Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 70
46 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Sú ákvörðun Marcus Jordan, sem er sonur Michaels Jordan, að spila í Air Jordan- skóm frá Nike hefur skapað mik- inn usla í háskólanum hans, Uni- versity of Central Florida. Þannig vill til að Adidas er með samning við skólann og þurfa allir leikmenn og starfsmenn liðsins að spila í Adidas. Það tekur Marcus ekki í mál. Hann segist aðeins vilja spila í Air Jordan því skórnir hafa sér- staka þýðingu fyrir fjölskyldu hans. Marcus spilaði í skónum í æfingaleik á miðvikudag og í kjölfarið ákvað Adidas að rifta samningi sínum við skólann. Talsmaður háskólans sagði ákvörðun Adidas valda sér von- brigðum en skólinn hafði verið í samstarfi við íþróttavörufram- leiðandann í fjögur ár. Eitt ár var eftir af núverandi samningi. Marcus er á fyrsta ári í háskóla og eiga blaðamenn klárlega eftir að fylgjast grannt með gengi hans á vellinum. - hbg Adidas hættir hjá háskóla: Sonur Jordans neitar að spila í Adidas PABBINN Marcus vill bara spila í skóm með nafni föður síns. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Þátttaka Liverpool í Meistaradeild Evrópu hangir á blá- þræði og liðið hefur átt í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeild- inni síðustu vikur. Liðið er þar að auki þegar fallið úr leik í ensku deildabikarkeppninni og hefur unnið aðeins einn af síðustu átta leikjum sínum. Liverpool gerði í fyrrakvöld 1-1 jafntefli við Lyon á útivelli í Meist- aradeild Evrópu. Liðið þarf nú að stóla á hagstæð úrslit í öðrum leikjum og vinna báða þá leiki sem eftir eru í riðlinum til að eiga möguleika á að komast áfram í 16- liða úrslit. Ef það tekst ekki yrði um fjárhagslegt stórslys að ræða en Liverpool er nú þegar skuldsett upp í topp. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Liverpool, bendir á að flest önnur félög væru nú þegar búin að reka Benitez miðað við árangur liðsins. Eytt gríðarmiklu í leikmannakaup „Hann hefur verið hjá liðinu í fimm ár og á þeim tíma hefur hann eytt meiri peningum í leik- mannakaup en nokkurt annað lið á Englandi að Chelsea frátöldu. Ef hann væri stjóri einhvers annars liðs, sérstaklega einhvers stórlið- anna eins og Manchester United, Arsenal eða Chelsea, væri búið að reka hann,“ sagði Souness í viðtali á Sky-sjónvarpsstöðinni. Hann segir að meiðsli lykil- manna eins og Steven Gerrard og Fernando Alonso hafi sýnt hversu misheppnuð leikmannakaup Benit- ez hafa verið í gegnum tíðina. „Þeir leikmenn sem standa fyrir utan byrjunarliðið eru ekki nógu góðir til að vinna leiki eins og gegn Lyon. Lyon er ekki frábært lið. Það vann Liverpool á Anfield og tapaði svo næsta leik í frönsku úrvalsdeildinni, 4-1 fyrir Nice,“ sagði Souness. Benitez ekki allt í einu óhæfur Ekki eru þó allir sömu skoðun- ar og Souness. John Aldridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að það myndi gera illt verra ef Benitez yrði rekinn. „Rafa Benitez er ekki orðinn að slæmum knattspyrnustjóra í einni svipan. Ég er nokkuð viss um að þegar Steven Gerrard og fleiri verða orðnir heilir af meiðslum sínum verði leikmannahópurinn nægilega sterkur til að koma liðinu í hóp fjögurra efstu liða deildar- innar og vinna báða leikina sem liðið á eftir í riðlakeppni Meistara- deildarinnar. Það dugar vonandi til að liðið komist áfram.“ Aldridge segir að frammistaða Liverpool gegn Lyon sé merki um að Benitez eigi enn erindi sem knattspyrnustjóri liðsins. „Þetta gekk allt fullkomlega eftir áætlun þar til á 90. mín- útu leiksins,“ sagði Aldridge en þá jafnaði Lyon metin í leiknum. „Liðið spilaði vel og varðist vel og Lyon skapaði sér ekki neina hættu nema þegar það skoraði markið. Það voru gríðarleg vonbrigði að fá þetta mark á sig.“ Þolinmóðir stuðningsmenn Ástæðan fyrir því að Benitez hang- ir í starfi, samkvæmt Souness, er að stuðningsmenn Liverpool eru ekki eins og stuðningsmenn ann- arra liða. „Ég held að þeir séu þolin móðari og reiðubúnir að gefa stjóranum aðeins meiri tíma.“ Aldridge tók í sama streng. „Óvissan í kringum félagið er nægilega mikil fyrir. Það síðasta sem þeir vilja er að hefja leit að nýjum knattspyrnustjóra.