Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 46
8 föstudagur 6. nóvember tíðin ✽ tónlist og myndlist „Við ætlum að sýna þrjú dans- verk sem við höfum samið á síðastliðnum þremur árum og höfum ferðast með og sýnt um alla Evrópu,“ segir Steinunn Ketilsdóttir, um þríleik hennar og bandaríska dansarans Brian Gerke, Crazy Love Butter, sem þau sýna í Hafnarfjarðarleik- húsinu um helgina. Á milli verka verður gleði og glaumur sem nær hámarki með partíi eftir sýninguna. „Við feng- um í lið með okkur DJ og gógó- dansara til að skemmta fólkinu á milli atriða. Barinn verður opinn og matur í boð. Okkur langaði að gera skemmtilegan viðburð og svolítið stuð úr þessu.“ Ástin er gegnumgangandi þema verkanna þriggja. Í takti við það verður ljósmyndari sem tekur mynd af öllum pörum og plötusnúðurinn spilar bara ástar- lög, allt frá Edith Piaf til Bey- oncé. Brian og Steinunn eru ekki par, þótt ástin sé þeim báðum hug- leikin og þau hafi eytt undan- förnum árum saman. „Við erum danspar og bestu vinir. Við kynnt- umst í skóla í New York árið 2004. Brian flutti hingað í kjölfar okkar samstarfs, því það hefur verið nóg að gera hjá okkur við að sýna um alla Evrópu. Nú er hann fag- stjóri í Listaháskólanum og kom- inn með sitt líf hér.“ Sýningarnar verða í Hafnar- fjarðarleikhúsinu á laugardags- kvöldið klukkan 20 og kostar 1.500 krónur inn. - hhs Steinunn og Brian sýna þríleik í Hafnarfjarðarleikhúsinu: DJ og gógódans á milli verka Brian og Steinunn Í verkinu Love Always, Debbie and Susan. B ók um listamanninn Davíð Örn Hall-dórsson kemur út á vegum bókaútgáf- unnar Ókeibæ í dag. Sú heitir Ofhlæði og í henni er að finna helstu verk Davíðs, hug- leiðingar hans sjálfs og ljóð eftir Sjón. „Ég á sjálfur ágætis safn af listaverkabók- um og það skemmtilegasta sem ég geri er að fletta þeim. Þannig að maður er þokka- lega ánægður með sjálfan sig,“ segir Davíð, þar sem hann var staddur á vinnustof- unni sinni. Þar hefur hann alið manninn flesta undanfarna daga, við undirbúning á sýningu sem verður opnuð í Hafnarborg á laugar daginn. Davíð er þekktur fyrir litrík og glaðleg verk sín en með sýningunni í Hafnarborg sýnir hann á sér nýjar hliðar. „Ég lét meðal ann- ars búa til veggfóður fyrir tíu metra langan vegg upp úr mynstri sem ég hannaði fyrir borðstofuborð með og fyrir vinafólk mitt. Svo er ég með málverk og myndir sem ég mála á ljósmyndir eftir frændur mína ofan af Akranesi, feðgana Árna Böðvarsson og Ólaf Árnason. Á þessari sýningu er ég að vinna hugmyndirnar lengra en venjulega og í meira samstarfi við aðra, sem er mjög spennandi.“ holmfridur@frettabladid.is MYNDLISTARMAÐURINN DAVÍÐ ÖRN HALLDÓRSSON UNDIRBÝR SÝNINGU OG BÓKAÚTGÁFU: BÓK UM DAVÍÐ ÖRN KEMUR Á vinnustofunni Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður leggur lokahönd á verk fyrir sýningu sem verður opnuð í Hafnarborg á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HÚÐ SEM GLÓIR Creme scintillante frá Occitane er dásamlegt mýkjandi rakakrem með litlum gullögnum. Fagurt á nakta handleggi. Úrval af vítamínum og bætiefnum. BYGGÐU ÞIG UPP! Hólmfríður Magnúsdótti r atvinnumaður og landsl iðskona í knattspyrnu mælir með NOW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.