Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 6
6 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri HEILBRIGÐISMÁL Noro-veiran sem herjað hefur á starfsfólk Kaup- þings banka að undanförnu breidd- ist út með kartöflusalsa, auk þess að smitast á milli manna, að sögn Ósk- ars Ísfeld Sigurðssonar, forstöðu- manns Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur. Ekki er vitað hvort veiran barst inn í bankann með matvælum eða fólki. Óskar segir að rannsókninni sé ekki fulllokið en sennilega fáist aldrei úr því skorið hvernig veiran hafi komist í bankann. Noro-veiran stingi sér alltaf öðru hvoru niður í samfélaginu. Um 250 starfsmenn Kaupþings hafa veikst, en sýkingin er nú í rénun, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Þá hafa borist spurnir af því að einhverjir fjölskyldumeðlim- ir starfsmanna hafi einnig veikst. Noro-veira veldur iðrakveisu með uppköstum og niðurgangi. Hún er bráðsmitandi og berst á milli manna ýmist beint með snert- ingu eða óbeint með mat og drykk. Fundahöld í höfuðstöðvum Kaup- þings gerðu það til dæmis að verk- um að starfsmenn útibúa á Hellu og í Borgarnesi veiktust einnig. Óskar segir starfsfólk bankans hafa staðið sig afar vel varðandi varúðarreglur til að rjúfa smitleiðir og koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu. - jss Noroveiran smitaði um 250 starfsmenn í Kaupþingi: Dreifðist með kartöflusalsa KAUPÞING Um 250 manns sýktust af noro-veirunni. ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill láta skoða kosti og galla þess að ríkisstjórn Ísland verði fjölskipað stjórn- vald, eins og til dæmis í Svíþjóð. Þá bæri ríkisstjórnin sameigin- lega ábyrgð á málum, sem lögð eru fyrir Alþingi, og hefði sam- eiginleg yfirráð yfir stjórnsýsl- unni í stað þess að einn ráðherra beri ábyrgð á hverju máli eins og nú er. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær tók Jóhanna undir með Þór- unni Sveinbjarnardóttur, þing- manni Samfylkingarinnar, sem sagði að hrunið síðastliðið haust hefði afhjúpað veikleika í stjórn- sýslunni hér á landi. Þar hafi risið upp ókleifir múrar sem geri samvinnu milli ráðuneyta oft seinlega og erfiða. „Það þarf ekki annað en einn embættismann, sem dregur lapp- irnar, til að koma í veg fyrir skil- virkt samstarf,“ sagði Þórunn. Jóhanna sagðist ekki geta varist þeirri hugsun að mál hefðu getað þróast með öðrum hætti síðastliðið haust ef ýmsar ákvarðanir sem snertu hrunið hefðu verið lagð- ar fyrir ríkisstjórn til sameigin- legrar umræðu og ákvörðunar. Hún sagðist hafa skipað nefnd til að endurskoða starfshætti ríkis- stjórnar og fyrirkomulag ríkis- stjórnarfunda. Þeirri nefnd verði falið að skoða kosti þess og galla að ríkisstjórn Íslands verði fjöl- skipað stjórnvald. - pg Vill láta skoða kosti þess og galla að ríkisstjórnin verði fjölskipað stjórnvald: Embættismenn sem draga lappirnar hindra samstarf STJÓRNARRÁÐIÐ Forsætisráðherra segist ekki fá varist þeirri hugsun að mál hefðu getað þróast með öðrum hætti síðastliðið haust ef ýmsar ákvarðanir sem tengjast hruninu hefðu verið lagðar fyrir á ríkisstjórnarfundi. STJÓRNMÁL Formaður Þingvalla- nefndar, Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra, leggur í dag fram á Alþingi frumvarp til laga um að þjóðgarðurinn á Þingvöll- um falli ekki undir gildissvið laga frá í fyrra um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst þjóðgarður en ekki sumar bústaðahverfi,“ útskýrir Álfheiður, sem kveður Þingvalla- nefnd meðal annars sjálfa vilja ákveða leigutímann á sumarhúsa- lóðum. „Þá þyrftum við ekki að leigja lóðir þarna til tuttugu ára. Þær hafa verið til tíu ára hingað til.