Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 58
34 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Bernd Ogrodnik brúðuleikari er nú farinn í útrás til að svara kalli stjórnvalda um að færa heim dýrmætan gjaldeyri. Bernd er fullbókaður vestra í einar átta vikur, þar sem hann sýnir tvær til þrjár sýningar á dag, bæði í leikhúsum og í skólum um alla vesturströnd Kanada. Síðustu tvær vikur hefur hann verið að sýna í Michael Jay Fox-leikhús- inu í Vancouver, fyrir um 600 börn á hverri sýningu, og viðtök- urnar hafa verið hreint frábærar. Bernd ferðast með valda þætti úr sýningu sinni Umbreyt- ingu – ljóð á hreyfingu, sem hann frumsýndi í Þjóðleikhúsinu við mikið lof en hann var síðast með hana á erlendri grund í febrúar síðastliðnum, þar sem hann sýndi nokkrar sýningar í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Von er á Bernd aftur til hins ylhýra í byrjun desem- ber en þá byrja sýningar á jólaleikritinu um Pönnukök- una hennar Grýlu og eru allar sýningar uppbókaðar fram að jólum. Pönnukakan verður sýnd meðal annars í Landnámssetrinu í Borgar- nesi um helgar og um að gera að sækja sér smá jólastemningu til þeirra í Landnámssetri. - pbb Umbreyting flutt ytra LEIKLIST Bernd Ogrodnik brúðumeistari fer víða með sýningar sínar. Hinum megin á hnettinum hefur Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, verið að vinna við danssmíði og frumsköpun. Það hefur hún gert í samstarfi við Damien Jalet og tókst svo til að þau sömdu og sýndu nýtt verk, Black Marrow, Svartamerg, þann 20. október á hinni virtu og öldnu listahátíð í Melbourne. Var verkið á dagskrá hátíðarinnar og fékk það stórgóðar viðtökur. Uppselt var á allar sex sýningarnar í 500 manna sal Malthouse Theater. Svartimergur var samið fyrir sex dansara Chunky Move, sem er einn einn helsti danshópur Mel- bourne. Tónlistin er eftir Ben Frost og leikmynd og búningar eftir Alexöndru Mein. Í einu stærsta dagblaði Ástralíu, The Australian, segir meðal annars um sýninguna: „Verkið er sannfærandi og verulega frumlegt dansleikhús sem kannar frumeðlið innan okkar sameiginlegu minninga, helgisiða og líffræði. Átakan legt og hugg- andi á sama tíma, lýsir verkið hinu erfiða samlífi jarðar og mannskepnunnar … Hin hugvits- ama kóreógrafía er framkvæmd af fullkomnun og hljóð- og leikmynd hjálpa til við að draga fram hinar tilfinningalegu sveiflur og undir- liggjandi leyndardóma verksins,“ segir Eamonn Kelly í Ástralan- um. - pbb Erna meðal andfætlinga LISTDANS Úr nýju verki Ernu Ómars- dóttur sem húnn vann fyrir Chunky Move, einn helsta listdansflokk Ástralíu. MYND/MELBOURNE ARTS FESTIVAL > Ekki missa af tónleikum Eddu Erlendsdóttur í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík á morgun, laugardaginn 7. nóvember kl. 15. ath. Austfirðingar Á sunnudag er í boði sýning með tón- leikum í Kirkju- og menningarmið- stöðinni á Eskifirði. Þar eru á ferð feðginin Peter Behrens sem sýnir myndskreytingar sínar við Hrafn- kelssögu og á tónleikunum flytur Hildur, dóttir hans, einsöngsperlur við undirleik Hrefnu Eggertsdóttur. Sýning og tónleikar hefjast kl. 16 á sunnudag. Nú um helgina verður dansparið og höfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke með sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu: „Crazy Love Butter“ kalla þau dagskrá sem verður samsett af þremur dönsum sem þau hafa unnið saman og sýnt víða um álfur. Sýn- ingin verður flutt í tvígang, laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 20. Dúettarnir eru þríleikur um ástina sem samanstendur af dansverkun- um „Crazy in Love with MR.PER- FECT“, „Love Always, Debbie and Susan“ og „The Butterface“. Verk- in eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina á einn eða annan hátt. Steinunn og Brian semja og flytja öll verkin. Fyrsta verkið „Crazy in Love with MR.PERFECT“ var frum- sýnt á Reykjavík Dance Festival árið 2007 og voru þau tilnefnd til Grímunnar fyrir það. Annað verkið þeirra „Love Always, Debbie and Susan“ var frumsýnt á danshöf- undakeppninni Danssolutions í Kaupmannahöfn 2008 og hlaut þar fyrstu verðlaun. Bæði verkin voru einnig valin í lokahóp Aerowaves- þátttakenda sem er eitt stærsta net danshátíða í Evrópu. Þriðja verkið „The Butterface“ var framleitt af Dancescenen-leikhúsinu í Kaup- mannahöfn og frumsýnt í febrúar á þessu ári. Hlaut það góðar við- tökur þar ytra en hefur enn ekki verið sýnt hér á landi og er því um Íslandsfrumsýningu að ræða. Danshöfundarnir Steinunn Ketils dóttir og Brian Gerke eru bæði búsett hér á landi og starfa við danskennslu og listsköpun. Þau hafa skapað sér nafn sem danslista- menn og verið verðugir fulltrú- ar íslenskrar danslistar á erlendri grundu síðastliðin tvö ár. Hófu þau samvinnu sína í Hunter College í New York árið 2004 þar sem þau voru bæði við nám og hafa unnið saman síðan að hinum ýmsu verk- efnum. Listrænt samstarf þeirra hófst árið 2007. Síðan þá hafa dans- verk þeirra fengið góðar viðtökur á 54 sýningum í 18 erlendum borgum auk sýninga hér á landi. Þau hafa skapað sér nafn fyrir snjalla blöndu af dansi og leikhúsi og hlotið góða dóma í erlendum blöðum. Verkum þeirra hefur verið lýst sem sönn- um, áköfum, fallegum, dimmum, djörfum, furðulegum og fyndn- um. Þau hafa sýnt hæfileika til að finna dýpt í aðstæðum sem virðast við fyrstu sýn léttvægar og jafnvel hversdagslegar. Leit þeirra að til- finningalega þrungnum undirtóni sem falinn er í daglegum aðstæðum hefur aðgreint þau frá jafningjum sínum og gert þau að danspari sem spennandi er að fylgjast með. Eins og áður sagði hefjast sýn- ingarnar í Hafnarfjarðarleikhús- inu kl. 20 og lofa þau Steinunn og Brian góðu partíi með dansi, dj og skemmtun. Hægt er að panta miða í síma 555-2222 og einnig á midi.is. pbb@frettabladid.is ÞRÍLEIKUR UM ÁST OG ÓGN DANSLEIKHÚS Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke. g a m la
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.