Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 26
26 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Sindri Snær Einarsson skrifar um æskulýðsmál Það er áhyggjuefni að hugsa til þess niðurskurðar sem vofir yfir æskulýðsmálum í nýju fjár- lagafrumvarpi. Þar á að skera niður um 12% af því litla fjár- magni sem fyrir var en málaflokk- urinn var einnig skorinn niður um tæp 7% árið 2009. Eins og frum- varpið liggur fyrir þá eru æsku- lýðsmál með um 200 milljónir á næsta fjárlagaári. Því skal veita athygli að nán- ast allt fjármagn sem nú er lagt til æskulýðsmála rennur til um 10%-20% af æsku landsins og langminnsta fjármagnið rennur til aldurshópsins 15-25 ára. Það er sá aldurshópur sem er í hvað mestri áhættu þegar kemur að efnahagsþrengingum. Sér- fræðingar og dæmin úr löndum í kringum okkur hafa staðfest hættuna. Skýrustu dæmin er helst að finna frá Finnlandi og Færeyjum og hvernig kreppan kom niður á ungu fólki í þessum aldurshópi í kreppunni við upphaf 10. áratugarins. Finnar skáru niður í málaflokkum ungs fólks og kom það niður á samkeppnishæfni kynslóðarinnar sem þá var á þessu aldursbili. Færeyingar misstu rúmlega fimmtung þjóðarinnar úr landi, þar af var langstærstur hluti ungt fólk. Einnig hefur komið fram í máli fjölda fræðimanna og athafnafólks frá Finnlandi að það sé ekki einungs mannúðlegt að standa vel við bakið á börnum og ungu fólki á erfiðum tímum heldur sé það til langs tíma litið ódýrara. Athuga skal þó að ungt fólk er stór og ólíkur hópur og þarf á mismun- andi lausnum að halda. Því skal leggja áherslu á mismunandi lausnir fyrir mismunandi fólk. Dæmin og staðreyndirnar öskra á okkur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki fyrsta landið sem lendir í kreppu. Leggjum metnað í að hlúa sérstaklega að þeim sem veikast- ir eru fyrir umrótinu. Með þessu fjárlagafrumvarpi og aðgerðaleysi eru stjórnvöld að sýna vítavert andvaraleysi í garð þessa mála- flokks. Landssamband æskulýðsfélaga hefur talsvert unnið í þessum málum og er í dag að vinna sam- starfsverkefni um atvinnu- mál ungs fólks ásamt sjö öðrum Evrópulöndum í samstarfi við Evr- ópska æskulýðsvettvanginn (YFJ). Þar hefur komið fram í samtölum við samtök í verkefninu og aðra sem starfa á þessu sviði í Evrópu að stjórnvöld annars staðar eru að gera heilmikið til að styðja við ungmenni sinna landa, enda þekkja þau afleiðingarnar að sinna ekki þessum málaflokki. Til dæmis veita Svíar þeim fyrirtækjum skattaívilnanir sem ráða til sín ungt fólk sem hefur verið lengi á atvinnuleysisskrá. Með þessu móti styrkist samkeppnisstaða þeirra á atvinnumarkaði og þau eiga meiri möguleika á að fá atvinnu. Á þessu, ásamt fjölda annarra þátta, tekur æskulýðsstefnan sem sænsk yfir- völd hafa mótað sér. Til að hægt sé að sinna mála- flokki ungs fólks sem best er nauð- synlegt að stefna verði mynduð í æskulýðsmálum hér á landi. Sú stefna skal vera unnin í samstarfi við alla sem vinna að æskulýðsmál- um. Það er ekki bjóðandi af stjórn- völdum að ráfa um stefnulaus í þessum málaflokki, sérstaklega á tímum sem þessum. Enn fremur er mikilvægt að ítreka þetta and- varaleysi með því að benda á það er nánast ekkert tekið á þessum vanda í stjórnarsáttmálanum, né í liðinni 100 daga áætlun. Kæru stjórnmálamenn vinsam- legast gerið kökuna nægilega stóra fyrir alla æsku landsins! Höfundur er varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga og fulltrúi í Æskulýðsráði. Æskulýðskakan 2010 – má bjóða þér sneið? UMRÆÐAN Halla Gunnarsdóttir skrifar um samfélagsmál Það hlýtur að teljast sérstakt að á sama tíma og Íslendingar ganga í gegnum djúpa kreppu skuli forystumenn Samtaka atvinnulífs- ins og Alþýðusambands Íslands tala einum rómi í mörgum mikilvægustu málum í þjóðfélags umræðunni. Svo er komið að í fréttum þarf oft ekki nema eina samhljóða fyrirsögn og síðan er hægt að skrifa fréttina með endurtekningunni: „Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson segja …“ Hnífurinn gengur ekki milli þeirra. Þannig verður smám saman aðeins eitt sjónarmið ráðandi um hvernig skuli haga málum í þeirri uppbyggingu sem fram undan er á Íslandi og þessi háværa rödd kallar stöðugt á endurreisn atvinnulífsins. Í hugtakinu endurreisn felst auð- vitað að byggja aftur upp það sem hrundi – í sömu mynd og það var. Og þannig komast menn upp með að tönnlast á orðinu atvinnulíf en vísa aðeins til örfárra starfsgreina sem snerta allar meira eða minna verklegar framkvæmdir. Halda mætti að til að atvinnulíf geti kall- ast atvinnulíf þurfi það að skilja eitthvað áþreifanlegt eftir sig eins og virkjun, hús, álver, brú eða jarð- göng. Atvinnulíf er ekki að hugsa vel um sjúka eða aldraða eða að kenna börnum að teikna eða hugsa á gagnrýninn hátt. Nei, einhvern veginn hefur því verið komið inn að eina raunverulega verðmæta- sköpunin sé í formi steypu og það þrátt fyrir að á landinu sé allt fullt af steypu fyrir. Tónlistarnám eða flísar? Skoðum smærra dæmi og snúum þessu upp á venjulega fjölskyldu. Einstæð móðir hefur náð að skrapa saman í lítinn sjóð og þarf á kreppu- tímum að ákveða í hvað hún nýtir peninginn. Hún getur valið um að flísaleggja baðher- bergið eða að senda sjö ára gamla tvíbura sína í tón- listarnám. Móðirin gerir ráð fyrir að ná að safna í sambærilegan sjóð á fimm árum. Þá kemur að for- gangsröðuninni: Hvort má bíða, flísarnar eða tón- listartímarnir? Gagnsemi tónlistarnáms fyrir 12 ára gamalt barn er vissulega ekki sú sama og fyrir sjö ára gamalt barn. Flísar á baðherbergjum í nokkur ár til eða frá breyta hins vegar kannski ekki öllu máli og sennilega myndu flestar fjölskyldur láta tón- listartímana ganga fyrir og fresta baðherbergisframkvæmdunum. En þegar kemur að fjármálum ríkis og sveitarfélaga horfir málið allt öðruvísi við. Þá stendur krafan á að skorið sé niður allt það sem máli skiptir en á sama tíma á að halda í horfinu fjárframlögum til fram- kvæmda, ef ekki auka þau. Senda á sjúkraliða, skólaliða, kennara og fólk í almennum umönnunarstörf- um heim en byggingaverktakana og iðnaðarmennina aftur út á vinnu- markaðinn. Tilgangurinn helgar meðalið og hann er sá að byggingar- geirinn og uppgangur stóriðjunnar séu eins og fyrir hrun. Með þessum rökum þykir rétt- lætanlegt að byggja nýtt hús fyrir Landspítalann en alls ekki réttlætan- legt að nota peninga í rekstur starf- seminnar. Vissulega er úrbóta þörf varðandi húsnæðiskost Landspít- alans. Það breytir þó ekki því að þjónustan skiptir fólk sem á henni þarf að halda margfalt meira máli en umbúðirnar. Til að reisa nýja spítalabyggingu á að taka lán hjá lífeyrissjóðunum en þar sem ríkið má ekki skuldsetja sig meira á að fela skuldirnar með því að notast við svonefnda einkaframkvæmd. En hvað þýðir það? Jú, ríkið skuld- bindur sig til að borga áratugi fram í tímann. Eitthvert fyrirtæki tekur hins vegar lánið og sér um framkvæmdina. Enn á ný: Einkaaðilar græða, almenningur á að borga. Tvöföld skuldabyrði Með þessu er jafnframt verið að skuldsetja kom- andi kynslóðir og láta þær þannig bjarga okkur út úr efnahagskreppunni. En ekki nóg um það heldur vörpum við líka byrðum yfir á kom- andi kynslóðir með niðurskurði í velferðarkerfinu. Þær þurfa að bera kostnaðinn af þeim skaða sem hlýst af því að börnum sé fjölgað í kennslustofum, sjúkum hent fyrr út en áður, verr búið að öryrkjum og svo framvegis. Skuldabyrði kom- andi kynslóða verður því tvöföld. Er ekki kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt? Hvernig væri að lánsfé frá líf- eyrissjóðunum færi inn í það mikil- vægasta og dýrmætasta sem við Íslendingar eigum: Velferðarkerfið? Reikningsdæmið þarf ekki að vera flókið. Til eru ótal útreikningar á þeim sparnaði sem hlýst hjá hinu opinbera ef vel er haldið utan um málefni þeirra sem á velferðarþjón- ustu þurfa að halda. Að sama skapi er vel hægt að reikna út hagnað af ýmiss konar forvarnarverkefnum, sem nú er