“ Sama frumvarp hefur áður verið lagt fram en hlaut ekki afgreiðslu fyrir síðustu alþingis- kosningar. - gar Frumvarp Þingvallanefndar: Vill treysta tök á sumarhúsum HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur, umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur, heilbrigðis eftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Skipulags- stofnun telja allar að vatnsvernd verði ógnað með lagningu Suð- vesturlínu. Í umsögn Umhverfis- og sam- göngusviðs borgarinnar frá því í júní segir að fyrirhuguð fram- kvæmd geti haft áhrif á vatns- ból þrátt fyrir öryggiskröfur og mótvægisaðgerðir. Framkvæmd vatnsverndar geti farið í upp- nám, einkum inni á grann- og brunnsvæði í námunda við og með aðrennsli að vatnsbólum. Fram- kvæmdir og rask skapi „óhjá- kvæmilega hættu fyrir öryggi vatnsöflunar“. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis er mjög afdráttarlaus í sinni bókun. Þar segir: „Framkvæmdir og rask sem fylgja uppbyggingu og síðar þjón- usta við þessar háspennulínur svo nærri vatnsbólunum skapar óhjá- kvæmilega hættur fyrir öryggi vatnsöflunar.“ Nefndin telur línuna hins vegar svo mikilvæga að þessir hags- munir víki. Betra hefði verið að fara aðra leið en að teknu til- liti til „mikilvægi boðaðra fram- kvæmda“ og að viss öryggissjón- armið verði tryggð, leggst nefndin ekki gegn framkvæmdinni. Skipulagsstofnun tók undir áhyggjurnar í umhverfismati sínu. Tekið var tillit til ýmissa athugasemda. Ekki verður framkvæmt frá byrjun nóvember og til loka mars og hafa þarf samband við heil- brigðiseftirlit um alla þætti fram- kvæmdarinnar. Umhverfismatið var því jákvætt. Landsnet stendur fyrir fram- kvæmdinni og fyrirtækinu verð- ur gert að bera ábyrgð á öllum þáttum hennar inni á vatnsvernd- arsvæðum. Það verður því ekki hægt að vísa í ábyrgð undirverk- taka fari eitthvað úrskeiðis. Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets, segir að fyllsta öryggis verði gætt og unnið verði eftir fremstu gæðastuðlum. Sér- staklega verði tryggt að möstrin mengi ekki. Guðlaugur G. Sverrisson, for- stjóri Orkuveitunnar, segir fyrir- tækið vera með viðbragðsáætlan- ir mengist vatnsból. Komi versta mögulega staða upp á fram- kvæmdasvæðinu í Heiðmörk verði vatn sótt í Hengil og að Nesjavöll- um. kolbeinn@frettabladid.is Framkvæmt á vatnsverndarsvæði Fagnefndir Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs telja vatnsvernd ógnað með lagningu Suðvesturlínu. Mikilvægi línunnar vegur þó meira. Óvíst hver ber kostnað mengist vatnsbólin. Ströng skilyrði sett við framkvæmdinni. ÚTSÝNIÐ ÚR HEIÐMÖRK Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur telur að fyrirhugaðar framkvæmdir við Suðvesturlínu geti haft áhrif á vatnsból þrátt fyrir öryggiskröfur og mótvægisaðgerðir. Árásir á Jemen Sádi-arabíski herinn gerði í gær árásir á hópa uppreisnarmanna handan landamæranna í Jemen. Beitt var bæði árásarþotum og stórskotavíg- búnaði. SÁDI-ARABÍA Vopnaskip stöðvað Ísraelar segja að Hezbollah-samtök- in hefðu getað varpað sprengjum á Ísrael í heilan mánuð ef stór vopnasending með skipi frá Íran, sem ísraelski herinn stöðvaði í gær, hefði borist þeim. ÍSRAEL Lavrov undrandi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, segist afar undrandi á Radek Sikorski, hinum pólska starfsbróður sínum, fyrir að hafa beðið Bandaríkja- menn um að senda fleiri hermenn til Póllands. RÚSSLAND DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur ætlar í fyrramálið að senda gögn vegna nauðgunarmáls til Ríkissaksóknara. Skortur á þeim varð til þess að dæmdum nauðgara var sleppt úr varðhaldi í gær. Konan sem varð fyrir árás mannsins lifir í ótta um að rekast á hann á götu. Eugenio Daudo Silva Chipa er þrítugur Portúgali sem hefur verið búsettur hér á landi. Hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur í fjögurra og hálfs árs fang- elsi fyrir hrottafengna nauðgun sem átti sér stað í Hafnarfirði í maí á þessu ári. Honum var einnig gert að sæta gæsluvarðhaldi. - bl Nauðgara sem var sleppt: Gögn send til Ríkissaksóknara Líst þér vel á hugmyndir um framkvæmdir við Landspítala? Já 42,9% Nei 57,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að flytja löggæsluna frá Ríkis- lögreglustjóra? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.