Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 28
28 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Svandís Svavarsdóttir skrifar um utanvegaakstur Aldrei áður hafa jafn margir erlendir ferðamenn sótt landið okkar heim og á liðnu sumri auk þess sem Íslendingar voru óvenju duglegir að ferðast um eigið land. Landið og fegurð þess er ein helsta auðlind okkar sem ber að umgang- ast með virðingu. Hafa ber í huga að meginástæða komu erlendra ferðamanna til Íslands er íslensk náttúra og sérstaða hennar. Óbyggðir Íslands eru eitt af örfáum svæðum í Evrópu þar sem er að finna lítt snortin náttúru- leg víðerni. Slík svæði eru sérstök upplifun fyrir gesti frá þéttbýlli löndum. Hins vegar steðjar nú vá að íslenskri náttúru vegna aksturs utan vega. Akstur utan vega skapar lýti á landinu og sums staðar getur hann valdið sárum sem tekur ára- tugi að gróa, jafnvel aldir. Gróður á hálendinu og raunar víðar er hægvaxta og hjólför á grónu landi geta gefið roföflum lausan tauminn í viðbót við sýni- leg ör. Jafnvel á lítt grónu landi geta hjólför eftir utanvegaakstur gjörbreytt ásýnd landsins. Kortleggjum vegi Umhverfisráðuneytið vinnur gegn utanvega- akstri á margvíslegan hátt. Ein leiðin er að kort- leggja alla þekkta vegi á hálendinu með það fyrir augum að geta síðan skorið úr um hverjir verði auðkenndir sem leyfilegir og hverjum skuli loka. Kortlagningin hefur farið fram í góðri samvinnu Landmælinga Íslands og Ferða- klúbbsins 4x4. Nú er að störfum nefnd með fulltrúum ráðuneytis- ins, sveitarfélaga, Vegagerðarinn- ar og Umhverfisstofnunar, sem vinnur að því að gera kort fyrir hvert sveitarfélag þar sem þeir slóðar verða merktir sem ekki stendur til að loka. Þessi kort verða birt til upplýsingar og umræðu, svo áhuga- og hagsmunasamtök og allur almenningur geti komið að athugasemdum áður en þau verða lögfest með reglugerð. Það mun taka nokkur misseri að gera kort fyrir öll sveitarfélög landsins sem eiga land á hálend- inu. Þegar það hefur verið gert ætti að vera til áreið- anlegur gagnagrunnur fyrir ferðamenn, lög- gæslu og landverði til að eyða efa um hvar akstur er lög- legur. Einnig verður hægt að loka vegum sem lenda utan korta- grunnsins. Gildi verkefnisins felst þó ekki síst í opinni umræðu og bættum skilningi allra helstu aðila á hvar umferð er heimil utan hins formlega vegakerfis og hvar ekki. Árétta ber að þessi vinna breytir auðvitað í engu að utanvegaakstur er jafn óheimill og fyrr, hér er ein- göngu verið að eyða vafa þar sem hann er uppi og auðvelda túlk- un laganna. Skýrari reglur og bætt túlkun lagabókstafsins eru af hinu góða, en fræðsla og skiln- ingur á mikilvægi náttúruverndar eru þó til lengri tíma litið líklega enn mikilvægari í baráttunni gegn akstri utan vega. Umhverfisvitund og ábyrgðartil- finning Sprenging hefur orðið í skráningu á torfærufarartækjum á Íslandi á síðustu árum. Flestir öku- menn fjórhjóla og torfæruvél- hjóla eru löghlýðnir og vilja ekki valda skemmdum, eins og gild- ir um ökumenn bíla. Allt of mörg dæmi eru þó um ólöglega umferð og skemmdir af völdum torfæru- tækja. Landverðir og Landgræðsla ríkisins telja að utanvega akstur vélhjóla sé orðinn alvarlegasti vandinn af því tagi víða á landinu. Sumir virðast telja að þessi tæki hafi eða eigi að fá annan og meiri rétt til umferðar í óbyggðum en bílar. Það er misskilningur. Tor- færuökumenn geta nýtt sér sama vegakerfi og jeppamenn, vilji þeir nota ökutæki sín til að ferðast um landið. Torfærutæki hafa ekki rétt til aksturs utan vega frekar en aðrir. Mörg sveitarfélög bjóða upp á sérútbúin svæði fyrir tor- færutæki þar sem heimilt er að spóla í sandi og möl og gert ráð fyrir fyrir aðstöðu til slíks. Von- andi verður þróunin meðal eig- enda torfærufarartækja svipuð og meðal jeppamanna og annarra ferðamanna, þannig að umhverfis- vitundin og ábyrgðartilfinningin vaxi og tilvikum utanvegaaksturs af völdum tví- og fjórhjóla fækki. Slíkt er affarasælla en hert refsi- ákvæði, en ef þróunin heldur áfram í þá veru að tækjunum fjölgi og skemmdum líka er ljóst að grípa þarf til slíkra úrræða. Landið er okkar dýrmætasta auðlind. Góð umgengni um það er skylda okkar og tilgangslaus skemmdarverk á landinu óþolandi. Ég hyggst herða róðurinn í baráttu gegn akstri utan vega og vil vinna að því máli með öllum ábyrgum samtökum og einstaklingum, sama hvaða fararskjóta þeir kjósa sér til að ferðast um landið. Höfundur er umhverfisráðherra. Átak gegn akstri utan vega UMRÆÐAN Hope Knútsson skrifar um borgaralegar ferm- ingar Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgara legrar ferming- ar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálg- ast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslending- arnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman ferming- arnámskeið. Við tókum til fyrir- myndar skipulag Norðmanna, sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Borgaraleg ferming er val- kostur fyrir þá sem t.d. eru ekki reiðubúnir að strengja trúar- heit eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri ferm- ingu. