Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 16
16 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR ATVINNUMÁL Þverpólitískur hópur Suðurnesjamanna mun á sunnu- dag fara í eins konar Keflavíkur- göngu að undirlagi Einars Bárðar- sonar. Yfirskrift göngunnar er Atvinna strax! Gengið verður frá Voga afleggjara að Kúagerði til að krefjast úrbóta í atvinnumálum í landshlutanum. Leiðin er um tíu kílómetrar og hefst gangan klukkan 11.30 á sunnudag. Rútuferðir verða á stað- inn úr öllum helstu þéttbýliskjörn- um á Suðurnesjum. Á miðri leið stendur til að for- svarsmenn allra stjórnmálaflokka mæti göngunni og hlýði á boðskap göngumanna. Reykjanesbrautin verður ekki lokuð á meðan, heldur verður aðeins önnur akreinin lögð undir gönguna. Á blaðamannafundi í gær var gangan kynnt, og voru þar saman komnir allir aðstand- endur hennar, oddamenn stjórn- málaflokka, bæjarstjórar og for- svarsmenn verkalýðsfélaga á Reykjanesi, lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir. - sh Þverpólitísk samtök blása til Keflavíkurgöngu: Ganga fyrir atvinnu- úrbótum á Reykjanesi ÍTALÍA Krossar, sem boða kristna trú, ganga gegn réttindum fólks sem ekki er kristið, segir í úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu frá í gær. Þeir eigi því ekki heima í skólastofum ítalska ríkisins, og skulu teknir niður. Soile Lautsi, finnskur innflytjandi á Ítalíu, hafði kvartað undan trúarlegri innrætingu fyrir hönd barna sinna og beðið um að kross- arnir yrðu fjarlægðir. Lautsi tapaði málinu fyrir ítölskum dóm- stólum og áfrýjaði til Mannréttindadómstóls- ins, sem féllst á rök innflytjandans. Honum voru dæmdar fimm þúsund evrur í „siðferði- legar skaðabætur“ að auki. Þetta eru rúmar 923 þúsund krónur, en Lautsi hefur barist í átta ár gegn krossunum. Íhaldssamir stjórnmálamenn Ítalíu hafa mótmælt úrskurðinum mikið og segja hann ganga gegn ítölskum og evrópskum hefðum: kristilegum rótum menningarinnar. Rök ítalskra stjórnvalda fyrir dómstólnum voru meðal annars þau að krossinn væri þjóð- legt tákn Ítala, tákn um menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar, einnig tákn umburð- arlyndis og veraldleika. Vatíkanið er á sama máli og hefur lýst yfir „hneykslun og sorg“. Dómurinn gæti haft fordæmisgildi um notkun trúartákna í skólum hins opinbera um víða Evrópu. Ítölsk stjórnvöld ætla að áfrýja dómnum til yfirdeildar dómstólsins. - kóþ Mannréttindadómstóll Evrópu telur rangt að hafa trúartákn í skólum ítalska ríkisins: Krossar eiga ekki heima í skólastofum KROSSINN Ríkisreknir skólar Ítalíu eiga að hafa trúar- legt hlutleysi í hávegum, þegar skólaskylda gildir um alla nemendur, segir Mannréttindadómstóllinn. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Hagkvæmni þess að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands er í skoðun að beiðni Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttinda- ráðherra. Ráðherra hefur falið sam- ráðshópi verkið, en hún hefur áður lagt til að tölvudeildir Þjóðskrár og Fasteignaskrár verði sameinað- ar. Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að þegar hafi verið ákveðið að stíga það skref frá og með næstu áramótum. Fram- kvæmdasýslan skoðar nú hag- kvæmni þess að starfsemi Þjóð- skrár flytjist til Fasteignaskrár í Borgartúni í Reykjavík. - óká RAGNA ÁRNADÓTTIR Samráðshópur ráðherra: Þjóðskrá færi sig milli húsa Norræn ráðstefna Hilton Reykjavík Nord ica hótel 9. nóvember 2009. Á ráðstefnunni „Atvinn uþátttaka eldra fólks – áhrif á heilsu og lífsgæði“ munu virtir n orrænir fræðimenn og fólk úr atvinnulífinu fjalla um eftirfarandi þ ætti frá ýmsum hliðum : þjóðanna á komandi á rum og samfélagsleg á hrif þeirra. opin eins lengi og hús rúm leyfir og aðgangu r er ókeypis. Ráðstefnan fer fram á ensku. Skráning á: http://you rhost.is/arbejde-til-all e-2009 Dagskráin er birt á: ht tp://www.felagsmalar aduneyti.is/radstefnur / AR G H 1 1/ 20 09 Áhrif á heilsu og lífsgæði Félags- og tryggingamálaráðuneytiðNordisk Ministerråd Atvinnuþátttaka eldra fólks GÖNGUGARPAR Aðstandendur göng- unnar komu saman á fundi í gær og kynntu uppátækið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÝR MAÓ Risavaxin stytta af Maó formanni er nú í bígerð í Changsha í Kína. Styttan verður 32 metrar á hæð og er gerð í tilefni af því að brátt eru 115 ár liðin frá fæðingu formannsins. Hún sýnir Maó í nýju ljósi, unglegan með sítt og vindblásið hár. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP „Hvers konar stríð er þetta?“ spurði breska dagblaðið Daily Mail í fyrirsögn á forsíðu í gær, daginn eftir að fimm breskir hermenn voru skotnir til bana í Afganistan. Árásarmennirnir voru afganskir lögreglumenn, sem tóku upp vopn sín þegar Bretarnir voru að hita sér te. Önnur blaðafyrirsögn í gær hljóðaði: „Blóðug svik“, og var á forsíðu dagblaðsins Times. Árásin hefur vakið hörð við- brögð í Bretlandi, og vilja margir að Bretar hætti þegar í stað allri þátttöku í hernaði í Afganistan. Hvernig eiga breskir hermenn að geta barist í Afganistan ef þeir geta ekki treyst afgönskum félög- um sínum? spyrja gagnrýnendur. Spurningar hafa vaknað um hvort fjölþjóðaherlið Bandaríkj- anna og NATO hafi hraðað um of þjálfun afganskra lögreglumanna, sem hafi orðið til þess að þeim sé ekki treystandi. Frá skrifstofu Gordons Brown forsætisráðherra bárust þau svör að breskan almenning þurfi að upp- lýsa betur um markmið og áhersl- ur aðgerðanna í Afganistan. Bæði ríkisstjórn Verka- mannaflokksins og stjórnarand- staða Íhaldsflokksins hafa verið fylgjandi veru breskra hermanna í Afganistan, en svo virðist sem einhverjir í Verkamannaflokknum séu farnir að fá bakþanka, þar á meðal Kim Howells, fyrr verandi aðstoðar ráðherra í breska utanríkis ráðuneytinu, sem hvetur til þess að breskir hermenn verði kallaðir heim frá Afganistan í áföngum, þvert ofan í afstöðu Gordons Brown forsætisráð- herra. Brown heldur til Afganistans í dag og ætlar að flytja þar ræðu, en ekki er vitað hvert efni henn- ar verður. Egon Ramms, yfirmaður í höfuð- stöðvum NATO í Hollandi, segir að tíminn vinni gegn fjölþjóðaherlið- inu í Afganistan, sem á í harðri baráttu við talibana og aðra upp- reisnarhópa þar. Ramms, sem hefur yfirum- sjón með aðgerðunum í Afganist- an, segir verulega hættu á því að pattstaða í Afganistan geti farið að grafa undan stuðningi almennings í aðildarríkjum NATO við hernað- inn í Afganistan. Ástandið hefur versnað þar jafnt og þétt síðustu misserin. Í gær var svo komið að meira en helmingur- inn af starfsliði Sameinuðu þjóð- anna í höfuðborginni Kabúl var fluttur burt tímabundið af öryggis- ástæðum. gudsteinn@frettabladid.is Árás vekur óhug Breta Uppnám er í Bretlandi eftir árás afganskra lögreglu- manna á breska hermenn. Háværar raddir vilja kalla breska herinn heim frá Afganistan sem fyrst. FALLNIR BRESKIR HERMENN Bretum er farið að hætta að líta á blikuna, nú þegar afganskir lögreglumenn eru farnir að ráðast á breska hermenn. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.