Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 74
50 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR FRJÁLSÍÞRÓTTIR Máli hinnar átján ára gömlu Caster Semenya er langt í frá lokið. Í gær var greint frá því að Ólympíusamband Suður- Afríku hefði rekið forseta frjálsí- þróttasambands Suður-Afríku sem og vikið stjórn sambandsins vegna þess hvernig sambandið fór með mál Semenya. Caster Semenya vann til gull- verðlauna í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í sumar. Í kjölfarið fór Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandið fram á að hún myndi gangast undir kynjapróf. Niður- stöðurnar hafa ekki verið birtar en samkvæmt upplýsingum sem hefur verið lekið í fjölmiðla er Semenya tvíkynja. Leonard Chuene, forseti suður- afríska frjálsíþróttasambandsins, vildi í fyrstu ekki viðurkenna að sambandið hefði látið Semenya gangast undir kynjapróf fyrir leik- ana í Berlín. Hann viðurkenndi í september síðastliðnum að hafa sagt ósatt og að Semenya hefði vissulega gengist undir kynjapróf áður en hún fór til Berlínar. Suður-afrískur frjálsíþrótta- þjálfari, Wilf Daniels, sagði svo í samtali við fréttastofu BBC í gær að það hefði sambandið látið Sem- enya gera án hennar vitundar. „Þeir sögðu Semenya að hún væri að gangast undir hefðbundin lyfjapróf en þetta var í raun kynja- próf,“ sagði Daniels. „Hún fékk aldrei að vita hver hennar réttur væri og hvaða afleiðingar niður- stöður prófsins gætu haft í för með sér.“ Daniels segir að þar með hefði hún aldrei fengið tækifæri til að leita sér læknisaðstoðar og fá þannig tækifæri til að taka þátt í íþróttum á réttum forsendum. „Nú eru allar þessar upplýsingar fyrir augum almennings og afleið- ingarnar eru það hrikalegar að ég tel að hún fái aldrei almennilegt tækifæri til að vera venjuleg kona aftur og fá að keppa sem slík.“ Frjálsíþróttasambandið hefur nú beðið Semenya og fjölskyldu henn- ar afsökunar, sem og forseta lands- ins og almenning. - esá Forseti og stjórn frjálsíþróttasambands Suður-Afríku rekin vegna máls Caster Semenya: Lugu að Caster um kynjapróf CASTER SEMENYA Fagnar hér sigri í 800 metra hlaupi á HM í Berlín. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Real Madrid sendi frá sér yfirlýsingu í fyrrakvöld þess efnis að Cristiano Ronaldo myndi gangast undir aðra læknisskoðun vegna ökklameiðsla sinna. Upp- haflega var von á að Ronaldo yrði frá í 3-4 vikur en hann meiddist í leik með landsliði Portúgal 10. októ ber síðastliðinn. Ronaldo mun nú hitta Hollend- inginn Niek van Dyjk sem með- höndlaði sama ökkla í fyrra. Ljóst er að einhver bið verður á því að Ronaldo klæðist hvítu treyjunni aftur og þá er einnig óvíst hvort hann nær leikjum Portúgals gegn Bosníu í umspili um sæti á HM um miðjan mánuð- inn. - esá Meiðsli Cristiano Ronaldo: Þarf að hitta gamla lækninn MEIDDUR RONALDO Spilaði síðast með Portúgal gegn Ungverjalandi í undan- keppni HM 2010. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn voru valdir í landslið Úkraínu fyrir leiki liðsins gegn Grikklandi í umspili um sæti á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Umspilsleikirnir fara fram 14. og 18. nóvember. Það kom á óvart að Andriy Vor- onin, leikmaður Liverpool, var ekki valinn í landsliðið. Olexiy Mikhailichenko landsliðsþjálf- ari sagði að Voronin væri ekki 100 prósent heill heilsu en gaf ekki nánari skýringar á ákvörð- un sinni. Voronin var í byrjunarliði Liverpool gegn Lyon í Meistara- deild Evrópu í fyrrakvöld. Sjálf- ur vildi hann ekkert tjá sig um ákvörðun landsliðsþjálfarans. - esá Úkraínumaðurinn Voronin: Ekki valinn í landsliðið VORONIN Svekktur eftir að hafa brennt af færi í leik Liverpool og Lyon í vikunni. NORDIC PHOTOS/AFP HAFNABOLTI Hið sögufræga lið New York Yankees varð í fyrri- nótt bandarískur meistari í hafnabolta eftir sigur á Phila- delphia Phillies í úrslitarimmu, 4-2. Yankees vann leik liðanna í fyrrinótt með sjö stigum gegn þremur en Japaninn Hideki Matsui fór á kostum í leiknum. Hann skilaði sex stigum í hús fyrir Yankees sem komst 5-1 yfir í leiknum. Þetta var fyrsti meistaratitill Yankees síðan 2000 en liðið hefur nú alls orðið meistari í 27 skipti, langoftast allra liða í sögu deildar- innar. - esá New York Yankees: Vann titilinn í 27. sinn HIDEKI MATSUI Valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar og er fyrsti Japaninn sem hlotnast sá heiður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.