Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 34
4 föstudagur 6. nóvember
núna
✽ fataskápurinn
Hvernig myndir þú lýsa fata-
stílnum þínum? Hann er sí-
breytilegur. Hann er samt að
verða óhugnanlega afslappað-
ur. Ég hef til dæmis ekki nennt
í hæla síðan á stúdentsútskrift
í maí þegar ég keypti mér
voða fína skó í Topshop og var
farlama daginn eftir. Kannski þarf
hælapásan að fara í frí bráðum.
Hver veitir þér innblástur?
Alls konar fólk í kringum mig.
Það er alltaf gaman að mismun-
andi týpum.
Hvað er efst á óskalistanum
hjá þér fyrir veturinn? Ekki
neitt! Þetta er viðhorf sem allir
ættu að tileinka sér, bæði ódýrt
og einfalt! Mig vantar reyndar
sjampó.
Hverjar eru uppáhaldsversl-
anirnar þínar? Mér finnst Am-
erican Apparel alltaf góð en svo-
lítið dýr miðað við vörurnar. Mér
finnst flóamarkaðir yndislegir
og Kolaportið stendur alltaf fyrir
sínu. Annars held ég ekki tryggð
við neina sérstaka búð. Nema
Kjólabúðina Fix.
Hverjir eru uppáhaldsfata-
hönnuðirnir þínir? Kannski
bara enginn.
Hvað, að þínu mati, er al-
gjörlega bannað ef maður
ætlar að halda í stílinn?
Magabolir.
Eru einhver tískuslys í fata-
skápnum þínum? Já, einu
sinni ég var rosalega kát með
einhverjar ljósbláar, þröngar
glansandi buxur sem ég keypti í
Kaupmannahöfn. Kannski gef ég
einhverjum þær í gríngjöf.
Hvert er uppáhaldstímabilið
þitt í tískunni? Misjafnt eftir
dögum. Í dag er það morgun-
dagurinn og ég er í öllum föt-
unum sem ég verð í á morgun.
- amb
Sunna Kristín Hannesdóttir, listnemi
EKKERT Á ÓSKALISTANUM!
1
2
3
1. Gallajakkinn er úr H&M og var keyptur með blóðugum dönskum krónum.
2. Kragi, saumatilraunaár. Ég er sjúk í hringi og kúlur af einhverjum ástæðum.
3. Útskriftarkjóllinn minn hefur tilfinningalegt gildi. Við mamma, sem er í klæðskeranámi, gerðum
hann í sameiningu.
4. Röndótti jakkinn er úr Kolaportinu og var keyptur með 100 íslenskum krónum.
5. Appelsínugulur kjóll úr Kjólabúðinni Fix.
6. Lopapeysa sem var stödd hér heima og ég tók hana að mér.
7. Leðurbuxur úr Einveru, vestið hans pabba, hattur keyptur í Berlín og hálsmen frá H&M.
8. Kjóll úr Kjólabúðinni Fix sem amma mín, Kristín Eyfells, rak við Laugaveg 21 á árunum 1940-70.
4
5
6
7
8
STJÖRNUAUGU Þessi blauti augnskuggi
frá Bobbi Brown er skínandi fallegur og fæst í
sex glimmerlitum. Fullkominn fyrir jólaboðin.
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...