ekki til fé í. Þannig má á einfaldan og gagnsæjan hátt útbúa nokkurs konar leigusamning við líf- eyrissjóðina þar sem ríkið skuld- bindur sig til að greiða til baka það sem annars hefði orðið að kostnaði, t.d. við að skerða geðheilbrigðis- þjónustu eða að sinna ekki vel ungum börnum í námi. Með þessu móti má á einfaldan hátt komast hjá því að varpa tvö- faldri skuldabyrði yfir á komandi kynslóðir. Stjórnmál snúast öðru fremur um forgangsröðun og nú reynir verulega á hana. Hugsum hlutina til enda. Þannig mótum við Ísland upp á nýtt. Höfundur er blaðamaður. Forgangsröðum upp á nýtt UMRÆÐAN Guðrún Erla Geirs- dóttir (Gerla) skrifar um borgarmál Firringin sem tilheyrir borgarsamfélaginu er m.a. talin lýsa sér í kæru- leysi íbúanna gagnvart umhverfinu og skorti á umhyggju fyrir náung- anum. Sömuleiðis að borgararnir upplifa að kjörnir fulltrúar hafi það ekki að leiðarljósi að gera lífið betra og einfaldara. Velferð einstaklingsins sé ekki í fyrir- rúmi. Til að vinna gegn þessum viðhorfum og færa ákvarðana- töku og þjónustu nær notendum hefur borgum nágrannalandanna verið skipt niður í nokkuð sjálf- stæð hverfi með þjónustumið- stöðvum og hverfaráðum sem í sitja m.a. fulltrúar íbúanna. Til- gangur ráðanna er að iðka sam- ræðustjórnmál og valddreifingu – að stækka þann hóp sem leggur lóð sín á vogarskálarnar áður en ákvarðanir eru teknar um nær- samfélagið. Fyrir rúmum áratug var ákveðið að gera tilraun með þjón- ustumiðstöð og hverfisráð í Graf- arvogi. Hvoru tveggja sannaði ágæti sitt. Áður en skipt var um meirihluta í borgarstjórn höfðu önnur hverfi fengið sínar mið- stöðvar og ráð með fé til að veita til hverfistengdra verkefna. Til stóð að þróa hugmyndina og færa aukið fjármagn og mikilvæg- ari ákvarðanir inn í hverfin. Er núverandi borgarstjórnarmeiri- hluti tók við völdum kom í ljós að þeirra hugur stefndi ekki til vald- dreifingar. Enda eitt af slagorð- um hans að nú væri tími aðgerða, ekki samráðs. Afstaða meirihlut- ans hefur komið fram í skertu fjármagni til hverfaráðanna og fækkun fulltrúa í þeim – undir yfirskyni sparn- aðar. Það gerði minni- hlutanum erfitt fyrir að mótmæla. Hver getur sett sig upp á móti sparn- aði? Nú hefur borgarstjóri gengið enn lengra og ákveðið að færa Þjón- ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða út úr hverfinu. Virðingarleysið er slíkt að enn í dag (29. október) hefur ákvörðunin ekki verið kynnt hverfisráðinu né haft við það samráð. Í bréfi borgarstjóra (frá 5. október), þar sem Velferðar- sviði borgarinnar er greint frá ákvörðuninni, segir að „Mikil- vægt sé að fullt samráð verði haft við stjórnendur og starfs- fólk þjónustumiðstöðvarinnar og hverfisráð um þessa tilhögun.“ Skilningur borgarstjóra á samráði er greinilega annar en þorra almennings. Hvernig er hægt að hafa samráð um eitthvað sem þegar hefur verið ákveðið? Ákvörðun borgarstjóra gengur þvert á umræðu sem verið hefur meðal íbúanna. Að flytja ætti miðstöðina nær miðju hverfisins. Það myndi gera þá frábæru starf- semi sem þar er enn aðgengilegri fyrir alla íbúa hverfisins, ekki síst þá öldruðu og fötluðu. Höfundur er fulltrúi í Hverfisráði Miðborgar. Samráð? SINDRI SNÆR EINARSSON HALLA GUNNARSDÓTTIR GUÐRÚN ERLA GEIRSDÓTTIR Sömuleiðis að borgararnir upplifa að kjörnir fulltrúar hafi það ekki að leiðarljósi að gera lífið betra og einfaldara. Velferð einstaklingsins sé ekki í fyrirrúmi. SÓLNINGK ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722Smurstöð in K löpp , Vegmúla 4 , s ími 553 0440 Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn. is Öryggi og gæði Með Hankook dekk undir bílnum ertu öruggari í vetur. Hankook vetrardekk tryggja gott grip allan veturinn við síbreytilegar íslenskar aðstæður. Þú færð Hankook dekk hjá Sólningu og Barðanum. Afgreiðslutímar í Sólningu, Smiðjuvegi og Barðanum, Skútuvogi Virka daga 8.00–18.00 Laugardaga 9.00–13.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.