Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 10
10 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Skíðaferðir
Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar
á expressferdir.is eða í síma 5 900 100
Spennandi Skíðaferðir
hjá Expressferðum
Nýir áfangastaðir í Austurrríki
Skoðaðu úrvalið, sjáðu verðið!
SAMFÉLAGSMÁL Þess eru dæmi að
konur sitji fastar í ofbeldis sam-
búðum, þar sem þær deila óseljan-
legum eignum með makanum,
bæði eru með mikla skuldabyrði
og þær sjá ekki fram á að geta sett
á stofn og rekið nýtt heimili.
Þetta segir Sigþrúður Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastýra Kvenna-
athvarfsins. Hún segir þetta vera
eina birtingarmynd á áhrifum
kreppunnar á heimilis ofbeldi.
Aðsókn að dvöl í Kvenna athvarfinu
var mjög mikil fyrst eftir að krepp-
an skall á en hefur verið minni það
sem af er þessu ári heldur en í
fyrra, að sögn Sigþrúðar.
„Hins vegar koma fleiri konur
í viðtöl. Við heyrum í mörgum
konum sem eru að leita sér leiðar
út úr ofbeldissambandi og íhuga
að koma í Kvennaathvarfið. Vissu-
lega höfum við alltaf öðru hvoru
fengið konur sem talin hefur verið
trú um að þær gætu ekki staðið á
eigin fótum fjárhagslega séð. En
það er vissulega oft erfiðara í
ákveðnum tilvikum að hrekja þær
ranghugmyndir nú en oft áður.“
Sigþrúður segir að sumar þeirra
kvenna sem hafi komið í viðtöl í
Kvennaathvarfinu hafi tjáð sig
um að ofbeldi í samböndum þeirra
hafi aukist eftir að makinn missti
vinnuna eða fjárhagserfiðleikar á
heimilinu tóku að aukast.
Sigþrúður segir enn fremur
áberandi að erlendum konum sem
leita til Kvennaathvarfsins hafi
fækkað mjög mikið. Í fyrra hafi
þær verið um helmingur dvalar-
kvenna. Fyrstu mánuðina eftir
hrun hafi þær ekki sést en það
sé nú að breytast aftur til fyrra
horfs.
„Eina skýringin á þessu sem
okkur dettur í hug er sú að þær
bíti frekar á jaxlinn núna og fari
síður að heiman til dæmis af ótta
við atvinnuleysi, þar sem dvalar-
leyfi getur verið tengt atvinnuleyfi
eða ótta við að geta ekki framfleytt
sér. Það er því miður engin ástæða
til að ætla að ofbeldi gagnvart
konum hafi minnkað. Við óttumst
að heimilisofbeldi aukist í tengsl-
um við bágt efnahagsástand. Þrátt
fyrir allt er enn sem fyrr mikil-
vægt að hafa í huga að kynbundið
ofbeldi á sér stað í öllum stéttum
og er síður en svo bundið við efna-
minni heimili, atvinnulausa eða
félagslega einangrað fólk. Þeir
þættir eru engu að síður áhættu-
þættir sem geta leitt til ofbeldis í
samböndum þar sem aðrir áhættu-
þættir eru til staðar svo sem skort-
ur á jafnrétti, virðingu og hæfni til
að leysa úr ágreiningi á friðsam-
legan hátt.“ jss@frettabladid.is
Konur sitja fastar í
ofbeldissambúðum
Dæmi eru um konur sem sitja fastar í ofbeldissambúðum vegna kreppunnar.
Þær sitja með maka í óseljanlegum eignum, bæði með skuldabyrði og sjá ekki
fram á að geta stofnað nýtt heimili. Erlendar konur hurfu úr Kvennaathvarfinu.
HEIMILISOFBELDI Ofbeldi er ekki tengt efnahag eða
atvinnuleysi nema í samböndum þar sem aðrir áhættu-
þættir eru til staðar, segir framkvæmdastýra Kvenna-
athvarfsins. Þar geta slíkar aðstæður haft áhrif.
LÍTT HÆRÐ Gleraugnabjörninn Dolores
sést hér spássera um búr sitt í dýra-
garðinum í Leipzig í Þýskalandi. Eins
og sjá má er Dolores hrjáð af hárlosi.
NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Fram er
komið í þinginu, í
þriðja sinn, frum-
varp til laga um
heilbrigðisstarfs-
menn.
Nær það til allra
faggreina í heil-
brigðisþjónustu en
nú eru í gildi sérlög
um fjölda greina og
aðrar starfa eftir
reglugerðum.
