Fréttablaðið - 06.11.2009, Side 65

Fréttablaðið - 06.11.2009, Side 65
FÖSTUDAGUR 6. nóvember 2009 41 Kelly Osbourne hélt upp á 25 ára afmæli sitt í síðustu viku og seg- ist hún hafa fengið dásamlegar gjafir frá vinum og vandamönn- um. Bestu gjafirnar segir hún þó vera gjöfina frá unnusta sínum, fyrirsætunni Luke Worrall, en sá gaf henni demantshring. „Hann er búinn að vera að safna fyrir þessu. Hringurinn er hjartalaga úr hvítagulli og er alveg dásam- lega fallegur.“ Gjöfin frá foreldrum henn- ar var þó ekki síðri en þau gáfu henni hvolp. „Hvolpurinn er svartur og af teg- undinni Pomeranian. Hann er álíka stór og peningaseð- ill. Ég kalla hann Sid og hann er æði,“ sagði Kelly. Ánægt af- mælisbarn Tónlist ★★★ Vinalög Friðrik Ómar og Jógvan Vel heppnað og vingjarnlegt Friðrik Ómar og Færeying- urinn Jógvan Hansen eru báðir brosmildir og snoppufríðir söngvarar sem leggja mikið upp úr fallegu útliti og fagmannlegri framkomu. Umbúðirnar eru góðar, rétt eins og umslag þessarar tvöföldu plötu ber með sér. Það sem meira er og mikilvægara, innihaldið er líka í fínu lagi. Hugmyndin að baki verkefninu er sniðug og eflaust löngu tímabær, eins og vinsældir plötunnar sýna reyndar svart á hvítu. Friðrik syngur þekkt færeysk lög öðrum megin á meðan Jógvan syngur íslenska óða hinum megin, lög á borð við Ég er á leiðinni, Þú komst við hjartað í mér og Rómeó og Júlía. Báðir skila þeir sínu vel. Friðrik syngur upphafslagið Eros mjög fallega og í Syngjum saman á Ragnheiður Gröndal sterka inn- komu. Lögin Þú og hið þjóðlega Lífsmyndin eru einnig prýðileg. Þýddir textar Valgeirs Skagfjörð eru sömuleiðis vel heppnaðir. Gaman er að heyra Jógvan syngja íslensku lögin á færeyskan máta þó svo að útsetningarnar séu oftast nær lítt frábrugðnar frumútgáfunum. Best er upphafslagið Álfar þar sem Jógvan gefur Friðriki ekkert eftir hvað söngtilþrif varðar. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Vel heppnuð plata með tveimur vinalegum söngvur- um. „Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvu- póst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist,“ segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. „Ég fékk engin verðlaun, bara grein um mig í blaðinu og opnu með verk- unum mínum. Þetta er sennilega bara hlutur sem er gott að hafa á ferilskránni sinni.“ Sveinn Þorri er fæddur og uppalinn á Akureyri og eftir tvö ár á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri ákvað hann að söðla um og hóf myndlistarnám. „Ég lærði myndlist í Verkmenntaskólanum á Akureyri í einhvern tíma. Eftir það fór ég suður og hóf nám við Listaháskólann og útskrifaðist þaðan í vor.“ Sveinn Þorri hefur verið búsettur í Berlín síðastliðna sex mánuði og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. „Sigurður Eggertsson, gamall vinur minn frá Akureyri, bauð mér að koma og leigja með sér í Berlín þannig að mér þótti ákvörðunin um að flýja land ekki erfið. Ég byrjaði að vinna á auglýsingastof- unni Plantage núna í október og líkar mjög vel. Planið er að koma sér fyrir hérna í Berlín og vera hér eitthvað áfram. Hér er fínt að vera,“ segir Sveinn Þorri að lokum. - sm Titillinn góður í ferilskrána MIKILL HEIÐUR Sveinn Þorri Davíðsson var kosinn New Visual Artist ársins 2009 af tímaritinu Print Magazine. KELLY OSBOURNE

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.