Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 18
18 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Þá ertu í réttum flokki
„Okkar markmið er að fjölga
konum í pólitík.“
DRÍFA HJARTARDÓTTIR, FORMAÐUR
LANDSSAMBANDS SJÁLFSTÆÐIS-
KVENNA
Fréttablaðið, 5. nóvember
Úff, Anna Mjöll
„Ég ætla að taka skilnaðar-
blúsinn út á áhorfendum.“
ANNA MJÖLL ÓLAFSDÓTTIR SÖNG-
KONA SKILDI VIÐ MANN SINN FYRIR
TVEIMUR MÁNUÐUM.
Fréttablaðið, 5. nóvember
„Það er allt fínt að frétta, ég er byrjaður og
þýskunámi og læt vel af mér,“ segir Guðfinn-
ur Sigurvinsson, fyrrverandi fréttamaður hjá
RÚV sem venti kvæði sínu í kross í haust
og flutti til Düsseldorf í Þýskalandi. „Ég er
smám saman að ná tökum á tungumál-
inu, farinn að bjarga mér í bönkum, úti í
búð og þess háttar.“
Guðfinnur segir það óneitan-
lega skrítna tilbreytingu að
vera ekki lengur í miðri hring-
iðu atburða á Íslandi. „Ég
fylgist vel með á netinu
og horfi á alla þætti á
vefsjónvarpinu. Ég vildi
helst auðvitað sjá meiri
hreyfingu í þjóðmál-
unum. Þessi stöðnun
gerir engum gott, og
mér finnst hagur almennings í eftir hrunið enn
skammarlega bágborinn.“
Að sama skapi fylgi því þó ákveðinn
léttir að fá fjarlægð frá „ástandinu“. „Það
er líka allt annar taktur í mannlífinu hérna,
þó hér eigi líka að vera kreppa; ekki þessi
bölmóður eins og heima. Ég nýt þess
að ganga meðfram Rín, lesa góðar bækur,
slappa af og eiga stund með sjálfum mér.
Nokkuð sem ég var búinn að gleyma
í asanum heima.“
Jólaundirbúningurinn er kominn
í gang í Þýskalandi og Guðfinnur
farinn að hlakka til jólanna úti.
„Þjóðverjar eru mikil jólaþjóð
og nú stendur undirbúningur
jólamarkaða sem hæst. Ég hlakka
mikið til að fara á þá í byrjun
aðventunnar.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐFINNUR SIGURVINSSON, FYRRVERANDI FRÉTTAMAÐUR
Nýtur lífsins á bökkum Rínar
Ragnar Gunnarsson – Raggi
Sót – fagnar tímamótum í
lífi sínu um helgina. Hann
á 28 ára söngafmæli. Af
því tilefni leika Skriðjökl-
ar á stórdansleik á Spot á
morgun.
„Þetta kom nú þannig til að
Jöklarnir urðu 25 ára í fyrra og
við höfðum lengi ætlað að halda
upp á það. En við gleymdum því
og í kjölfarið bárust mér fjölmarg-
ar áskoranir um að halda upp á
28 ára söngafmæli mitt. Í fyrstu
hafði ég í hyggju að gefa út fyrsta-
dagsumslag en það fannst mér svo
gamaldags að ég ákvað að gefa út
nokkur Jöklabréf,“ segir Raggi.
„En að öllu gamni slepptu ætlum
við Skriðjöklar að halda upp á
þetta með stórdansleik á Spot í
Kópavogi annað kvöld. Til upp-
hitunar verður ung og sprellfjör-
ug hljómsveit, MONO, auk góðra
gesta sem heiðra mig á sviðinu,
samferðamenn mínir í listinni.“
Ragga þekkja flestir af söngn-
um en færri vita að hann hóf tón-
listarferilinn við trommusettið.
„Ég byrjaði sem trommuleikari
og söngvari í tríói sem hét Straum-
ar. Ég man að ég borgaði settið
með þremur geymsluávísunum og
tveimur mánuðum eftir að bandið
hóf æfingar kom seljandinn, tók af
mér settið og skilaði mér ávísun-
unum. Þá sneri ég mér alfarið að
söngnum og stofnaði Skriðjökla
ekki löngu síðar. Annars hef ég
sungið með mörgum nafntoguðum
böndum og má þar nefna Bölvar
og Ragnar, Alveg svarta og Víxla
í vanskilum.“
Skriðjöklar spila ekki oft en
þegar hljómsveitin kemur saman
er það því meiri viðburður.
