Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 6. nóvember 2009 41 Kelly Osbourne hélt upp á 25 ára afmæli sitt í síðustu viku og seg- ist hún hafa fengið dásamlegar gjafir frá vinum og vandamönn- um. Bestu gjafirnar segir hún þó vera gjöfina frá unnusta sínum, fyrirsætunni Luke Worrall, en sá gaf henni demantshring. „Hann er búinn að vera að safna fyrir þessu. Hringurinn er hjartalaga úr hvítagulli og er alveg dásam- lega fallegur.“ Gjöfin frá foreldrum henn- ar var þó ekki síðri en þau gáfu henni hvolp. „Hvolpurinn er svartur og af teg- undinni Pomeranian. Hann er álíka stór og peningaseð- ill. Ég kalla hann Sid og hann er æði,“ sagði Kelly. Ánægt af- mælisbarn Tónlist ★★★ Vinalög Friðrik Ómar og Jógvan Vel heppnað og vingjarnlegt Friðrik Ómar og Færeying- urinn Jógvan Hansen eru báðir brosmildir og snoppufríðir söngvarar sem leggja mikið upp úr fallegu útliti og fagmannlegri framkomu. Umbúðirnar eru góðar, rétt eins og umslag þessarar tvöföldu plötu ber með sér. Það sem meira er og mikilvægara, innihaldið er líka í fínu lagi. Hugmyndin að baki verkefninu er sniðug og eflaust löngu tímabær, eins og vinsældir plötunnar sýna reyndar svart á hvítu. Friðrik syngur þekkt færeysk lög öðrum megin á meðan Jógvan syngur íslenska óða hinum megin, lög á borð við Ég er á leiðinni, Þú komst við hjartað í mér og Rómeó og Júlía. Báðir skila þeir sínu vel. Friðrik syngur upphafslagið Eros mjög fallega og í Syngjum saman á Ragnheiður Gröndal sterka inn- komu. Lögin Þú og hið þjóðlega Lífsmyndin eru einnig prýðileg. Þýddir textar Valgeirs Skagfjörð eru sömuleiðis vel heppnaðir. Gaman er að heyra Jógvan syngja íslensku lögin á færeyskan máta þó svo að útsetningarnar séu oftast nær lítt frábrugðnar frumútgáfunum. Best er upphafslagið Álfar þar sem Jógvan gefur Friðriki ekkert eftir hvað söngtilþrif varðar. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Vel heppnuð plata með tveimur vinalegum söngvur- um. „Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvu- póst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist,“ segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. „Ég fékk engin verðlaun, bara grein um mig í blaðinu og opnu með verk- unum mínum. Þetta er sennilega bara hlutur sem er gott að hafa á ferilskránni sinni.“ Sveinn Þorri er fæddur og uppalinn á Akureyri og eftir tvö ár á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri ákvað hann að söðla um og hóf myndlistarnám. „Ég lærði myndlist í Verkmenntaskólanum á Akureyri í einhvern tíma. Eftir það fór ég suður og hóf nám við Listaháskólann og útskrifaðist þaðan í vor.“ Sveinn Þorri hefur verið búsettur í Berlín síðastliðna sex mánuði og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. „Sigurður Eggertsson, gamall vinur minn frá Akureyri, bauð mér að koma og leigja með sér í Berlín þannig að mér þótti ákvörðunin um að flýja land ekki erfið. Ég byrjaði að vinna á auglýsingastof- unni Plantage núna í október og líkar mjög vel. Planið er að koma sér fyrir hérna í Berlín og vera hér eitthvað áfram. Hér er fínt að vera,“ segir Sveinn Þorri að lokum. - sm Titillinn góður í ferilskrána MIKILL HEIÐUR Sveinn Þorri Davíðsson var kosinn New Visual Artist ársins 2009 af tímaritinu Print Magazine. KELLY OSBOURNE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.