlistarmenn tónlist eftir snillinginn Michael Jackson og að borðhaldi loknu er slegið upp dansleik með hljómsveitinni Bermuda. Á sýningunni er farið yfir feril Jacksons í Jackson Five og sólóferil hans og allra bestu lögin hljóma undir borðhaldinu. Þeir sem bregða sér í hlutverk popp- kóngsins eru Alan Jones, Edgar Smári, Arnar Jónsson og María Ólafsdóttir. Tónlistarstjóri er enginn annar en Gunnar Þórðarson og leikstjóri er Egill Eðvarðsson. Þá tekur þátt í sýningunni stór hópur dansara sem stígur dans í anda Jacksons. Fyrsta jólahlaðborðið verður hinn 20. nóvember. Gísli Einarsson, frétta- og dag- skrárgerðarmaður, hefur verið eftirsóttur veislustjóri í jólahlað- borð og árshátíðir í gegnum tíð- ina. Honum þykir starfið allt- af jafn skemmtilegt. „Maður er náttúr lega að fá þarna útrás fyrir einhverja svakalega athyglis- þörf,“ segir hann og hlær. „Manni líður líka svo vel í hjartanu ef það heppnast að skemmta fólki og oft fæst góður matur með í bónus.“ Gísli segir algengan mis- skilning að veislustjórn sé auðveld. „Þvert á móti. Það getur tekið gríðar- lega á að halda at- hyg l i n n i þ e g a r líða tekur á. Dag- inn eftir er maður stundum jafn- vel þreyttari en fólkið sem var að skemmta sér, drekka og djamma kvöldið áður,“ segir hann. Þótt Gísli sé vanur veislustjóri hefur hann nokkrum sinnum lent í aðstæðum þar sem allt stefndi í óefni. „Ég minnist nú atviks þar sem tiltekinn félagsskapur var samankominn. Innan hópsins hafði skapast sú skrítna hefð að taka koníak í nefið. Mitt í kynn- ingu á einu atriðanna vatt sér að mér gestur sem bauð mér að taka þátt í því og ég kunni ekki við annað en að verða við því. Af- leiðingarnar voru þær að mér leið dauðilla allt kvöldið.“ Hann bætir við að yfirleitt hafi veislustjórnin þó gengið vel. En er Gísli með einhver ráð handa þeim sem vilja leggja veislustjórn fyrir sig? „Númer eitt, tvö og þrjú er að drekkja ekki fólki með einhverri langri skemmtidagskrá, því fólk vill jú líka spjalla saman og hafa það gott.“ - rve Fær útrás fyrir athyglisþörf Veitingastaðurinn Tíminn og vatnið í Fossatúni í Borgarfirði býður upp á jólahlaðborð með kvikmyndamyndasýningu, kveðskap og karókí að loknu borðhaldi. „Það er mjög skemmtileg reynsla að koma hingað. Við lýsum upp Tröllafossana, sem er afar fallegt og sérstakt, og tröllkona ein í kletti blasir hér við. Svo er útipallur á veitingastaðnum sem er mjög gaman að fara út á á kvöldin, ég tala nú ekki um þegar norðurljósin skarta sínu fegursta,“ segir Stein- ar Berg Ísleifsson, staðarhaldari að Fossatúni í Borgar firði. Þar við Grímsána starfrækja Stein- ar og Ingibjörg, eiginkona hans, veitingastaðinn Tímann og vatnið, sem býður upp á heimalagað jóla- hlaðborð með fjölbreyttu sniði. Ferðaþjónustan í Fossatúni er nú á sínu fimmta rekstrarári og segir Steinar jólahlaðborðin hafa notið mikilla vinsælda undan- farin ár. Fiskréttir af ýmsu tagi eru áberandi á forréttaseðlinum, meðal annars er boðið upp á salt- fiskbollur í ostasósu, bleikjuboll- ur, laxafiðrildi og taðreykt hrátt hangikjöt með suðrænum ávöxt- um. Aðalréttirnir samanstanda af villikrydduðu og bjórsteiktu jólalambi, smjörsteiktri og estr- agonkryddaðri kalkúnabringu, léttreyktu grísalæri og hangi- kjöti með uppstúfi. Fyrir borðhaldið er gestum sýnd stuttmyndin Tónmilda Ís- land eftir Friðþjóf Helgason, þar sem íslensk tónlist hljómar yfir náttúrumyndum. Á milli rétta fer Steinar með limrur og segir frá umhverfi, staðháttum og tröllum. „Ég og Brian Pilkington erum um þessar mundir að senda frá okkur bókina Tröllagleði, en við gáfum út bókina Tryggðatröll fyrir tveimur árum. Ég hef mikið kynnt mér tröll og er orðinn hálf- gerður sérfræðingur í þeim,“ segir Steinar og hlær. „Limrurn- ar koma flestar úr sjaldséðri og skemmtilegri bók eftir Jónas Árnason, sem bjó lengi í Reyk- holti og hann yrkir um tröll, borðsiði, enska knattspyrnu og allt þar á milli.“ Að borðhaldi loknu er svo spiluð skemmtileg tónlist og karókí opnað fyrir þá sem vilja tjá sig með söng. Um klukku- stundarlöng keyrsla er frá Reykjavík að Fossatúni. „Flestir sem koma hingað fara aftur heim eftir kvöldið, en það eru líka hótel hér í kring sem hægt er að gista á,“ segir Steinar. - kg Tröllkona blasir við gestum jólahlaðborðsins ● SMÖRGÅSBORD UM VÍÐA VERÖLD Í seinni tíð hefur ekki verið mjög algengt að orð af skandinavískum uppruna brjóti sér leið, nánast óbreytt, inn í enska tungu. Sú er þó raunin með sænska orðið smörgåsbord, sem þýðir hlaðborð eða kalt borð. Smörgåsbord er venjulega skrifað smorgasbord í enskumælandi löndum sem þekkja hvorki bókstafina ö né å. Það varð þekkt á alþjóð- legum vettvangi þegar boðið var upp á slíkt hlaðborð á heimssýningunni í New York árið 1939. Jólahlaðborð eða julbord er ein vinsæl- asta útfærslan af smörgåsbord. Víðast hvar utan Norðurlandanna er orðið þó notað yfir hvers kyns hlaðborð þar sem ýmsir réttir eru á boðstólum sem tengjast í engu norrænum hefðum. Smorgasbord getur einnig þýtt hverjar þær aðstæður þar sem fólki býðst að velja á milli margra jákvæðra kosta, til dæmis er hægt að tala um smorgasbord af háskólakúrsum, smorgas- bord af bókum í bókabúð og svo framvegis. Steinar Berg Ísleifsson, staðarhaldari að Fossatúni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fossatún er miðsvæðis í Borgarfirði. MYND/ÚR EINKASAFNI „Bannað er að drekkja fólki með langri dagskrá,“ segir Gísli. Hangikjöt með uppstúfi er á meðal þess sem er í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég hef nú lent í ýmsu á ferli mínum sem veislustjóri en yfirleitt hefur þetta gengið eins og í sögu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.