Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 42
 6. NÓVEMBER 2009 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð Þegar haldið er á jólahlaðborð og önnur mannamót er mikilvægt að muna eftir mannasiðunum. Berg- þór Pálsson óperusöngvari kann nokkrar gullnar reglur. Hann segir gott að gera eftirfarandi: 1 Skanna hlaðborðið og velja sér vel samansetta máltíð. Yfirleitt eru réttirnir svo margir að það er engin leið að smakka á öllu. 2 Fá sér einn rétt á hvern disk og fara margar ferðir. Þannig verður máltíðin snyrtilegri og ánægju- legri. 3 Fara hægt af stað og miða magnið við að magapláss verði fyrir aðalrétt og eftirrétt. 4 Ef mikill fjöldi er, er um að gera að fá sér hratt og fumlaust það sem verður fyrir valinu í það skiptið og ganga síðan aftur að borðinu þegar hægist um. 5 Muna þá almennu og gullvægu reglu að það sem mann langi til að segja eða gera sé út frá virð- ingu, tillitssemi og hreinlyndi. Dæmi: Kurteislegt er að ein- beita sér að máli annarra, beina máli sínu til allra við borðið og fá alla til að taka þátt í umræðum, slökkva á símum eða setja þá á titring og tala ekki í síma við borðið, sleppa kvörtunarefnum og slúðri. Veiting- arnar eru ekki aðal- atriðið, heldur létt and- rúms- loft; að skemmta sjálfum sér og öðrum. Virðing, tillitssemi og hreinlyndi í veislum Bergþór Pálsson óperu- söngvari segir mikilvægt að miða magnið við að magapláss verði fyrir aðalrétt og eftirrétt. Í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi verður eingöngu boðið upp á íslenskt hráefni á jólamatseðl- inum í ár. Mörgum þykir gaman að skreppa út fyrir bæinn á aðventunni og njóta góðs matar og samveru í sveitasælunni. Jólahlaðborð í Narfeyrarstofu hefur notið vin- sælda síðustu ár en þar á bæ ætla menn að bregða út af vana og bjóða upp á jólamatseðil í ár ein- göngu með réttum unnum úr ís- lensku hráefni. „Við höfum síðustu átta ár boðið upp á jólahlaðborð þar sem við höfum leikið okkur með hráefni sem ekki er daglega á boðstólum hjá fólki á þessum slóðum, eins og kengúru, kanínu, dádýr og sel. Og við vorum orðin leið á þessu fyrir komulagi svo við ákváðum að breyta til,“ segir matreiðslu- maðurinn Sæþór H. Þorbergsson, sem á og rekur Narfeyrarstofu ásamt eiginkonu sinni Steinunni Helgadóttur. Helsta breytingin er sú að jóla- hlaðborð víkur fyrir jólamatseðli, auk þess sem staðbundið hráefni verður í aðalhlutverki. „Já, nú velur fólk bara af matseðli, þar sem hægt verður að velja um rétti unna úr hráefni úr Breiðafirðinum og því sem í kringum hann þrífst. Okkur finnst þetta skemmtilegra fyrirkomulag,“ segir Sæþór. „Af þessu tilefni verði boðið sérstak- lega upp á lambakjöt, sem alið var á hvönn síðasta sumar og kemur frá Höllu Steinólfsdóttur bónda á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölunum.“ Narfeyrarstofa tekur 32 í sæti á neðri hæðinni og 44 á þeirri efri sem kallast Sjávarloftið, þar sem leitast er við að mynda rómant- íska stemningu með fallegu út- sýni. Jólamatseðillinn verður í boði um helgar á aðventunni og mælir Sæþór með að pantað sé tímanlega. - rve Hvannarlamb í stað kengúru Sæþór H. Þorbergsson veitingamaður. Boðið verður upp á lamb af Skarðsströnd og bláskel úr Breiðafirði í Narfeyrarstofu. Kengúrukjöti verður skipt út fyrir lambakjöt á jólamatseðlinum í ár. Notaleg stemning ríkir á efri hæð staðarins þar sem fallegt útsýni er til allra átta. ● UPPRUNI JÓLAÖLS Jólaöl nýtur ávallt vinsælda um jólin, en farið var að blanda þennan drykk líklegast um 1940. Þá tók fólk upp á því að blanda malt með gosdrykkjum til að drýgja það, því að maltið var mjög dýr drykkur. Egils appels- ín var ekki til á þessum tíma, að minnsta kosti ekki í núverandi mynd, en ýmsir aðrir drykk- ir voru notaðir. Þetta virðist hafa verið nokk- uð algengt. Þegar Egils appelsín kom á markað um 1955 fóru menn að blanda maltið með því og hefur trúlega líkað vel því að um 1960 var þetta orðið nokkuð almennur siður. Heimild: www.visindavefur.is. Veitingastaðurinn Silfur Hádegi: 3.500,- Fim. - lau. kvöld: 6.900,- Sun. - mið. kvöld: 5.900,- Pantaðu tímanlega Kemur þú langt að?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.