Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 45
6. nóvember föstudagur 7 KA hefur hjálpað mér heilan helling, enda kann ég í rauninni ekki að syngja.“ FEIMIN VIÐ SÖNGINN Það er nefnilega ekki langt síðan Lovísu fannst hún raunverulega ekki kunna að syngja. „Ég hélt alltaf að ég væri ekki með söng- rödd og þorði ekki að syngja upp- hátt fyrir framan fólk. Mamma og amma eru líka svona en eftir að ég fór að syngja er ég orðin viss um að þær kunni það líka. Ég hef líka heyrt ömmu mína í föðurætt raula yfir pottunum á meðan hún er að búa til karrí. Hún hefur mjög fallega rödd.“ Lovísa hefur alla tíð verið í tón- list. Hún lærði á píanó sem barn og færði sig svo yfir í gítar og bassa á unglingsárunum. Hún skemmti sér vel í því en var lítið að prófa sig áfram við hljóðnemann. Hún hefur reyndar aldrei kunnað neitt sérstaklega vel við sig í sviðsljós- inu. „Mér er fyrst núna farið að líða ágætlega á sviði og finnst það meira að segja stundum skemmti- legt. Ég kveið því alltaf mikið að spila og ég reyndi oft að koma mér undan því. Ég er búin að vera heilmikið að glíma við þá hugs- un að finnast ég vera að gera fólki óleik með því að vera þarna á svið- inu. En nú er ég búin að ákveða að standa með sjálfri mér og hætta að brjóta mig niður. Því til hvers að vera að þessu ef maður ætlar stöðugt að vera að brjóta sig niður með því að hugsa hvað maður líti asnalega út og hljómi illa?“ GERÐIST AF SJÁLFU SÉR Það var kannski ekki skrýtið að það tæki Lovísu tíma að venjast sviðsljósinu, enda var hún ekk- ert á þessari leið þegar hún dróst inn í bransann með ógnarhraða fyrir fjórum árum. „Á þeim tíma var ég í Benny Crespo’s Gang, sem ég er reyndar enn þá í. Einn dag- inn vorum við vinkonurnar að leika okkur og stofnuðum kántrí- band. Það slitnaði svo upp úr því þegar þær fóru út í nám, en upp frá þessu fór ég að syngja og semja lög í fyrsta skipti. Ég samdi lag sem vinkonur mínar hvöttu mig til að setja á netið. Ég setti það á MySpace en tók það fljótt út aftur, því mér fannst þetta eitthvað vandræðalegt. En í millitíðinni rákust þeir hjá Cod Music á lagið og höfðu samband við mig.“ Þetta var snemma árs 2006. Lovísa gerði samning og fyrsta platan hennar kom út þá um haustið. Lagið sem fór á netið, Please Don’t Hate Me, var titillag plötunnar, sem seldist gríðarvel og var með þeim mest seldu í jólaflóði þessa árs. Á þess- um tíma var Lovísa að vinna í Skíf- unni og svaraði daglega spurning- um um hver þessi Lay Low væri nú eiginlega. JAY LO, LÚLA OG LAYLA Nafnið Lay Low hefur fest rækilega við Lovísu. Það var þó ekki útpæld markaðssetning heldur hálfgerð tilviljun, eins og svo margt annað á ferli Lovísu. „Ég man vel þegar þau hjá Cod Music hringdu í mig, áður en ég átti að spila á fyrstu tónleik- unum, og spurðu hvað ég vildi að þau settu á plakatið. Ég vissi ekk- ert hverju ég ætti að svara. Svo stakk vinkona mín upp á Lay Low og mér leist ágætlega á það.“ Lovísa hefur heyrt ýmsar skemmtilegar útgáfur af nafninu. „Sumir halda að ég heiti Jay Lo, Layla, eða kannski Lúla. Eða bara eitthvað sem rímar við Lay Low. Fyrst var ég alltaf í því að leiðrétta fólk ef það ætlaði að fara að kalla mig sjálfa Lay Low. En nú er mér orðið sama, enda er mér farið að þykja vænt um þetta nafn. Svo finnst mér þægilegt að vera Lay Low þegar ég er að koma fram. Svo er ég sjálf og prívat bara Lovísa. En ég er sko ekki Lay Low þegar ég kem fram með Benny Crespo’s Gang. Þá er ég Lovísa.“ SEMUR KVIKMYNDATÓNLIST Fram undan eru ekki minna spenn- andi tímar en þeir undangengnu. Og Lovísa ætlar að halda áfram að troða áður óþekktar slóðir. Næsta stóra verkefni er að semja tónlist- ina við Kóngaveg 7, nýja kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur. Í millitíðinni er svo ein tónleikaferðin enn og sú ekki af leiðinlega taginu, ef það er þá til. Hún ætlar að fylgja Emilíönu alla leið til Ástralíu á milli jóla og nýárs. „Emilíana er að fara að spila á tónlistarhátíðum svo ég veit ekki hversu mikið ég fæ að hita upp fyrir hana. En ég er að fara að spila á bassa og hjálpa til við að halda stuðinu góðu. Ég hef aldrei komið til Ástralíu þannig að ég var ekki lengi að segja já við þessu boði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.