Í frumvarpinu er meðal annars
kveðið á um að heilbrigðisstarfs-
manni beri að virða faglegar
takmarkanir sínar og vísa sjúk-
lingi til annars heilbrigðisstarfs-
manns þegar við á. Undirstrikað
er að óheimilt sé að starfa undir
áhrifum áfengis eða vímuefna og
heilbrigðis stofnunum heimilað
að setja reglur um bann við notk-
un áfengis og vímuefna í tiltekinn
tíma áður en vinna hefst.
Heilbrigðisstarfsmenn eiga að
gæta þess að stofna ekki til óþarfa
útgjalda, hámarksaldur til að reka
eigin starfsstofu verður sjö ár og
heilbrigðisráðherra getur bann-
að tiltekna meðferð, sýnist honum
svo. - bþs
Stofnanir geta sett reglur um bann við notkun áfengis í tiltekinn tíma fyrir vinnu:
Ein lög fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk
ÁLFHEIÐUR
INGADÓTTIR
Áfengis- og vímuvarnaráðgjafar,
félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar,
geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar,
hnykkjar (kírópraktorar), iðjuþjálfar, líf-
eindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræð-
ingar, lyfjatæknar, læknar, læknaritarar,
matartæknar, matvælafræðingar,
náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu,
næringarfræðingar, næringarráðgjafar,
næringarrekstrarfræðingar, osteó patar,
sálfræðingar, sjóntækjafræðingar,
sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar,
sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoð-
tækjafræðingar, talmeinafræðingar,
tannfræðingar, tannlæknar, tann-
smiðir, tanntæknar, þroskaþjálfar.
33 LÖGGILTAR HEILBRIGÐISSTÉTTIR
ALÞINGI Þórunn Sveinbjarnardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
sakaði Höskuld Þórhallsson, þing-
mann Framsóknarflokksins, um
að ljúga upp á sig sökum í skjóli
þinghelgi í umræðum á Alþingi
í gær. Höskuldur hafði sagt að
Þórunn hefði kveðið upp ólögleg-
an úrskurð þegar hún mælti fyrir
um sameiginlegt umhverfismat á
framkvæmdum vegna undirbún-
ings álvers á Bakka við Húsavík.
„Mér er sagt að þingmaðurinn
sé löglærður,“ sagði Þórunn þegar
hún kvaddi sér hljóðs í lok utan-
dagskrárumræðna um álversupp-
byggingu á Bakka og sagðist draga
lagaþekkingu Höskuldar í efa.
Hann hefði að minnsta kosti ekki
kynnt sér umhverfislöggjöf. Væri
úrskurður hennar ólöglegur væri
væntanlega búið að fella slíkan
dóm eftir meðferð hjá dómstólum.
Hún hvatti þingforseta til þess að
gæta þess að þingmenn „komi ekki
hér upp í krafti þinghelgi sinnar
og ljúgi upp á aðra þingmenn“.
Höskuldur kvaðst standa við sín
orð enda hefði hann verið að vísa
til álits umboðsmanns Alþingis í
málinu. Ástæðan fyrir því að málið
fór ekki fyrir dóm væri aðeins sú
að heimamenn hefðu talið að slíkt
mundi skaða baráttuna fyrir álveri
við Bakka þótt þeir hefðu þóst viss-
ir um að vinna slíkt dómsmál. - pg
Heitt í kolunum í umræðum á Alþingi um álver á Bakka:
Þórunn sagði Höskuld ljúga
ÞÓRUNN SVEIN-
BJARNARDÓTTIR
HÖSKULDUR ÞÓR
ÞÓRHALLSSON
Auglýsingasími
– Mest lesið
BÚLGARÍA Lyfjafyrirtækið Actavis
gefur lyf að andvirði 60 þúsunda
búlgarskra leva, eða sem nemur
5,7 milljónum króna, í mannúðar-
aðstoð í Úkraínu. Þetta hefur
upplýsingavefur Focus eftir til-
kynningu félagsins í Búlgaríu.
Meðal lyfjanna sem send verða
eru sýklalyf, fjölvítamín og hósta-
saft. Gjöfin verður afhent úkra-
ínska sendiráðinu í Búlgaríu, en
markmiðið er sagt vera aðstoð
við að stemma stigu við frekari
útbreiðslu flensu í landinu.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa sett á
sóttkví í níu héruðum í vestur- og
suðvestur hluta landsins.
- óká
Actavis aðstoðar í Úkraínu:
Gefur lyf fyrir
5,7 milljónir