Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 32
2 föstudagur 6. nóvember núna ✽ fylgist vel með þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Ritstjóri Anna M. Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ég er ekkert að skrökva þegar ég segi að hér er allt milli him- ins og jarðar,“ segir bóksalinn Arndís B. Sigurgeirsdóttir, sem er er orðin bílskúrssölukona í hjáverkum. „Þetta er svolítið eins og „mini“ Kolaport, bara bjartara yfir,“ segir Arndís, sem var að ganga frá stóru dánarbúi þegar henni bauðst þetta 150 fermetra húsnæði úti á Granda. „Þá kom þessi hugmynd upp að vera með risabílskúrssölu. Ég byrjaði um síðustu helgi. Síðan hafa fleiri bæst í hópinn og nú erum við með heilmikið af dóti,“ segir Arndís og nefnir gömul föt frá 5. og 6. áratugnum, ný föt, dúka, sængurföt, húsbúnað, húsgögn, jólavörur, kristal, silfurbúnað og allt mögulegt fleira. Markaðurinn verður opinn á milli klukkan tólf og fjögur á laugar dag og sunnudag að Fiskislóð 79a, í sama húsi og Skór Outlet. - hhs Í undirbúningi Ný föt og gömul, húsbúnað- ur, húsgögn, jólavörur og kristall er meðal þess sem hægt er að nálgast á bílskúrssölu Arndísar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HILDUR MARAL HAMÍÐSDÓTTIR Ég er að fara út að borða á föstudaginn og langar líka að kíkja á Sinfó það kvöld þar sem Eldfuglinn eftir Stravinskí verður fluttur. Á laugardaginn er ég svo að fara í tvítugsafmæli og strax á eftir er fyrsta kvöld í frábærri tónleikaröð sem nefnist „Duplex“ á Sódómu og Batteríinu. OFURFYRIRSÆTAN OG TVEGGJA BARNA MÓÐIRIN Claudia Schiffer kynnti nýjan ilm frá Alberta Ferretti í fyrradag í Harrods- stórversluninni í London. H jónin Birgir Hafstein og Krist-björg María Guðmundsdóttir hanna saman ullarbindi undir nafninu Herra Mókollur. Bindin, sem kallast sauðabindi, fást ýmist einlit eða með íslensku lopapeysu- mynstri sem hannað var af Rögnu Ágústsdóttur, ömmu Kristbjargar, á sjöunda áratug síðustu aldar. „Ég starfaði í banka allt þar til þeir hrundu fyrir rúmu ári. Stuttu eftir hrunið fórum við hjónin saman í fæðingarorlof. Konan mín hefur alltaf verið mjög dugleg að prjóna og í orlofinu ákvað ég að prufa að prjóna og gerði eitt bindi. Bindið var ekkert í líkingu við bindin sem við erum að selja núna, en í kjöl- farið ákváðum við að kannski væri hægt að gera þetta almenni- lega og koma þessu í framleiðslu,“ útskýrir Birgir. Hjónin eru nú bú- sett í Lundi í Svíþjóð þar sem Birgir leggur stund á meistaranám í hag- fræði, en Kristbjörg María, sem er menntaður jarðfræðingur, vinnur að fyrirtækinu. Sauðabindin þykja einkar þjóð- leg á að líta, bæði hvað varðar lita- val auk munstursins. „Amma konu minnar var einn af frumkvöðlum lopapeysugerðar hér á árum áður og hún hannaði munstrið sem við notum á sauðabindin. Við fengum að glugga í gömlu munsturbókina hennar og fundum þetta munstur sem við svo minnkuðum og létum á bindin.“ Birgir segist hafa orðið var við já- kvæð viðbrögð frá viðskiptavinum og segist vart anna eftirspurn. Spurður segir hann það enn ekki komið á hreint hvort Herra Mókollur fari í útrás. „Þetta er allt í skoðun, en við viljum gjarnan koma vörun- um í verslanir hér í Svíþjóð. En eins og er ætlum við bara að byrja smátt og sjá svo hvernig gengur og von- andi stækkar fyrirtækið með tíman- um,“ segir Birgir að lokum. Hægt er að skoða bindin á vefsíð- unni www.herramokollur.is. - sm Herra Mókollur Hjónin Birgir Hafstein og Kristbjörg María Guðmundsdóttir hanna saman rammíslensk sauðabindi. Brjáluð hrekkjavaka Aldrei hefur jafnmikið verið haldið upp á hrekkjavöku hérlendis og í ár en um síðustu helgi myndað- ist öngþveiti í miðbænum af fólki í búningum. Á Bakkusi var ekki þverfótað fyrir hryllilegum verum en þar mátti sjá margar af lista- spírum borgarinnar. Meðal gesta voru Hafsteinn Mikael Guðmunds- son listmálari í drakúlagervi, Berg- lind Hlynsdóttir myndlistarkona og Hákon Aðalsteinsson tónlistar- maður. Dansað í hljóði Í Bandaríkjunum eru atburðir nefndir „Silent raves“ mjög vinsæl- ir en þar kemur hópur fólks saman og dansar við sömu tón- listina sem er í heyrnartólunum á i-podinum þeirra. Annað kvöld verð- ur svipuð stemning í gangi á Austur- velli en þar verður haldið Þögult diskó í hálftíma, milli klukkan tíu og hálf ellefu en þar er fólk hvatt til að mæta með bros og góða skapið. Nolo og Sykur á laugardag Það verður spennandi dagskrá á Sódómu og Batteríinu á laugar- dagskvöldið en þar verður boðið upp á sannkallaða tónlistarhátíð sem nefnist Duplex. Á meðal flytj- enda eru nýstirnin Nolo, sykursætu unglingarnir í Sykur og uppáhalds plötusnúður allra, Pétur Eyvinds- son aka DJ Musician. Bílskúrssala á Granda FUNDU SNILLDARHUGMYND EFTIR HRUNIÐ : ÍSLENSK HÁLSBINDI helgin MÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.