“ eirikur@frettabladid.is Á HLIÐARLÍNUNNI Skiptar skoðanir eru um hvort Rafael Benitez eigi áfram að stýra liði Liverpool. NORDIC PHOTOS/AFP Flest lið væru búin að reka Benitez Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Liverpool, segir að flest önnur félög, sérstak- lega stórliðin í enska boltanum, væru búin að reka Rafael Benitez miðað við árangur hans að undanförnu. BOX Margir bíða spenntir eftir þungavigtarbardaga Bretans Davids Haye og Rússans Nikolay Valuev en þeir mætast í Þýska- landi á laugardagskvöldið. Tala menn um bardaga Davíðs gegn Golíat, því Rússinn er 2,13 senti- metrar á hæð en Haye er „aðeins“ 1,90 sentimetrar á hæð. Haye hefur verið í fullri vinnu við það síðustu vikur að pirra Rússann en leitun er að eins kjaftforum íþróttamanni og Bret- anum. Haye hefur gert grín að útliti og hreinlæti Rússans svo fátt eitt sé nefnt. Haye hefur lýst því yfir að hann ætli að verða fyrsti maður- inn í sögunni til þess að rota Rússann stóra, sem hefur aðeins tapað einu sinni í 51 bardaga. „Það er ekkert nýtt að einhver segist ætla að rota mig. Það er auðvelt að rífa kjaft fyrir bardag- ann en annað að sýna eitthvað í hringnum,“ sagði Valuev. Hann mun ekki fá stundarfrið síðustu tímana fyrir bardagann enda hefur Haye flutt á hótel gegnt hótelinu sem Valuev verður á og mun líklega láta í sér heyra yfir götuna. - hbg David Haye og Nikolai Valuev mætast á laugardag: Styttist í bardaga Davíðs gegn Golíat LITLI OG STÓRI Þó svo að David Haye sé 1,90 sentimetrar á hæð er hann eins og smábarn við hliðina á Rússanum stóra. NORDIC PHOTOS/AFP > Stórleikur í Subway-bikar karla í kvöld Fjórir leikir fara fram í 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta í kvöld og þar ber vitanlega hæst stór- leik Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þetta verður í annað skiptið á tæpri viku sem liðin eigast við en Njarðvíkingar lögðu Íslandsmeistarana að velli í Iceland Express-deildinni á heimavelli sínum á sunnu- dag. Það var jafnframt fyrsta tap KR í deildinni en Njarðvíkingar eru enn taplausir þar. FÓTBOLTI Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að ekki verði tekin ákvörðun strax um hvort senda eigi stjörnur liðsins, Fern- ando Torres og Steve Gerrard, í aðgerð. Báðir hafa verið meiddir í nokkurn tíma. Gerrard hefur ekki getað spilað síðustu leiki á meðan Torres spilar sárþjáð- ur en hann var afar illa haldinn í leiknum gegn Lyon í Meistara- deildinni. Báðir munu vinna áfram með sjúkraþjálfurum og verða ekki sendir í aðgerð nema nauðsyn krefji. „Þeir vilja bíða og sjá hvað gerist. Það verður engin ákvörð- un tekin um aðgerð strax. Við sjáum hvaða framförum þeir taka áður en við tökum ákvörðun með næstu skref,“ sagði Benitez. - hbg Gerrard og Torres: Beðið með aðgerðir Markvarðahrellirinn Hjörtur Júlíus Hjartarson hefur ákveðið að spila með 1. deildarliði ÍA næsta sumar en hann var áður búinn að gefa það út að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. Hjörtur lék með Þrótti í Pepsi-deildinni framan af síðasta sumri. Hann ákvað svo að fara á láni til Selfoss og átti sinn þátt í að hjálpa liðinu að vinna sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins með því að skora sjö mörk í tíu leikjum. Hjörtur skrif- ar í dag undir eins árs samning við ÍA en hann er uppalinn Skagamaður og lék síðast með liðinu árið 2006. „Þórður [Þórðarson, þjálfari ÍA] hringdi í mig skömmu eftir að móti lauk síðasta sumar og spurði hvort ég hefði áhuga á að halda áfram að spila en ég var ekki alveg á þeim buxunum þá. Við töluðum hins vegar aftur saman nýlega og funduðum saman og mér leist bara það vel á það sem hann stefnir á að gera með liðið að það var í raun og veru bara spurning um að ganga frá lausum endum. Ég hefði aldrei farið í annað lið en ÍA og vildi náttúrlega ekkert fara frá liðinu á sínum tíma. Guðjón Þórðar- son tók bara við liðinu og hann vildi ekkert sjá mig en ég erfi það samt ekkert við hann. Hann hafði bara sínar áherslur og ég mínar og það leystist bara eins og það leystist. Ég fór í Þrótt og naut þess að spila þar líkt og ég gerði með Selfossi síðasta sumar. Ég sé ekki eftir neinu,“ segir Hjörtur. Hinn 35 ára gamli framherji vonast til þess að geta hjálp- að ungu liði ÍA að komast aftur á fyrri stall og viðurkennir að það hafi verið sárt að sjá liðið í fallbaráttu 1. deildar síðasta sumar. „Ég fór á nokkra leiki með liðinu síðasta sumar og það var einfaldlega lélegt. Það er ástæðulaust að vera að sykurhúða það eitthvað. Maður nánast grét sig í svefn eftir að hafa fylgst með þessu. Það var samt allt annað að sjá til liðsins í lok tímabilsins. Vonandi nær maður að hjálpa til næsta sumar. Mitt hlutverk verður væntanlega að miðla reynslu til yngri leikmanna liðsins en ég held að þjálfarinn vilji nú sjá mig skora eitthvað af mörkum líka. Ég verð ekki bara gamli maðurinn í búnings- klefanum að segja einhverjar frægðarsögur frá því að ég var ungur,“ segir Hjörtur á léttum nótum. HJÖRTUR JÚLÍUS HJARTARSON: ER HÆTTUR VIÐ AÐ HÆTTA OG SNÝR AFTUR Á FORNAR SLÓÐIR UPPI Á SKIPASKAGA Vildi aldrei fara frá Skaganum á sínum tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.