„Við tökum kannski eitt til þrjú
böll á ári en það er mikið hringt.
Okkur finnst þetta ágætt. Sumir
af mínum undirleikurum eru
sessjón menn í öðrum hljómsveit-
um en ég einbeiti mér mest að því
að semja,“ segir Raggi. Sú stað-
hæfing vekur eftirtekt því hann
hefur jafnan eftirlátið öðrum að
fást við lagasmíðar.
„Nú er ég til dæmis að leggja
lokahönd á nýtt jólalag sem ber
vinnuheitið „Dunni var sá tólfti“.
Skriðjöklar eru hljómsveit margra
kynslóða en í dag virðist yngra
fólkið ekki þekkja nógu vel til
okkar. Þess vegna er ég með í
smíðum hipphopp-lag sem ber
vinnuheitið „Kynferðisgirðing-
in“. Svo verður bara að koma í ljós
hvað verður úr þessu efni.“
Raggi heitir úrvalsballi enda
hljómsveitin og ekki síður hann
sjálfur í toppformi.
„Í fyrsta skipti í langan tíma
hefur bandið æft af krafti og við
mætum gríðarlega vel stemmd-
ir. Allir smellirnir verða á sínum
stað, víbrarnir eru góðir og ég
skora á fólk að fjölmenna. Því
fleiri, því skemmtilegra.“
bjorn@frettabladid.is
Það er mikið hringt
■ Óvissa er eitt þeirra orða sem
segja má að hafi verið gengis-
felld í íslensku máli, þannig að
dregið hefur úr merkingu þeirra.
Þegar ekkert er vitað
ríkir óvissa, en örlítil
vitneskja útrýmir óviss-
unni. Órökrétt er að tala
um „fullkomna óvissu“,
því óvissan getur ekki
verið annað en algjör. Á
sama hátt er vafasamt
að tala um „algjört eins-
dæmi“. Annað hvort er um eins-
dæmi að ræða eða ekki. Svo er
hægt að fara langt yfir strikið,
eins og þegar sagt var eitt sinn í
frétt: „Bifreiðin er talin nánast
gjörónýt.“ Var bíllinn þá ónýtur
en ekki alveg gjörónýtur? - mt
TUNGUTAK
Fullkomin óvissa
LÉTTIR Skriðjöklarnir sem voru stofnaðir fyrir rúmum aldarfjórðungi sjást hér valhoppandi með malt í hönd. Raggi er lengst til
hægri.
EINBEITTUR Raggi syngur jafnan af
mikilli innlifun. Hér sést hann á sviðinu í
Hollywood árið 1986.
Í DAG Mörgum kílóum síðar en engu að síður staðráðinn í að gera sitt besta.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Auglýsingasími
– Mest lesið
?
NÝSKÖPUN „Matið á lausninni er hug-
lægt og þarf ekki að vera metið til fjár,“
segir Stefán Þór Helgason, verkefnisstjóri
Snilldarlausna Marel hjá frumkvöðlasetrinu
Innovit.
Snilldarlausnir er hugmyndasamkeppni
framhaldsskólanna sem hefst í dag.
Keppnin er liður í alþjóðlegri athafnaviku.
Keppnin gengur út á það að þátttakendur
taka einn ákveðinn einfaldan hlut og reyna
að gera úr honum eins mikið virði og hægt
er. Virðið getur verið af ýmsum toga.
Þátttakendur hafa rúma viku til að vinna
hugmynd sína og koma henni til skila, eigi
síðar en sunnudaginn 15. nóvember.
Stefán bendir á að Stanford-háskóli í
Bandaríkjunum hafi haldið sambærilega
keppni á síðasta ári. Þar hafi sigurliðið
skorið tóma plastflösku í tvennt, snúið
efri hlutanum á hvolf og sett hann undir
borðfót. Tappi flöskunnar nýttist síðan til
að stilla borðið af.
Þátttakendur geta verið allt frá einum
upp í þrjá. Þeir eiga að taka myndband
af undirbúningi sínum þar sem sýnt
er fram á virði eða virkni hlutarins.
Myndbandinu er síðan skilað inn í
keppnina.
Dómnefnd velur úr innsendum
myndböndum og veitir verðlaun við
lok athafnavikunnar 22. nóvember
næstkomandi. - jab
Hugmyndasamkeppni framhaldsskóla hefst í dag:
Virði getur leynst í
tómri plastflösku