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ung- menna til lífsins. Þátttak- endur rækta meðal ann- ars með sér jákvæðni og ábyrgðar kennd gagnvart sjálfum sér og samborg- urum sínum. Fjallað er meðal ann- ars um siðfræði, gagn- rýna hugsun, að taka erf- iðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinn- ingar, skaðsemi vímuefna, sjálfs- myndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífs ferlið, sorg og áföll. Þátttak- endur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rök- ræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttak- endur viður kenningarskjal til staðfestingar þess að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og annað skipt- ið. Frá upphafi hafa rúmlega 1.200 íslensk börn verið fermd borgara lega og um 16.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftar- athafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nú þegar hafa 138 fjölskyldur skráð börnin sín í BF í haust og er það met- þátttaka. Undanfarin fjögur ár hafa ríflega 100 unglingar verið í hverjum árgangi og höfum við haft tvær athafnir á hverju vori. Siðmennt verður í vetur með sex námskeiðshópa, fimm í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austur landi. Einnig erum við yfirleitt með nokkur fermingar- börn í fjarnámi sem búa erlendis. Nýjung er að fermingarathafnir verða einnig haldnar á Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir til- heyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álit- inn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera mann- eskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming“ er dregið af latneska orðinu „con- firmare” sem þýðir meðal ann- ars „að styðja“ eða „að styrkjast“. Ungmenni sem fermast borgara- lega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunar- félagið Siðmennt stofnað í kring- um borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjöl- skyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húman- ískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins. Höfundur er formaður Siðmenntar. Fermingarfrelsi í 22 ár SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR HOPE KNÚTSSON UMRÆÐAN Guðjón Sigurðsson skrifar um mannauð Nú er tækifærið til að breyta rétt. Ekki króna til og ekkert annað að gera en finna nýjar leið- ir. Þær gömlu leiddu okkur á slóðir sem gera lítið fyrir okkur. „Góðan daginn! Við munum gera okkar besta til að útvega þér atvinnu eða aðra virkni í stað atvinnunnar sem þú misstir.“ Væri ekki frábært að fá svona viðbrögð þegar maður skráir sig á „Atvinnubótaskrifstofu Íslands“? Í dag stundum við söfn- un fólks á bætur hvort sem þær eru vegna svokallaðrar örorku eða atvinnumissis. Tökum bara vel á móti þeim en gerum lítið sem ekkert til að koma þessu sama fólki í virkni sem er öllum svo mikilvæg. Virk velferð er okkur öllum nauð- synleg. Það versta sem hægt er að gera manneskju er að gera viðkom- andi óvirkan þegn í þjóðfélaginu. Það eru ótal leiðir til að gera við- komandi óvirkan, gagnslausan eða hvað sem viðkomandi kýs að kalla ástandið. Ein mest notaða aðferð- in er að setja manneskju á stofnun í stað þess að sinna henni heima hjá sér. En stofnun getur alveg verið í heimahúsi viðkomandi eins og það sem við yfirleitt köllum stofnun. Það fer eftir þjónustunni. Sé henni ekki stýrt af notandanum heldur veitt af hentugleika kerfisins þá skiptir engu hvar maður býr, við erum stofnanavædd. Afstofnanavæðum Ísland sem allra fyrst. Að eiga rétt á bótum felur í sér skyldur. Enginn á að geta neitað tilboði um virkni á meðan viðkomandi þigg- ur bætur. Hvort sem það er atvinna, námskeið eða hvað annað sem kemur viðkom- andi á lappir að morgni. Það er ekki verið að hugsa um hag ein- staklingsins með því að leyfa við- komandi að liggja í volæði heima hjá sér. Virkjum mannauðinn, þar er gífurleg orka óbeisluð. Hvernig á svo að útvega virkni fyrir fólk? 1. Fyrirtæki og stofn- anir verði beðin um verkefni sem ekki yrðu unnin ef ekki fengist fólk af atvinnubótum. 2. Sérfræðingar á atvinnubótum væru fengnir til að halda námskeið fyrir aðra. 3. Góð- gerðarfélög nýtt til hugmyndasmíða og fólk fengið til að vinna verkefni fyrir þau félög sem þurfa. 4. Átak í aðgengismálum um allt land. 5. Þjálfun til nýrra starfa og svo fram- vegis. Efnum til hugmyndasamkeppni á meðal ungmenna í skólum lands- ins. Þar er á ferðinni fólkið sem erfa skal land og mun örugglega standa sig betur en við sem klúðruðum málum. Hugsum út úr boxinu, að minnsta kosti stofnanaboxinu. Lifið heil. Höfundur er formaður MND- félagsins á Íslandi. Atvinnubætur GUÐJÓN SIGURÐSSON Mjóddinni • Höfða • Firði • Akureyri • Selfossi Gleraugnaverslunin þín Styrkleikinn í vinnuglerjunum er sniðinn sérstaklega að því sem er næst þér. Þú þreytist síður í augunum. Margskipt gler fyrir margvísleg tilefni Kauptu marg- skipt gleraugu í Augastað og þú færð sérhönnuð vinnugler í kaupbæti. Þér líður betur í augunum við tölvuna, lesturinn eða prjónaskapinn. Komdu í Augastað og við leiðum þér kostina fyrir sjónir. Tilboðið gildir til 20. nóvember 2009. PI PA R \ TB W A • SÍ A • 91 38 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.